Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

391. spurningaþraut: Óvenju margar spurningar um skáldsögur, en allar fisléttar, trúi ég

391. spurningaþraut: Óvenju margar spurningar um skáldsögur, en allar fisléttar, trúi ég

Ítalíuþrautin í gær, hér er hlekkur á hana.

***

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir konan, sem hér að ofan mundar skotvopn?

***

Aðalspurningar:

1.  Hver skrifaði skáldsöguna Vængjasláttur í þakrennum?

2.  Í hvaða hljómsveit er Árný Fjóla Ásmundsdóttir?

3.  Hvað heitir hafnarborg Aþenu, höfuðborgar Grikklands?

4.  Hvaða dýr var tákn gyðjunnar Aþenu?

5.  Hvaða tónlistarmaður hefur gefið út plöturnar Planet Waves (1974), Saved (1980) og Together Through Life (2009)?

6.  Í vinsælli bók sem skrifuð var á 19. öld segir frá skipinu Pequod og margvíslegum ævintýrum og raunum sem áhöfn skipsins lendir í. Hvers konar skip var Pequod?

7.  Í hvaða bæ býr Daði Freyr prímus mótor Gagnamagnsins?

8.  Hvað hét gjaldmiðill Ítalíu áður en evran var þar upp tekin?

9.  „Forsetinn á ekki sjö dagana sæla – það getur verið flókið að vera þjóðhöfðingi. En nú hefur hann fengið góða gesti frá útlöndum: Kóng, drottningu og prinsessu! Sautjándi júní nálgast og þá á að veita alls konar duglegu fólki fálkaorðu. En ótalmargt gerist áður en fálkaorðuveislan getur byrjað.“ Hvað heitir bókin sem svo er lýst?

10.  Víti í Vestmannaeyjum, Aukaspyrna á Akureyri, Rangstæður í Reykjavík, Gula spjaldið í Gautaborg, Barist í Barcelona. Hver stuðlaði svo fagurlega heitin á bókum sínum?

***

Síðari aukaspurning:

Hvað heitir þessi hljómsveit frá Selfossi, sem vann Músíktilraunir 2012?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Einar Már.

2.  Gagnamagninu.

3.   Píreus.

4.  Ugla.

5.  Bob Dylan.

6.  Hvalveiðiskip.

7.  Berlín.

8.  Líra.

9.  Prinsessan á Bessastöðum.

10.  Gunnar Helgason.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er kvikmyndastjarnan Charlize Theron.

Á neðri myndinni er hljómsveitin RetRoBot. Daði Freyr er annar frá hægri.

***

Þrautin því í gær frá.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
4
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
6
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár