374. spurningaþraut: Hvaða ríki á þennan fána? og fleira

374. spurningaþraut: Hvaða ríki á þennan fána? og fleira

Hér er þraut frá í gær. Prófið hana!

***

Fyrri aukaspurning:

Hvaða ríki hér í heimi á þann fána sem hér að ofan sést?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvað stendur skammstöfunin www fyrir þegar um netið er að ræða?

2.   Hvað heitir Suður-Afríkumaðurinn sem knýr áfram geimferðafyrirtækið SpaceX, bílafyrirtækið Tesla og fleira?

3.   Hver voru tvö síðustu ríkin sem fengu aðild að Bandaríkjunum? Nefna þarf þau bæði?

4.   Ekki er ósennilegt að í náinni framtíð verði tveimur bætt við. Þar er annars vegar um að ræða eyju í Karíbahafi sem heitir ...?

5.   En hins vegar fer borg nokkur á bandarísku landsvæði fram á að henni verði veitt tign sérstaks ríkis. Hver er sú borg?

6.   Hver sagði: „Veit ég það, Sveinki!“

7.   Hver er forsætisráðherra („first minister“) á Skotlandi?

8.   Um hvern var að tefla þegar Jesú sagði: „Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum?“

9.   Hver var fyrsta konan sem varð formaður gamalgróins stjórnmálaflokks beggja kynja á Íslandi?

10.   Hvaða poppstjarna birtist á dögunum léttklædd á forsíðu tískutímaritsins Vogue?

***

Seinni aukaspurning:

Sú illskeytta gyðja tímans, sköpunar, eyðileggingar og valds, sem sést á myndinni hér að neðan, heitir ...?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   World Wide Web.

2.   Musk.

3.   Alaska og Havaí.

4.   Puerto Rico.

5.   Höfuðborgin Washington.

6.   Jón Arason biskup.

7.   Nicola Sturgeon. Eftirnafnið dugar.

8.   „Bersyndugu“ konuna. María Magdalena er EKKI rétt, því hvergi í guðspjöllunum er minnst á að það hafi verið hún.

9.   Margrét Frímannsdóttir.

10.   Billie Eilish.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri mynd er fáni Víetnam.

Gyðja sú úr Hindúasið sem sést á neðri myndinni heitir Kalí.

***

Hér er gærdagsþrautin.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár