Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

375. spurningaþraut: Bókaflokkar og ólympíuverðlaunahafar

375. spurningaþraut: Bókaflokkar og ólympíuverðlaunahafar

Þraut, já, síðan í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Ekki vildum við mæta karlinum hér að ofan svona á svipinn. Hver er þetta?

***

Aðalspurningar:

1.   Columbia, Challanger, Discovery, Atlantis og Endeavour. Hvaða listi er þetta?

2.   Ung stúlka heitir í raun og veru Jane en gengur yfirleitt undir nafninu Eleven eða jafnvel bara El. Hún hefur ýmsa dularfulla hæfileika. Eleven er ykkur að segja persóna í vinsælli Netflix-seríu. Hvað heitir serían sú?

3.   Vetrarvindar heitir bók, sem er ekki komin út og enginn veit hvenær hún kemur út. Fastlega er hins vegar búist við því að hún muni verða einhverjar 1.500 síður eða svo, þegar hún birtist loksins. Hún verður þá sjötta bindið í bókaflokki sem í munni flestra er kallaður ... hvað?

4.   Annar bókaflokkur taldi alls 47 bækur, en þær voru reyndar stuttar hver um sig. Bækurnar, sem komu út á íslensku, skrifaði hin norska Margit Sandemo. Hvað nefndist bókaflokkurinn hennar?

5.   Í hvaða hverfi Reykjavíkur er Guðríðarkirkja? Hér þarf nákvæmt svar.

6.   En hvar á landinu er hins vegar Glerárkirkja?

7.   Þann 17. júlí 1918 gerðist svolítið í borginni Ekaterínburg í Rússlandi. Því var að vísu haldið leyndu lengi framan af enda var um frekar voveiflegan atburð að ræða. Hvað gerðist þarna?

8.   Hver var fyrsti Íslendingurinn sem komst á verðlaunapall á ólympíuleikunum?

9.   En hver var næstur?

10.  En þriðji Íslendingurinn?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þessi kona, sem hér að neðan sést?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Þetta eru bandarísku geimskutlurnar.

2.   Stranger Things.

3.   Game of Thrones eða Krúnuleikar. Raunar heitir serían Söngvar um eld og ís en eftir vinsældir sjónvarpsseríunnar Krúnuleika hefur það nafn fest við bókaflokkinn.

4.   Ísfólkið.

5.   Grafarholti. Grafarvogshverfi er ekki rétt þótt kirkjan tilheyri formlega þeirri kirkjusókn, að mér skilst.

6.   Akureyri.

7.   Rússneska keisarafjölskyldan var myrt.

8.   Vilhjálmur Einarsson þríþrautarstökkvari.

9.   Bjarni Friðriksson júdómaður.

10.   Vala Flosadóttir stangarstökkvari.

***

Svör við aukaspurningum:

Prins Valíant.

Melinda Gates. Annaðhvort nafnið dugar.

***

Og loks hlekkur á þraut, já, síðan í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár