Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, og Inga Sæland, þingmaður og formaður Flokks fólksins, eiga bæði hluti í Icelandair Group hf. sem þau hafa ekki skráð í hagsmunaskrá alþingismanna eins og reglur segja til um. Markmið reglnanna er að upplýsa kjósendur um fjárhagslega hagsmuni þingmanna.
Jón á 1.252.257 hluti í Icelandair samkvæmt hluthafalista félagsins sem birtur var með samstæðureikningi Icelandair. Í lok árs 2020 var markaðsvirði þeirra 2.053.701 kr. og bar Jóni að skrá eignina í hagsmunaskrá þingmanna. Jón situr í umhverfis- og samgöngunefnd, en í henni eru málefni sem varða Icelandair og flugrekstur á Íslandi reglulega til umræðu.
Inga átti í lok árs 769.231 hlut í Icelandair, sem voru virði 1.261.539 króna á þeim tímapunkti. Situr hún einnig í umhverfis- og samgöngunefnd sem áheyrnarfulltrúi.
Reglur um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum alþingismanna og trúnaðarstörfum utan þings tóku gildi 2019, en samkvæmt þeim ber þingmönnum að skrá eign sína í félögum ef markaðsvirði …
Athugasemdir