Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

374. spurningaþraut: Hvaða ríki á þennan fána? og fleira

374. spurningaþraut: Hvaða ríki á þennan fána? og fleira

Hér er þraut frá í gær. Prófið hana!

***

Fyrri aukaspurning:

Hvaða ríki hér í heimi á þann fána sem hér að ofan sést?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvað stendur skammstöfunin www fyrir þegar um netið er að ræða?

2.   Hvað heitir Suður-Afríkumaðurinn sem knýr áfram geimferðafyrirtækið SpaceX, bílafyrirtækið Tesla og fleira?

3.   Hver voru tvö síðustu ríkin sem fengu aðild að Bandaríkjunum? Nefna þarf þau bæði?

4.   Ekki er ósennilegt að í náinni framtíð verði tveimur bætt við. Þar er annars vegar um að ræða eyju í Karíbahafi sem heitir ...?

5.   En hins vegar fer borg nokkur á bandarísku landsvæði fram á að henni verði veitt tign sérstaks ríkis. Hver er sú borg?

6.   Hver sagði: „Veit ég það, Sveinki!“

7.   Hver er forsætisráðherra („first minister“) á Skotlandi?

8.   Um hvern var að tefla þegar Jesú sagði: „Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum?“

9.   Hver var fyrsta konan sem varð formaður gamalgróins stjórnmálaflokks beggja kynja á Íslandi?

10.   Hvaða poppstjarna birtist á dögunum léttklædd á forsíðu tískutímaritsins Vogue?

***

Seinni aukaspurning:

Sú illskeytta gyðja tímans, sköpunar, eyðileggingar og valds, sem sést á myndinni hér að neðan, heitir ...?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   World Wide Web.

2.   Musk.

3.   Alaska og Havaí.

4.   Puerto Rico.

5.   Höfuðborgin Washington.

6.   Jón Arason biskup.

7.   Nicola Sturgeon. Eftirnafnið dugar.

8.   „Bersyndugu“ konuna. María Magdalena er EKKI rétt, því hvergi í guðspjöllunum er minnst á að það hafi verið hún.

9.   Margrét Frímannsdóttir.

10.   Billie Eilish.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri mynd er fáni Víetnam.

Gyðja sú úr Hindúasið sem sést á neðri myndinni heitir Kalí.

***

Hér er gærdagsþrautin.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár