Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

389. spurningaþraut: Við hvaða götu stendur Alþingishúsið?

389. spurningaþraut: Við hvaða götu stendur Alþingishúsið?

Gærdagsþrautarhlekkur!

***

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir konan á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða heimsálfu er ríkið Burundi?

2.  Fyrsta opinbera kappaksturkeppni sögunnar var háð milli Parísar og Bordeaux í Frakklandi — en hvaða ár? Var það 1895, 1900, 1905 eða 1910?

3.  Hvaða fuglar verpa stærstu eggjunum?

4.  Áður en farið var að mæla vindhraða í metrum á sekúndu var notast við vindstigamæli, þar sem 12 vindstig voru versta veðrið. Hvað nefndist slíkt veður á þessum skala?

5.  Hver réði draum um sjö feitar kýr og sjö magrar?

6.  Hvað hét hinn eineygði æðsti guð norrænna manna til forna?

7.  Brokey heitir eyja ein í mynni ... hvaða fjarðar?

8.  Íslandsheimsókn hvaða vinsælu hljómsveitar varð kveikjan að laginu Immigrant Song?

9.  Hver var söngvari þeirrar ágætu hljómsveitar?

10.  Alþingishúsið stendur á horni Templarasunds og ... hvaða götu?

***

Síðari aukaspurning:

Glaðlega konan á myndinni hér að neðan heitir Desiree og fæddist árið 1986. Fæðingu hennar var haldið vandlega leyndri en faðir hennar er heimsfrægur tónlistarmaður og móðir hennar söngkona sem vann með honum um tíma. Fyrir utan nánustu aðstandendur vissi enginn af tilveru Desiree fyrr en hún var orðin 15 ára. Árið 2014 gekk Desiree í hjónaband með unnustu sinni, og þá vakti athygli að hinn heimsfrægi og margverðlaunaði pabbi hennar lét ekki sjá sig í brúðkaupinu. Hvað heitir durturinn, pabbi hennar Desiree?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Afríku.

2.  1895.

3.  Strútar.

4.  Fárviðri.

5.   Jósef.

6.  Óðinn.

7.  Hvammsfjarðar.

8.  Led Zeppelin.

9.  Plant.

10.  Kirkjustrætis.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Imelda Marcos. Eftirnafnið dugir.

Pabbi hennar Desiree á neðri myndinni er Bob Dylan.

***

Og hlekkur á þrautin frá í gær!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
3
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
6
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu