Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Samherjamálið í DNB orðið að pólitísku hitamáli í Noregi

Við­skipta­ráð­herra Nor­egs ætl­ar að funda með DNB-bank­an­um út af Sam­herja­mál­inu. Sex millj­arða sekt DNB og svört skýrsla um mál­ið voru kynnt í dag. Fjöl­miðl­ar í Nor­egi kalla eft­ir að ein­hver inn­an DNB sýni ábyrgð í mál­inu.

Samherjamálið í DNB orðið að pólitísku hitamáli í Noregi
Kallað eftir ábyrgð Stjórnvöld í Noregi ætla að funda með DNB-bankanum eftir sex milljarða sektargreiðslu bankans og svart skýrslu um Samherjamálið. Kjerstin Braathen er forstjóri DNB og nýtur hún traust stjórnar bankans.

Rúmlega sex milljarða króna sektargreiðsla norska ríkisbankans DNB vegna brota á lögum um varnir gegn peningaþvætti í viðskiptasambandi hans við Samherja er orðin að pólitísku hitamáli í Noregi. Greint var frá sektargreiðslunni í morgun. Það er norska fjármálaeftirlitið sem leggur sektina á DNB-bankann en hann er að hluta til í eigu norska ríkisins. 

Samhliða var birt skýrsla um viðskiptasamband DNB við Samherja þar sem fjármálaeftirlitð fettir fingur út í fjölmörg atriði í viðskiptum Samherja og bankans, meðal annars það hvernig félagið Cape Cod í skattaskjólinu Marshall-eyjum gat verið viðskiptavinur bankans í áraraðir án þess að bankinn hefði staðfestar upplýsingar um eignarhald félagsins. 

Inntakið í gagnrýni fjármálaeftirlitsins er að DNB hafi í mörgum tilfellum - ekki bara í Samherjamálinu - brotið gegn lögum um eftirlit með peningaþvætti með því að krefja viðskiptavini bankans ekki um fullnægjandi upplýsingar um eignarhald félaga sem stunduðu viðskipti í gegnum bankann. 

Ráðuneytið vill fund með DNB

Nú hefur viðskiptaráðherra Noregs, Iselin Nybø, kallað eftir fundi með stjórn DNB vegna málsins. „Það er eðlilegt að ríkið sem eigandi setji sig inn í þá gagnrýni sem komið hefur fram. Ráðuneytið hefur farið fram á fund með stjórnarmönnum í DNB til að fá upplýsingar um málið.“ Þetta er haft eftir Nybø í norska viðskiptablaðinu Dagens Næringsliv. 

„Ráðuneytið hefur farið fram á fund með stjórnarmönnum í DNB til að fá upplýsingar um málið“

Í frétt norska blaðsins er haft eftir fleiri aðilum í norsku stjórnmálalífi að málið sé alvarlegt og að það kunni að hafa afleiðingar. „Þetta er mjög alvarlegt,“ er haft talsmanni stjórnmálaflokksins SV í efnahagsmálum, Kari Elisabeth Kaski. 

Hvar liggur ábyrgðin?

Blaðamenn í Noregi eru farnir að spyrja spurninga um hver það er sem á endanum ber ábyrgð á því að þessi stærsti banki Noregs gat klúðrað eftirliti sínu með viðskiptavinum sínum með þessum hætti. Í skýrslum fjármálaeftirlitsins norska er fullyrt að bankinn hafi brotið lög um eftirlit með peningaþvætti. Svo virðist sem kallað sé eftir því að einhver innan DNB taki ábyrgð í málinu. 

Tekið skal fram að ekki er fullyrt að Samherji hafi sjálfur stundað peningaþvætti í gegnum bankann. En þetta er eitt af þeim atriðum sem er til rannsóknar í Samherjamálinu á Íslandi og í Namibíu. DNB er því sagður hafi brotið lög með eftirlitsleysi sínu gagnvart félögum Samherja og þess vegna er bankinn sektaður um rúma sex milljarða. 

Í viðtali við Dagens Næringsliv segir Kjerstin Braathen að það sé hún sem á endanum beri ábyrgð á málinu. Braathen tók samt bara við sem forstjóri DNB í september 2019, tveimur mánuðum áður en Samherjamálið í Namibíu kom fram í dagsljósið. „Sumir af þessum hlutum, eins og Samherjamálið, eru gömul mál.[…] En það er ég sem forstjóri samstæðunnar og það er ég sem á endanum ber æðstu ábyrgðina fyrir hönd DNB og við tökum gagnrýnina mjög alvarlega,“ segir Braathen. 

Aðspurð hvort hún hafi íhugað stöðu sína vegna Samherjamálsins segir Braathen að spyrja þurf stjórn bankans að því. Í frétt Dagens Næringsliv staðfestir stjórnarformaður DNB, Olaug Svarva, að Braathen njóti trausts stjórnarinnar. 

Eins og er hefur því enginn innan DNB verið látinn sæta ábyrgð vegna Samherjamálsins  í DNB og staðfestir Braathen þetta í samtali við Dagens Næringsliv. Miðað við viðbrögð norskra stjórnmálamanna þá gæti þetta hins vegar breyst.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
„Samherji gegndi lykilhlutverki í þessu hneyksli“ - Opið bréf til forsætisráðherra frá Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

„Sam­herji gegndi lyk­il­hlut­verki í þessu hneyksli“ - Op­ið bréf til for­sæt­is­ráð­herra frá Namib­íu

Slétt­um fjór­um ár­um eft­ir að ljóstr­að var upp um fram­ferði Sam­herja í Namib­íu kall­ar leið­togi namib­ísku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar eft­ir því að ís­lensk stjórn­völd taki ábyrgð, í opnu bréfi til for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands. Hundrað millj­óna rík­is­styrk­ur til Sam­herja vek­ur reiði í Namib­íu.
Lögmaður namibískra sjómanna við Samherja: „Borgið það sem þið skuldið þeim“
RannsóknirSamherjaskjölin

Lög­mað­ur namib­ískra sjó­manna við Sam­herja: „Borg­ið það sem þið skuld­ið þeim“

Lög­mað­ur skip­verj­anna tutt­ugu og þriggja sem dæmd­ar voru bæt­ur vegna ólög­legr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, kall­ar eft­ir því að Ís­lend­ing­ar axli ábyrgð á fram­komu sinni í Namib­íu. Það stand­ist enga skoð­un að Sam­herji hafi ekki vit­að af mál­inu. For­stjóri Sam­herja lof­aði því að fyr­ir­tæk­ið myndi sjá til þess að stað­ið yrði við all­ar skuld­bind­ing­ar og sér­stak­lega hug­að að sjó­mönn­um sem starf­að hefðu fyr­ir fé­lag­ið.
Namibískir sjómenn stefna Samherjamanni eftir tveggja ára bið eftir bótum
FréttirSamherjaskjölin

Namib­ísk­ir sjó­menn stefna Sam­herja­manni eft­ir tveggja ára bið eft­ir bót­um

Á þriðja tug namib­ískra sjó­manna sem voru dæmd­ar bæt­ur vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, hafa enn ekki feng­ið þær greidd­ar. Lög­mað­ur þeirra gagn­rýn­ir for­svars­menn Sam­herja fyr­ir að gang­ast ekki við ábyrgð sinni og hef­ur nú stefnt ein­um stjórn­anda Sam­herja og dótt­ur­fé­lagi þess, fyr­ir dóm í Namib­íu.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár