Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

387. spurningaþraut: Hver kunni vel við svín?

387. spurningaþraut: Hver kunni vel við svín?

Hér er þrautin frá í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Hvaða fyrirbæri má sjá á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hver samdi óperuna Rínargull?

2.  En hver skrifaði skáldsöguna Tímaþjófinn?

3.  Hvað eru margar tölur í íslenska Lottóinu?

4.  Hvað heitir forsætisráðherra Ísraels?

5.  En hvað heitir forseti Palestínu?

6.  Í hvaða á er Goðafoss? Hér er átt við hinn stærsta og þekktasta Goðafoss; þeir eru víst fleiri en einn.

7.  Hvað nefnist þinghúsið í London?

8.  Við hvaða íslenskan fjörð er Grundartangi?

9.  Hvar er Erna Solberg æðstur ráðamanna um þessar mundir?

10.  Hver sagði: „Ég kann vel við svín. Hundar skríða fyrir okkur. Kettir líta niður á okkur. En svín líta á okkur sem jafningja.“

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þessi ungi maður?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Wagner.

2.  Steinunn Sigurðardóttir.

3.  40.

4.  Netanyahu.

5.  Abbas.

6.  Skjálfandafjóti.

7.  Westminster.

8.  Hvalfjörður.

9.  Noregi.

10.  Churchill.

***

Svör við aukaspurningum:

Ávöxturinn heitir ástaraldin, eða passion fruit á engelsku.

Á neðri myndinni er Churchill.

***

Og þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár