Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

374. spurningaþraut: Hvaða ríki á þennan fána? og fleira

374. spurningaþraut: Hvaða ríki á þennan fána? og fleira

Hér er þraut frá í gær. Prófið hana!

***

Fyrri aukaspurning:

Hvaða ríki hér í heimi á þann fána sem hér að ofan sést?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvað stendur skammstöfunin www fyrir þegar um netið er að ræða?

2.   Hvað heitir Suður-Afríkumaðurinn sem knýr áfram geimferðafyrirtækið SpaceX, bílafyrirtækið Tesla og fleira?

3.   Hver voru tvö síðustu ríkin sem fengu aðild að Bandaríkjunum? Nefna þarf þau bæði?

4.   Ekki er ósennilegt að í náinni framtíð verði tveimur bætt við. Þar er annars vegar um að ræða eyju í Karíbahafi sem heitir ...?

5.   En hins vegar fer borg nokkur á bandarísku landsvæði fram á að henni verði veitt tign sérstaks ríkis. Hver er sú borg?

6.   Hver sagði: „Veit ég það, Sveinki!“

7.   Hver er forsætisráðherra („first minister“) á Skotlandi?

8.   Um hvern var að tefla þegar Jesú sagði: „Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum?“

9.   Hver var fyrsta konan sem varð formaður gamalgróins stjórnmálaflokks beggja kynja á Íslandi?

10.   Hvaða poppstjarna birtist á dögunum léttklædd á forsíðu tískutímaritsins Vogue?

***

Seinni aukaspurning:

Sú illskeytta gyðja tímans, sköpunar, eyðileggingar og valds, sem sést á myndinni hér að neðan, heitir ...?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   World Wide Web.

2.   Musk.

3.   Alaska og Havaí.

4.   Puerto Rico.

5.   Höfuðborgin Washington.

6.   Jón Arason biskup.

7.   Nicola Sturgeon. Eftirnafnið dugar.

8.   „Bersyndugu“ konuna. María Magdalena er EKKI rétt, því hvergi í guðspjöllunum er minnst á að það hafi verið hún.

9.   Margrét Frímannsdóttir.

10.   Billie Eilish.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri mynd er fáni Víetnam.

Gyðja sú úr Hindúasið sem sést á neðri myndinni heitir Kalí.

***

Hér er gærdagsþrautin.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár