Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

390. spurningaþrautin: Hér snýst allt um Ítalíu

390. spurningaþrautin: Hér snýst allt um Ítalíu

Þrautin frá í gær.

***

Allar spurningarnar snúast um Ítalíu eða Ítali. Fyrri aukaspurningin er svona:

Á myndinni hér að ofan er einn af frægustu Ítölum 20. aldar. Hann er látinn fyrir allmörgum árum en hvað hét hann?

***

Aðalspurningar:

1.  Hver er næst fjölmennasta borg Ítalíu?

2.  Ítalía á landamæri að alls ... hve mörgum ríkjum?

3.  Garibaldi hét Ítali einn. Hvað gerði hann sér til frægðar?

4.  Hvaða ár grófst borgin Pompeii undir ösku frá eldfjallinu Vesúvíusi? Var það árið 179 fyrir Krist, 79 fyrir Krist, 79 eftir Krist eða 179 eftir Krist?

5.  Úr því minnst er á Krist: Hve margir af postulum hans tólf eru taldir hafa orðið píslarvottar frelsarans í Rómaborg sjálfri?

6.  Hvað heitir stærsta borgin á Sikiley?

7.  Hvernig kjet á að nota í alvöru osso bucco?

8.  Hvaða Ítali samdi óperuna La Boheme?

9.  Hvað heitir fjallgarðurinn sem liggur niður eftir Ítalíuskaga?

10.  Tvær ítalskar leikkonur hafa fengið Óskarsverðlaun fyrir leik í aðalhlutverki. Nefnið að minnsta kosti aðra þeirra. Ef þið getið nefnt báðar fáiði sérstakt aukastig — lárviðarstigið svokallaða!

***

Seinni aukaspurning:

Hvar á Ítalíu var myndin hér að neðan tekin? Umsjónarmaður spurningaþrautarinnar vill endilega koma því á framfæri að hann tók sjálfur þessa mynd!

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Mílanó.

2.  Sex (Frakklandi, Sviss, Austurríki, Slóveníu, San Marinó, Vatíkaninu).

3.  Átti mikinn þátt í sameiningu Ítalíu.

4.  79 eftir Krist.

5.  Einn. Það var Pétur. Páll er sagður hafa verið krossfestur í Róm en hann var ekki einn hinn tólf postula.

6.  Palermo.

7.  Kálfakjöt.

8.  Puccini.

9.  Appenínafjöll.

10.  Sophia Loren og Anna Magnani.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er kvikmyndaleikstórinn Fellini.

Neðri myndina tók ég við Kaprí.

***

Þrautin frá í gær!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
2
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Leitin að upprunanum
5
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár