389. spurningaþraut: Við hvaða götu stendur Alþingishúsið?

389. spurningaþraut: Við hvaða götu stendur Alþingishúsið?

Gærdagsþrautarhlekkur!

***

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir konan á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða heimsálfu er ríkið Burundi?

2.  Fyrsta opinbera kappaksturkeppni sögunnar var háð milli Parísar og Bordeaux í Frakklandi — en hvaða ár? Var það 1895, 1900, 1905 eða 1910?

3.  Hvaða fuglar verpa stærstu eggjunum?

4.  Áður en farið var að mæla vindhraða í metrum á sekúndu var notast við vindstigamæli, þar sem 12 vindstig voru versta veðrið. Hvað nefndist slíkt veður á þessum skala?

5.  Hver réði draum um sjö feitar kýr og sjö magrar?

6.  Hvað hét hinn eineygði æðsti guð norrænna manna til forna?

7.  Brokey heitir eyja ein í mynni ... hvaða fjarðar?

8.  Íslandsheimsókn hvaða vinsælu hljómsveitar varð kveikjan að laginu Immigrant Song?

9.  Hver var söngvari þeirrar ágætu hljómsveitar?

10.  Alþingishúsið stendur á horni Templarasunds og ... hvaða götu?

***

Síðari aukaspurning:

Glaðlega konan á myndinni hér að neðan heitir Desiree og fæddist árið 1986. Fæðingu hennar var haldið vandlega leyndri en faðir hennar er heimsfrægur tónlistarmaður og móðir hennar söngkona sem vann með honum um tíma. Fyrir utan nánustu aðstandendur vissi enginn af tilveru Desiree fyrr en hún var orðin 15 ára. Árið 2014 gekk Desiree í hjónaband með unnustu sinni, og þá vakti athygli að hinn heimsfrægi og margverðlaunaði pabbi hennar lét ekki sjá sig í brúðkaupinu. Hvað heitir durturinn, pabbi hennar Desiree?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Afríku.

2.  1895.

3.  Strútar.

4.  Fárviðri.

5.   Jósef.

6.  Óðinn.

7.  Hvammsfjarðar.

8.  Led Zeppelin.

9.  Plant.

10.  Kirkjustrætis.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Imelda Marcos. Eftirnafnið dugir.

Pabbi hennar Desiree á neðri myndinni er Bob Dylan.

***

Og hlekkur á þrautin frá í gær!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár