***
Allar spurningarnar snúast um Ítalíu eða Ítali. Fyrri aukaspurningin er svona:
Á myndinni hér að ofan er einn af frægustu Ítölum 20. aldar. Hann er látinn fyrir allmörgum árum en hvað hét hann?
***
Aðalspurningar:
1. Hver er næst fjölmennasta borg Ítalíu?
2. Ítalía á landamæri að alls ... hve mörgum ríkjum?
3. Garibaldi hét Ítali einn. Hvað gerði hann sér til frægðar?
4. Hvaða ár grófst borgin Pompeii undir ösku frá eldfjallinu Vesúvíusi? Var það árið 179 fyrir Krist, 79 fyrir Krist, 79 eftir Krist eða 179 eftir Krist?
5. Úr því minnst er á Krist: Hve margir af postulum hans tólf eru taldir hafa orðið píslarvottar frelsarans í Rómaborg sjálfri?
6. Hvað heitir stærsta borgin á Sikiley?
7. Hvernig kjet á að nota í alvöru osso bucco?
8. Hvaða Ítali samdi óperuna La Boheme?
9. Hvað heitir fjallgarðurinn sem liggur niður eftir Ítalíuskaga?
10. Tvær ítalskar leikkonur hafa fengið Óskarsverðlaun fyrir leik í aðalhlutverki. Nefnið að minnsta kosti aðra þeirra. Ef þið getið nefnt báðar fáiði sérstakt aukastig — lárviðarstigið svokallaða!
***
Seinni aukaspurning:
Hvar á Ítalíu var myndin hér að neðan tekin? Umsjónarmaður spurningaþrautarinnar vill endilega koma því á framfæri að hann tók sjálfur þessa mynd!
***
Svör við aðalspurningum:
1. Mílanó.
2. Sex (Frakklandi, Sviss, Austurríki, Slóveníu, San Marinó, Vatíkaninu).
3. Átti mikinn þátt í sameiningu Ítalíu.
4. 79 eftir Krist.
5. Einn. Það var Pétur. Páll er sagður hafa verið krossfestur í Róm en hann var ekki einn hinn tólf postula.
6. Palermo.
7. Kálfakjöt.
8. Puccini.
9. Appenínafjöll.
10. Sophia Loren og Anna Magnani.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er kvikmyndaleikstórinn Fellini.
Neðri myndina tók ég við Kaprí.
***
Athugasemdir