Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

389. spurningaþraut: Við hvaða götu stendur Alþingishúsið?

389. spurningaþraut: Við hvaða götu stendur Alþingishúsið?

Gærdagsþrautarhlekkur!

***

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir konan á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða heimsálfu er ríkið Burundi?

2.  Fyrsta opinbera kappaksturkeppni sögunnar var háð milli Parísar og Bordeaux í Frakklandi — en hvaða ár? Var það 1895, 1900, 1905 eða 1910?

3.  Hvaða fuglar verpa stærstu eggjunum?

4.  Áður en farið var að mæla vindhraða í metrum á sekúndu var notast við vindstigamæli, þar sem 12 vindstig voru versta veðrið. Hvað nefndist slíkt veður á þessum skala?

5.  Hver réði draum um sjö feitar kýr og sjö magrar?

6.  Hvað hét hinn eineygði æðsti guð norrænna manna til forna?

7.  Brokey heitir eyja ein í mynni ... hvaða fjarðar?

8.  Íslandsheimsókn hvaða vinsælu hljómsveitar varð kveikjan að laginu Immigrant Song?

9.  Hver var söngvari þeirrar ágætu hljómsveitar?

10.  Alþingishúsið stendur á horni Templarasunds og ... hvaða götu?

***

Síðari aukaspurning:

Glaðlega konan á myndinni hér að neðan heitir Desiree og fæddist árið 1986. Fæðingu hennar var haldið vandlega leyndri en faðir hennar er heimsfrægur tónlistarmaður og móðir hennar söngkona sem vann með honum um tíma. Fyrir utan nánustu aðstandendur vissi enginn af tilveru Desiree fyrr en hún var orðin 15 ára. Árið 2014 gekk Desiree í hjónaband með unnustu sinni, og þá vakti athygli að hinn heimsfrægi og margverðlaunaði pabbi hennar lét ekki sjá sig í brúðkaupinu. Hvað heitir durturinn, pabbi hennar Desiree?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Afríku.

2.  1895.

3.  Strútar.

4.  Fárviðri.

5.   Jósef.

6.  Óðinn.

7.  Hvammsfjarðar.

8.  Led Zeppelin.

9.  Plant.

10.  Kirkjustrætis.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Imelda Marcos. Eftirnafnið dugir.

Pabbi hennar Desiree á neðri myndinni er Bob Dylan.

***

Og hlekkur á þrautin frá í gær!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár