Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

375. spurningaþraut: Bókaflokkar og ólympíuverðlaunahafar

375. spurningaþraut: Bókaflokkar og ólympíuverðlaunahafar

Þraut, já, síðan í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Ekki vildum við mæta karlinum hér að ofan svona á svipinn. Hver er þetta?

***

Aðalspurningar:

1.   Columbia, Challanger, Discovery, Atlantis og Endeavour. Hvaða listi er þetta?

2.   Ung stúlka heitir í raun og veru Jane en gengur yfirleitt undir nafninu Eleven eða jafnvel bara El. Hún hefur ýmsa dularfulla hæfileika. Eleven er ykkur að segja persóna í vinsælli Netflix-seríu. Hvað heitir serían sú?

3.   Vetrarvindar heitir bók, sem er ekki komin út og enginn veit hvenær hún kemur út. Fastlega er hins vegar búist við því að hún muni verða einhverjar 1.500 síður eða svo, þegar hún birtist loksins. Hún verður þá sjötta bindið í bókaflokki sem í munni flestra er kallaður ... hvað?

4.   Annar bókaflokkur taldi alls 47 bækur, en þær voru reyndar stuttar hver um sig. Bækurnar, sem komu út á íslensku, skrifaði hin norska Margit Sandemo. Hvað nefndist bókaflokkurinn hennar?

5.   Í hvaða hverfi Reykjavíkur er Guðríðarkirkja? Hér þarf nákvæmt svar.

6.   En hvar á landinu er hins vegar Glerárkirkja?

7.   Þann 17. júlí 1918 gerðist svolítið í borginni Ekaterínburg í Rússlandi. Því var að vísu haldið leyndu lengi framan af enda var um frekar voveiflegan atburð að ræða. Hvað gerðist þarna?

8.   Hver var fyrsti Íslendingurinn sem komst á verðlaunapall á ólympíuleikunum?

9.   En hver var næstur?

10.  En þriðji Íslendingurinn?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þessi kona, sem hér að neðan sést?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Þetta eru bandarísku geimskutlurnar.

2.   Stranger Things.

3.   Game of Thrones eða Krúnuleikar. Raunar heitir serían Söngvar um eld og ís en eftir vinsældir sjónvarpsseríunnar Krúnuleika hefur það nafn fest við bókaflokkinn.

4.   Ísfólkið.

5.   Grafarholti. Grafarvogshverfi er ekki rétt þótt kirkjan tilheyri formlega þeirri kirkjusókn, að mér skilst.

6.   Akureyri.

7.   Rússneska keisarafjölskyldan var myrt.

8.   Vilhjálmur Einarsson þríþrautarstökkvari.

9.   Bjarni Friðriksson júdómaður.

10.   Vala Flosadóttir stangarstökkvari.

***

Svör við aukaspurningum:

Prins Valíant.

Melinda Gates. Annaðhvort nafnið dugar.

***

Og loks hlekkur á þraut, já, síðan í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár