Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Anton ekki meðal þeirra ákærðu

Embætti hér­aðssak­sókn­ara hef­ur ákært fjóra, þrjá karla og eina konu vegna morðs­ins í Rauða­gerði. Ant­on Krist­inn Þór­ar­ins­son, eini Ís­lend­ing­ur­inn sem hafði stöðu sak­born­ings í mál­inu, er ekki einn þeirra.

Anton ekki meðal þeirra ákærðu
Anton mun leita réttar síns Steinbergur Finnbogason, lögmaður Antons Kristins Þórarinssonar, segir umbjóðanda sinn ætla leita réttar síns vegna rannsóknar lögreglu á morðinu í Rauðagerði þar sem Anton hafði stöðu sakbornings

Saksóknari hefur ákært fjóra, þrjá karla og eina konu, fyrir aðild að morðinu á Armando Beqiri í Rauðagerði 13. febrúar síðastliðinn.  Meðal þeirra er Angelin Sterkaj sem hefur játað að hafa orðið Armando Beqiri að bana með því að skjóta hann níu sinnum í bæði búk og höfuð. Anton Kristinn Þórarinsson, eini Íslendingurinn sem hafði stöðu sakbornings var ekki ákærður.

Anton sat í gæsluvarðhaldi vegna málsins og sætti í kjölfarið farbanni. Lögmaður hans, Steinbergur Finnbogason, var vikið úr stöðu verjanda eftir að hann var kallaður til skýrslutöku vegna málsins að ósk lögreglu. Fjórtán manns höfðu réttarstöðu sakborninga í rannsókn lögreglunnar á morðinu í Rauðagerði.

Anton mun leita réttar síns

Steinbergur sagði í samtali við Vísi að Anton muni leita réttar síns vegna rannsókn lögreglu. „Þetta er enn eitt augljósa dæmið um hvernig lögreglan fer stundum offari í rannsóknum sínum og yfirlýsingum,“ segir hann við Vísi. 

Þá sagði hann einnig að forsenda fyrir gæsluvarðhaldi, húsleit, farbanni og „alls kyns fjölmiðlayfirlýsingum dögum og vikum saman“ yrði að vera rökstuddur grunur um saknæmt athæfi og slíkur grunur hafi ekki fundist. „Umbjóðandi minn var með fjölskyldu sinni úti á landi þegar atburðurinn átti sér stað og kom þar einfaldlega hvergi nærri,“ sagði Steinbergur. 

Hann segir lögreglu hafa haldið uppi „leiktjöldum“ löngu eftir að rannsóknin hafði veikt grunsemdir til muna og að lögregla hafi beitt „bellibrögðum“ með því að fara fram á að víkja Steinbergi úr stöðu verjanda „fullkomlega að ástæðulausu eins og ljóst var allan tímann“. 

Steinbergur vildi ekki tjá sig um málið við Stundina þegar eftir því var leitað. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Morð í Rauðagerði

Verjandi í samskiptum við aðra sakborninga fyrir og eftir morðið
FréttirMorð í Rauðagerði

Verj­andi í sam­skipt­um við aðra sak­born­inga fyr­ir og eft­ir morð­ið

Stein­berg­ur Finn­boga­son, fyrr­ver­andi verj­andi Ant­ons Krist­ins Þór­ar­ins­son­ar sem var færð­ur í gæslu­varð­hald vegna rann­sókn­ar á morði í Rauða­gerði, var sam­kvæmt fjar­skipta­gögn­um lög­reglu í sam­skipt­um við aðra sak­born­inga í mál­inu fyr­ir og eft­ir að morð­ið var fram­ið. Vegna þessa hef­ur hann ver­ið kvadd­ur til skýrslu­töku í mál­inu og get­ur því ekki sinnt stöðu verj­anda. Stein­berg­ur hef­ur áð­ur ver­ið tal­inn af lög­reglu rjúfa mörk verj­anda og að­ila.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
4
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
2
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár