Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

390. spurningaþrautin: Hér snýst allt um Ítalíu

390. spurningaþrautin: Hér snýst allt um Ítalíu

Þrautin frá í gær.

***

Allar spurningarnar snúast um Ítalíu eða Ítali. Fyrri aukaspurningin er svona:

Á myndinni hér að ofan er einn af frægustu Ítölum 20. aldar. Hann er látinn fyrir allmörgum árum en hvað hét hann?

***

Aðalspurningar:

1.  Hver er næst fjölmennasta borg Ítalíu?

2.  Ítalía á landamæri að alls ... hve mörgum ríkjum?

3.  Garibaldi hét Ítali einn. Hvað gerði hann sér til frægðar?

4.  Hvaða ár grófst borgin Pompeii undir ösku frá eldfjallinu Vesúvíusi? Var það árið 179 fyrir Krist, 79 fyrir Krist, 79 eftir Krist eða 179 eftir Krist?

5.  Úr því minnst er á Krist: Hve margir af postulum hans tólf eru taldir hafa orðið píslarvottar frelsarans í Rómaborg sjálfri?

6.  Hvað heitir stærsta borgin á Sikiley?

7.  Hvernig kjet á að nota í alvöru osso bucco?

8.  Hvaða Ítali samdi óperuna La Boheme?

9.  Hvað heitir fjallgarðurinn sem liggur niður eftir Ítalíuskaga?

10.  Tvær ítalskar leikkonur hafa fengið Óskarsverðlaun fyrir leik í aðalhlutverki. Nefnið að minnsta kosti aðra þeirra. Ef þið getið nefnt báðar fáiði sérstakt aukastig — lárviðarstigið svokallaða!

***

Seinni aukaspurning:

Hvar á Ítalíu var myndin hér að neðan tekin? Umsjónarmaður spurningaþrautarinnar vill endilega koma því á framfæri að hann tók sjálfur þessa mynd!

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Mílanó.

2.  Sex (Frakklandi, Sviss, Austurríki, Slóveníu, San Marinó, Vatíkaninu).

3.  Átti mikinn þátt í sameiningu Ítalíu.

4.  79 eftir Krist.

5.  Einn. Það var Pétur. Páll er sagður hafa verið krossfestur í Róm en hann var ekki einn hinn tólf postula.

6.  Palermo.

7.  Kálfakjöt.

8.  Puccini.

9.  Appenínafjöll.

10.  Sophia Loren og Anna Magnani.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er kvikmyndaleikstórinn Fellini.

Neðri myndina tók ég við Kaprí.

***

Þrautin frá í gær!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár