Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Skráðu eign í Icelandair ekki í hagsmunaskrá

Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, og Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins, skráðu hvor­ugt hluta­bréf sín í hags­muna­skrán­ingu al­þing­is­manna eins og regl­ur kveða á um. Um yf­ir­sjón var að ræða, segja þau bæði.

Skráðu eign í Icelandair ekki í hagsmunaskrá
Jón Gunnarsson og Inga Sæland Þingmennirnir hafa ekki skráð eign sína í Icelandair í hagsmunaskrá, en þrír aðrir þingmenn eru einnig hluthafar.

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, og Inga Sæland, þingmaður og formaður Flokks fólksins, eiga bæði hluti í Icelandair Group hf. sem þau hafa ekki skráð í hagsmunaskrá alþingismanna eins og reglur segja til um. Markmið reglnanna er að upplýsa kjósendur um fjárhagslega hagsmuni þingmanna.

Jón á 1.252.257 hluti í Icelandair samkvæmt hluthafalista félagsins sem birtur var með samstæðureikningi Icelandair. Í lok árs 2020 var markaðsvirði þeirra 2.053.701 kr. og bar Jóni að skrá eignina í hagsmunaskrá þingmanna. Jón situr í umhverfis- og samgöngunefnd, en í henni eru málefni sem varða Icelandair og flugrekstur á Íslandi reglulega til umræðu.

Inga átti í lok árs 769.231 hlut í Icelandair, sem voru virði 1.261.539 króna á þeim tímapunkti. Situr hún einnig í umhverfis- og samgöngunefnd sem áheyrnarfulltrúi.

Reglur um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum alþingismanna og trúnaðarstörfum utan þings tóku gildi 2019, en samkvæmt þeim ber þingmönnum að skrá eign sína í félögum ef markaðsvirði …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár