Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

377. spurningaþraut: Ríkasta kona heimsins? Sjaldséð farartæki?

377. spurningaþraut: Ríkasta kona heimsins? Sjaldséð farartæki?

Þraut frá í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Hver er konan á málverkinu hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvað heitir höfuðborgin í Sómalíu?

2.   Sputnik V. Hvað er það?

3.   Nýtt barnaleikrit í Þjóðleikhúsinu heitir eftir farartæki einu, sem er að vísu afar sjaldséð á Íslandi. En það er reyndar býsna sjaldséð yfirleitt — af ákveðnum ástæðum. Hvað heitir þetta leikrit?

4.   Martin Bormann hét maður. Hann hafði sig ekki mikið í sviðsljósinu en var aðstoðarmaður ... hvers?

5.   Hvað heitir hæsta fjallið á Vestfjörðum, 998 metra hátt, milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar?

6.   Árið 1968 var þekktur baráttumaður fyrir réttindum svartra í Bandaríkjunum myrtur úr launsátri. Hvað hét hann?

7.   Françoise Bettencourt Meyers er ríkasta kona í heimi. Hún á voðalega mikið af peningum. Hún er frönsk, 67 ára og primus motor í snyrtivörufyrirtæki sem afi hennar stofnaði á sínum tíma. Hvaða fyrirtæki er það?

8.   Hvar nam Helgi magri land samkvæmt fornum heimildum íslenskum?

9.   Egg eru einkar vítamínrík. Í þeim mun þó ekki að finna eitt tiltekið vítamín. Hvað er það?

10.   Þrjár konur á Íslandi munu bera nafnið Kolbrún  Benediktsdóttir. Ein þeirra er öðrum þekktari vegna starfs síns. Hvað gerir hún?  

***

Seinni aukaspurning:

Myndin hér að neðan var tekin á HM í fótbolta 1982. Sex andstæðingar Argentínumannsins Diego Maradona búast til að reyna að verjast honum og augljóst að þeir búast varla við að það takist. Þetta er ein frægasta ljósmyndin af snillingnum Maradona en hvaða tilheyrðu hinir óttaslegnu andstæðingar sex? 

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Mógadisjú.

2.   Rússneskt bóluefni gegn Covid-19.

3.   Kafbátur.

4.   Hitlers.

5.   Kaldbakur.

6.   Martin Luther King.

7.   L'Oréal.

8.   Í Eyjafirði.

9.   C.

10.   Hún er saksóknari. Lögfræðingur dugar ekki.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni má sjá Katrínu miklu, keisaraynju í Rússlandi á ofanverðri 18. öld.

Sexmenningarnir andspænis Maradona spiluðu fyrir landslið Belgíu. Myndin er raunar öööörlítið blekjandi, því Belgarnir sex höfðu verið í aukaspyrnuvegg sem var að rakna upp þegar Maradona fékk boltann. Og Belgar unnu reyndar leikinn 1-0.

***

Hlekkur á næstu þraut á undan þessari.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Þetta var eins og það væri verið að taka af mér barnið mitt“
7
Fréttir

„Þetta var eins og það væri ver­ið að taka af mér barn­ið mitt“

Ásta María H. Jen­sen seg­ir það hafa ver­ið mik­ið áfall þeg­ar hunda­rækt­andi mætti á heim­ili henn­ar og tók af henni hvolp sem hún hafði keypt. Ástæð­an var sú að rækt­and­inn hafði frétt að Ásta væri með geð­sjúk­dóm og treysti henni ekki leng­ur fyr­ir hund­in­um. Kær­u­nefnd vöru- og þjón­ustu­kaupa komst að þeirri nið­ur­stöðu að þessi fyr­ir­vara­lausa rift­un selj­and­ans hafi ver­ið ólög­mæt en Ásta fékk eng­ar bæt­ur, og held­ur ekki hvolp­inn sinn til baka
Hugmyndir að mögulegum aðgerðum fyrirferðarmiklar
10
FréttirLoftslagsvá

Hug­mynd­ir að mögu­leg­um að­gerð­um fyr­ir­ferð­ar­mikl­ar

Alls eru 150 að­gerð­ir í upp­færðri að­gerða­áætl­un í lofts­lags­mál­um. Lít­ill hluti þeirra eru bein­ar lofts­lags­að­gerð­ir sem bú­ið er að meta með til­liti til sam­drátt­ar fyr­ir ár­ið 2030, en alls eru 66 á hug­mynda­stigi. Formað­ur Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Ís­lands seg­ir svo­kall­að sjálf­stætt markmið rík­is­stjórn­ar­inn­ar um sam­drátt í los­un mark­laust bull og að at­vinnu­líf­ið hafi gef­ið lofts­lags­ráð­herr­an­um Guð­laugi Þór Þórð­ar­syni langt nef með við­brögð­um sín­um við áætl­un­inni í sum­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
5
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.
Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
9
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
10
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár