***
Fyrri aukaspurning.
Hver málaði málverkið sem sést á myndinni hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Hvað hét maðurinn sem varð forsætisráðherra Bretlands 10. maí 1940?
2. Wilhelm Steinitz hét Austurríkismaður einn sem varð árið 1886 fyrsti opinberi heimsmeistarinn á tilteknu sviði og hélt titlinum þar til 1894 þegar hann glataði honum til Þjóðverjans Emanuels Laskers. Í hverju voru þeir heimsmeistarar?
3. Eftir að hafa unnið góðan sigur í borgarstjórnarkosningum í Reyjavík árið 2010 lýsti Jón Gnarr því yfir að hann vildi aðeins starfa með þeim sem þekktu skikkanlega til ákveðinnar sjónvarpsseríu, sem var í miklu uppáhaldi hjá Jóni. Hvaða sería var það?
4. Í hvaða borg gerist sú sjónvarpssería?
5. Ein frægasta söngstjarna heimsins um þessar mundir verður fertug þann 4. september næstkomandi. Hvað heitir hún?
6. Fertugur verður líka á þessu ári afar vinsæll spurningaleikur, sem meðal annars hefur verið gefinn út í íslenskri útgáfu oftar en einu sinni. Hvaða leikur er það?
7. Hvaða fljót fellur um Jökuldal á Austurlandi?
8. „Jaffa appelsínur eru sætar og safaríkar,“ sagði i einni af fyrstu sjónvarpsauglýsingum í íslenska sjónvarpinu. Hvar er Jaffa?
9. Fyrsti McDonald's hamborgarastaðurinn var opnaður í Kaliforníu árið ... ja, hvaða ár? Var það 1930, 1940, 1950, 1960, 1970 eða 1980?
10. Sögur herma að á níundu öld hafi kona nokkur komist á stól páfa í Róm, dulbúin sem karl. Sögurnar eru því miður bara þjóðsögur, en hvað á konan að hafa heitið?
***
Seinni aukaspurning.
Hvað heitir bíómyndin frá 1951 sem sjá má mynd úr hér að neðan?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Churchill.
2. Skák.
3. The Wire.
4. Baltimore.
5. Beyonce.
6. Trivial Pursuit.
7. Jökulsá á Dal.
8. Ísrael.
9. 1940.
10. Jóhanna.
***
Svör við aukaspurningum.
Málarinn sem spurt er um í þeirri fyrri var Juan Miro.
Kvikmyndin sem spurt er um í þeirri seinni er The African Queen eða Afríkudrottningin.
***
Athugasemdir