Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

373. spurningaþraut: Hvaða land hvarf af landakortinu?

373. spurningaþraut: Hvaða land hvarf af landakortinu?

Sé klikkað á þennan hlekk hér, þá birtist þrautin frá því í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir eldfjallið sem þarna gýs á eyju nokkurri árið 2019?

***

Aðalspurningar:

1.   Land nokkurt í Evrópu var eitt af þeim stærstu og voldugustu í álfunni á sínum tíma en fór svo að hnigna og nálæg ríki hirtu af því æ stærri bita 1772, 1793 og 1794, uns það var loks alveg horfið af landakortinu. Hvaða land er hér um að ræða?

2.   Bíómynd ein var gerð árið 1994 og þar leika Tim Robbins og Morgan Freeman aðalhlutverkin auk þess sem stjarna úr svarthvítu myndunum, Rita Hayworth, kemur nokkuð við sögu. Hún leikur þó ekki í myndinni, enda dó hún 7 árum áður en myndin var gerð. En hvað heitir þessi bíómynd?

3.   Myndin er gerð eftir sögu rithöfundar sem heitir ...?

4.   Eftir hvern er leikritið Sölumaður deyr?

5.   „Beat It“ heitir fjögurra mínútna og átján sekúndna langt lag sem kom út á stórri hljómplötu seint á árinu 1982. Platan varð sú vinsælasta í sögunni. Hvað heitir þessi plata?

6.   Á plötunni syngur og leikur einn harla frægur tónlistarmaður sem einnig semur öll lögin. Og þó — eitt lag, „This Girl Is Mine“, er samið og sungið af öðrum frægum músíkant í félagi við aðalmanninn. Hvað heitir þessi eini gestur á plötunni?

7.   Hvað hét eiginkona Seifs þrumuguðs Forn-Grikkja?

8.   „Skaltu það muna, vesall maður, meðan þú lifir að kona hefur barið þig.“ Í hvaða sögu koma þessi orð fyrir?

9.   Ríkið Austur-Tímor varð sjálfstætt árið 2002 þegar það braust undan ... hvaða ríki öðru?

10.   Hvaðan er leikarinn víðfrægi Anthony Hopkins? Hér verður svarið að vera nákvæmt.

***

Seinni aukaspurning:

Konan á myndinni hér að neðan heitir Ilona Staller en meðan hún var sem frægust, þá var hún reyndar kunn undir öðru nafni. Hún hefur fengist við ýmislegt um ævina, en nefnið þau TVÖ störf — býsna ólík — sem hún var kunnust fyrir að gegna fyrir um 30 árum. Nefna verður bæði til að fá rétt.

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Pólland.

2.   Shawshank Redemption.

3.   Stephen King.

4.   Miller.

5.   Thriller.

6.   Paul McCartney.

7.   Hera.

8.   Gíslasögu Súrssonar.

9.   Indónesíu.

10.   Veils. Ekki dugar að segja Bretland, hvað þá England!

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er eldfjallið Stromboli á samnefndri smáeyju út af Ítalíuströndum, en það gýs oftar en ekki.

Á neðri myndinni er ítalska KLÁMSTJARNAN Cicciolina sem sat um tíma sem ÞINGMAÐUR á ítalska þinginu.

***

Þá birtist þrautin frá því í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár