Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

375. spurningaþraut: Bókaflokkar og ólympíuverðlaunahafar

375. spurningaþraut: Bókaflokkar og ólympíuverðlaunahafar

Þraut, já, síðan í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Ekki vildum við mæta karlinum hér að ofan svona á svipinn. Hver er þetta?

***

Aðalspurningar:

1.   Columbia, Challanger, Discovery, Atlantis og Endeavour. Hvaða listi er þetta?

2.   Ung stúlka heitir í raun og veru Jane en gengur yfirleitt undir nafninu Eleven eða jafnvel bara El. Hún hefur ýmsa dularfulla hæfileika. Eleven er ykkur að segja persóna í vinsælli Netflix-seríu. Hvað heitir serían sú?

3.   Vetrarvindar heitir bók, sem er ekki komin út og enginn veit hvenær hún kemur út. Fastlega er hins vegar búist við því að hún muni verða einhverjar 1.500 síður eða svo, þegar hún birtist loksins. Hún verður þá sjötta bindið í bókaflokki sem í munni flestra er kallaður ... hvað?

4.   Annar bókaflokkur taldi alls 47 bækur, en þær voru reyndar stuttar hver um sig. Bækurnar, sem komu út á íslensku, skrifaði hin norska Margit Sandemo. Hvað nefndist bókaflokkurinn hennar?

5.   Í hvaða hverfi Reykjavíkur er Guðríðarkirkja? Hér þarf nákvæmt svar.

6.   En hvar á landinu er hins vegar Glerárkirkja?

7.   Þann 17. júlí 1918 gerðist svolítið í borginni Ekaterínburg í Rússlandi. Því var að vísu haldið leyndu lengi framan af enda var um frekar voveiflegan atburð að ræða. Hvað gerðist þarna?

8.   Hver var fyrsti Íslendingurinn sem komst á verðlaunapall á ólympíuleikunum?

9.   En hver var næstur?

10.  En þriðji Íslendingurinn?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þessi kona, sem hér að neðan sést?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Þetta eru bandarísku geimskutlurnar.

2.   Stranger Things.

3.   Game of Thrones eða Krúnuleikar. Raunar heitir serían Söngvar um eld og ís en eftir vinsældir sjónvarpsseríunnar Krúnuleika hefur það nafn fest við bókaflokkinn.

4.   Ísfólkið.

5.   Grafarholti. Grafarvogshverfi er ekki rétt þótt kirkjan tilheyri formlega þeirri kirkjusókn, að mér skilst.

6.   Akureyri.

7.   Rússneska keisarafjölskyldan var myrt.

8.   Vilhjálmur Einarsson þríþrautarstökkvari.

9.   Bjarni Friðriksson júdómaður.

10.   Vala Flosadóttir stangarstökkvari.

***

Svör við aukaspurningum:

Prins Valíant.

Melinda Gates. Annaðhvort nafnið dugar.

***

Og loks hlekkur á þraut, já, síðan í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár