Skýrsla sem Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra lét vinna um stöðu og horfur í íslenskum sjávarútvegi var ekki afhent fjölmiðlum úr forsætisráðuneytinu. Þetta kemur fram í svörum frá forsætisráðuneyti Katrínar Jakobsdóttir. Skýrslan var unnin að beiðni sjávarútvegsráðherra og er kynnt af honum þar sem hann er fagráðherra viðkomandi málaflokks og er á ábyrgð ráðuneytis hans
„Íslenskt sjávarútvegskerfi öðrum framar.“
Íslenska kvótakerfið best
Skýrslan var kynnt á ríkisstjórnarfundi í gær og var gerð opinber klukkan 14 í dag.
Inntak skýrslunnar var forsíðufrétt í Morgunblaðinu í dag og var fyrirsögn inni í blaðinu sem sagði: „Íslenskt sjávarútvegskerfi öðrum framar.“
Í fréttum Morgunblaðsins er vísað í ályktanir í skýrslunni þar sem farið er fögrum orðum um íslenska kvótakerfið og það talið betra en önnur kerfi: „Samanburður við Noreg leiðir skýrt í ljós að íslenskar útgerðir geta, vegna stjórnkerfisins, hagað veiðimynstrinu þannig að þær geta selt fisk inn á mark- aðina þegar framboð er lítið …
Athugasemdir