Íslenska fyrirtækið Unbroken, sem selur samnefnt fæðubótarefni, segir að varan sem það selur sé unnin úr „100% náttúrulegum“ laxi. Reyndin er hins vegar sú að fiskurinn sem notaður er í vöruna er norskur eldislax úr þarlendum sjókvíum.
Þetta kemur fram í svörum frá fyrirtækinu sem Stundin hefur undir höndum. „Unbroken er unnið úr 100% náttúrulegum laxi með eingöngu viðbættu citrus bragði (svo drykkurinn smakkist ekki eins og ... fiskur :),“ segir fyrirtækið í einu af svörum sínum til mögulegs viðskiptavinar á samfélagsmiðli. Þegar viðskiptavinurinn spurði hvort ekki væri um að ræða lax úr sjókvíaeldi svaraði fyrirtækið: „Þetta er eldislax úr norskum fjörðum. Til að viðhalda stöðugleika í amínósýru prófíl þarf laxinn að koma úr eldi enda þurfum við að fá fersk ensím úr ferskum laxi.“
Fæðubótarefnið er á heimasíðu Unbroken sagt eiga að hjálpa líkamanum að endurheimta sig eftir líkamsreynslu, auka mýkt, minnka harðsperrur og bæta almennt úthald. Eigendur fyrirtækisins …
Athugasemdir