Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

377. spurningaþraut: Ríkasta kona heimsins? Sjaldséð farartæki?

377. spurningaþraut: Ríkasta kona heimsins? Sjaldséð farartæki?

Þraut frá í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Hver er konan á málverkinu hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvað heitir höfuðborgin í Sómalíu?

2.   Sputnik V. Hvað er það?

3.   Nýtt barnaleikrit í Þjóðleikhúsinu heitir eftir farartæki einu, sem er að vísu afar sjaldséð á Íslandi. En það er reyndar býsna sjaldséð yfirleitt — af ákveðnum ástæðum. Hvað heitir þetta leikrit?

4.   Martin Bormann hét maður. Hann hafði sig ekki mikið í sviðsljósinu en var aðstoðarmaður ... hvers?

5.   Hvað heitir hæsta fjallið á Vestfjörðum, 998 metra hátt, milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar?

6.   Árið 1968 var þekktur baráttumaður fyrir réttindum svartra í Bandaríkjunum myrtur úr launsátri. Hvað hét hann?

7.   Françoise Bettencourt Meyers er ríkasta kona í heimi. Hún á voðalega mikið af peningum. Hún er frönsk, 67 ára og primus motor í snyrtivörufyrirtæki sem afi hennar stofnaði á sínum tíma. Hvaða fyrirtæki er það?

8.   Hvar nam Helgi magri land samkvæmt fornum heimildum íslenskum?

9.   Egg eru einkar vítamínrík. Í þeim mun þó ekki að finna eitt tiltekið vítamín. Hvað er það?

10.   Þrjár konur á Íslandi munu bera nafnið Kolbrún  Benediktsdóttir. Ein þeirra er öðrum þekktari vegna starfs síns. Hvað gerir hún?  

***

Seinni aukaspurning:

Myndin hér að neðan var tekin á HM í fótbolta 1982. Sex andstæðingar Argentínumannsins Diego Maradona búast til að reyna að verjast honum og augljóst að þeir búast varla við að það takist. Þetta er ein frægasta ljósmyndin af snillingnum Maradona en hvaða tilheyrðu hinir óttaslegnu andstæðingar sex? 

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Mógadisjú.

2.   Rússneskt bóluefni gegn Covid-19.

3.   Kafbátur.

4.   Hitlers.

5.   Kaldbakur.

6.   Martin Luther King.

7.   L'Oréal.

8.   Í Eyjafirði.

9.   C.

10.   Hún er saksóknari. Lögfræðingur dugar ekki.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni má sjá Katrínu miklu, keisaraynju í Rússlandi á ofanverðri 18. öld.

Sexmenningarnir andspænis Maradona spiluðu fyrir landslið Belgíu. Myndin er raunar öööörlítið blekjandi, því Belgarnir sex höfðu verið í aukaspyrnuvegg sem var að rakna upp þegar Maradona fékk boltann. Og Belgar unnu reyndar leikinn 1-0.

***

Hlekkur á næstu þraut á undan þessari.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár