Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

373. spurningaþraut: Hvaða land hvarf af landakortinu?

373. spurningaþraut: Hvaða land hvarf af landakortinu?

Sé klikkað á þennan hlekk hér, þá birtist þrautin frá því í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir eldfjallið sem þarna gýs á eyju nokkurri árið 2019?

***

Aðalspurningar:

1.   Land nokkurt í Evrópu var eitt af þeim stærstu og voldugustu í álfunni á sínum tíma en fór svo að hnigna og nálæg ríki hirtu af því æ stærri bita 1772, 1793 og 1794, uns það var loks alveg horfið af landakortinu. Hvaða land er hér um að ræða?

2.   Bíómynd ein var gerð árið 1994 og þar leika Tim Robbins og Morgan Freeman aðalhlutverkin auk þess sem stjarna úr svarthvítu myndunum, Rita Hayworth, kemur nokkuð við sögu. Hún leikur þó ekki í myndinni, enda dó hún 7 árum áður en myndin var gerð. En hvað heitir þessi bíómynd?

3.   Myndin er gerð eftir sögu rithöfundar sem heitir ...?

4.   Eftir hvern er leikritið Sölumaður deyr?

5.   „Beat It“ heitir fjögurra mínútna og átján sekúndna langt lag sem kom út á stórri hljómplötu seint á árinu 1982. Platan varð sú vinsælasta í sögunni. Hvað heitir þessi plata?

6.   Á plötunni syngur og leikur einn harla frægur tónlistarmaður sem einnig semur öll lögin. Og þó — eitt lag, „This Girl Is Mine“, er samið og sungið af öðrum frægum músíkant í félagi við aðalmanninn. Hvað heitir þessi eini gestur á plötunni?

7.   Hvað hét eiginkona Seifs þrumuguðs Forn-Grikkja?

8.   „Skaltu það muna, vesall maður, meðan þú lifir að kona hefur barið þig.“ Í hvaða sögu koma þessi orð fyrir?

9.   Ríkið Austur-Tímor varð sjálfstætt árið 2002 þegar það braust undan ... hvaða ríki öðru?

10.   Hvaðan er leikarinn víðfrægi Anthony Hopkins? Hér verður svarið að vera nákvæmt.

***

Seinni aukaspurning:

Konan á myndinni hér að neðan heitir Ilona Staller en meðan hún var sem frægust, þá var hún reyndar kunn undir öðru nafni. Hún hefur fengist við ýmislegt um ævina, en nefnið þau TVÖ störf — býsna ólík — sem hún var kunnust fyrir að gegna fyrir um 30 árum. Nefna verður bæði til að fá rétt.

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Pólland.

2.   Shawshank Redemption.

3.   Stephen King.

4.   Miller.

5.   Thriller.

6.   Paul McCartney.

7.   Hera.

8.   Gíslasögu Súrssonar.

9.   Indónesíu.

10.   Veils. Ekki dugar að segja Bretland, hvað þá England!

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er eldfjallið Stromboli á samnefndri smáeyju út af Ítalíuströndum, en það gýs oftar en ekki.

Á neðri myndinni er ítalska KLÁMSTJARNAN Cicciolina sem sat um tíma sem ÞINGMAÐUR á ítalska þinginu.

***

Þá birtist þrautin frá því í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
1
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu