377. spurningaþraut: Ríkasta kona heimsins? Sjaldséð farartæki?

377. spurningaþraut: Ríkasta kona heimsins? Sjaldséð farartæki?

Þraut frá í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Hver er konan á málverkinu hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvað heitir höfuðborgin í Sómalíu?

2.   Sputnik V. Hvað er það?

3.   Nýtt barnaleikrit í Þjóðleikhúsinu heitir eftir farartæki einu, sem er að vísu afar sjaldséð á Íslandi. En það er reyndar býsna sjaldséð yfirleitt — af ákveðnum ástæðum. Hvað heitir þetta leikrit?

4.   Martin Bormann hét maður. Hann hafði sig ekki mikið í sviðsljósinu en var aðstoðarmaður ... hvers?

5.   Hvað heitir hæsta fjallið á Vestfjörðum, 998 metra hátt, milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar?

6.   Árið 1968 var þekktur baráttumaður fyrir réttindum svartra í Bandaríkjunum myrtur úr launsátri. Hvað hét hann?

7.   Françoise Bettencourt Meyers er ríkasta kona í heimi. Hún á voðalega mikið af peningum. Hún er frönsk, 67 ára og primus motor í snyrtivörufyrirtæki sem afi hennar stofnaði á sínum tíma. Hvaða fyrirtæki er það?

8.   Hvar nam Helgi magri land samkvæmt fornum heimildum íslenskum?

9.   Egg eru einkar vítamínrík. Í þeim mun þó ekki að finna eitt tiltekið vítamín. Hvað er það?

10.   Þrjár konur á Íslandi munu bera nafnið Kolbrún  Benediktsdóttir. Ein þeirra er öðrum þekktari vegna starfs síns. Hvað gerir hún?  

***

Seinni aukaspurning:

Myndin hér að neðan var tekin á HM í fótbolta 1982. Sex andstæðingar Argentínumannsins Diego Maradona búast til að reyna að verjast honum og augljóst að þeir búast varla við að það takist. Þetta er ein frægasta ljósmyndin af snillingnum Maradona en hvaða tilheyrðu hinir óttaslegnu andstæðingar sex? 

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Mógadisjú.

2.   Rússneskt bóluefni gegn Covid-19.

3.   Kafbátur.

4.   Hitlers.

5.   Kaldbakur.

6.   Martin Luther King.

7.   L'Oréal.

8.   Í Eyjafirði.

9.   C.

10.   Hún er saksóknari. Lögfræðingur dugar ekki.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni má sjá Katrínu miklu, keisaraynju í Rússlandi á ofanverðri 18. öld.

Sexmenningarnir andspænis Maradona spiluðu fyrir landslið Belgíu. Myndin er raunar öööörlítið blekjandi, því Belgarnir sex höfðu verið í aukaspyrnuvegg sem var að rakna upp þegar Maradona fékk boltann. Og Belgar unnu reyndar leikinn 1-0.

***

Hlekkur á næstu þraut á undan þessari.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár