375. spurningaþraut: Bókaflokkar og ólympíuverðlaunahafar

375. spurningaþraut: Bókaflokkar og ólympíuverðlaunahafar

Þraut, já, síðan í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Ekki vildum við mæta karlinum hér að ofan svona á svipinn. Hver er þetta?

***

Aðalspurningar:

1.   Columbia, Challanger, Discovery, Atlantis og Endeavour. Hvaða listi er þetta?

2.   Ung stúlka heitir í raun og veru Jane en gengur yfirleitt undir nafninu Eleven eða jafnvel bara El. Hún hefur ýmsa dularfulla hæfileika. Eleven er ykkur að segja persóna í vinsælli Netflix-seríu. Hvað heitir serían sú?

3.   Vetrarvindar heitir bók, sem er ekki komin út og enginn veit hvenær hún kemur út. Fastlega er hins vegar búist við því að hún muni verða einhverjar 1.500 síður eða svo, þegar hún birtist loksins. Hún verður þá sjötta bindið í bókaflokki sem í munni flestra er kallaður ... hvað?

4.   Annar bókaflokkur taldi alls 47 bækur, en þær voru reyndar stuttar hver um sig. Bækurnar, sem komu út á íslensku, skrifaði hin norska Margit Sandemo. Hvað nefndist bókaflokkurinn hennar?

5.   Í hvaða hverfi Reykjavíkur er Guðríðarkirkja? Hér þarf nákvæmt svar.

6.   En hvar á landinu er hins vegar Glerárkirkja?

7.   Þann 17. júlí 1918 gerðist svolítið í borginni Ekaterínburg í Rússlandi. Því var að vísu haldið leyndu lengi framan af enda var um frekar voveiflegan atburð að ræða. Hvað gerðist þarna?

8.   Hver var fyrsti Íslendingurinn sem komst á verðlaunapall á ólympíuleikunum?

9.   En hver var næstur?

10.  En þriðji Íslendingurinn?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þessi kona, sem hér að neðan sést?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Þetta eru bandarísku geimskutlurnar.

2.   Stranger Things.

3.   Game of Thrones eða Krúnuleikar. Raunar heitir serían Söngvar um eld og ís en eftir vinsældir sjónvarpsseríunnar Krúnuleika hefur það nafn fest við bókaflokkinn.

4.   Ísfólkið.

5.   Grafarholti. Grafarvogshverfi er ekki rétt þótt kirkjan tilheyri formlega þeirri kirkjusókn, að mér skilst.

6.   Akureyri.

7.   Rússneska keisarafjölskyldan var myrt.

8.   Vilhjálmur Einarsson þríþrautarstökkvari.

9.   Bjarni Friðriksson júdómaður.

10.   Vala Flosadóttir stangarstökkvari.

***

Svör við aukaspurningum:

Prins Valíant.

Melinda Gates. Annaðhvort nafnið dugar.

***

Og loks hlekkur á þraut, já, síðan í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár