382. spurningaþraut: „Jaffa appelsínur eru sætar og safaríkar“

382. spurningaþraut: „Jaffa appelsínur eru sætar og safaríkar“

Hlekkur á þraut gærdagsins.

***

Fyrri aukaspurning.

Hver málaði málverkið sem sést á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað hét maðurinn sem varð forsætisráðherra Bretlands 10. maí 1940?

2.  Wilhelm Steinitz hét Austurríkismaður einn sem varð árið 1886 fyrsti opinberi heimsmeistarinn á tilteknu sviði og hélt titlinum þar til 1894 þegar hann glataði honum til Þjóðverjans Emanuels Laskers. Í hverju voru þeir heimsmeistarar?

3.  Eftir að hafa unnið góðan sigur í borgarstjórnarkosningum í Reyjavík árið 2010 lýsti Jón Gnarr því yfir að hann vildi aðeins starfa með þeim sem þekktu skikkanlega til ákveðinnar sjónvarpsseríu, sem var í miklu uppáhaldi hjá Jóni. Hvaða sería var það?

4.  Í hvaða borg gerist sú sjónvarpssería?

5.  Ein frægasta söngstjarna heimsins um þessar mundir verður fertug þann 4. september næstkomandi. Hvað heitir hún?

6.  Fertugur verður líka á þessu ári afar vinsæll spurningaleikur, sem meðal annars hefur verið gefinn út í íslenskri útgáfu oftar en einu sinni. Hvaða leikur er það?

7.  Hvaða fljót fellur um Jökuldal á Austurlandi?

8.  „Jaffa appelsínur eru sætar og safaríkar,“ sagði i einni af fyrstu sjónvarpsauglýsingum í íslenska sjónvarpinu. Hvar er Jaffa?

9.  Fyrsti McDonald's hamborgarastaðurinn var opnaður í Kaliforníu árið ... ja, hvaða ár? Var það 1930, 1940, 1950, 1960, 1970 eða 1980?

10.  Sögur herma að á níundu öld hafi kona nokkur komist á stól páfa í Róm, dulbúin sem karl. Sögurnar eru því miður bara þjóðsögur, en hvað á konan að hafa heitið?

***

Seinni aukaspurning.

Hvað heitir bíómyndin frá 1951 sem sjá má mynd úr hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Churchill.

2.  Skák.

3.  The Wire.

4.  Baltimore.

5.  Beyonce.

6.  Trivial Pursuit.

7.  Jökulsá á Dal.

8.  Ísrael.

9.  1940.

10.  Jóhanna.

***

Svör við aukaspurningum.

Málarinn sem spurt er um í þeirri fyrri var Juan Miro.

Kvikmyndin sem spurt er um í þeirri seinni er The African Queen eða Afríkudrottningin.

***

Hlekkur á þraut gærdagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár