***
Fyrri aukaspurning:
Hvað heitir konan sem sést hér að ofan með stjúpsonum sínum tveim? (Hugsanlega sjást drengirnir samt ekki í einhverjum snjallsímum. En þeir eru þarna samt, drengirnir!)
***
Aðalspurningar:
1. Árið 1904 var stofnað fyrirbæri sem hefur síðan verið við lýði og er skammstafað TASS. Hvaða fyrirbæri er þetta?
2. Í hvaða landi var Skátahreyfingin stofnuð?
3. Stjórnarbyltingar hafa misjafnt orð á sér. Ein bylting þótti takast svo vel að hún hefur æ síðan verið kölluð „dýrðlega byltingin“ — á ensku er notað orðalagið „the glorious revolution“. Hvar var þessi bylting gerð?
4. Svokölluð „flauelsbylting“ var hins vegar gerð árið 1989 ... hvar?
5. Hvaða enska fótboltafélag hefur aðsetur á Stamford Bridge?
6. Hvaða hljómsveit flutti lagið Live and Let Die í samnefndri James Bond-kvikmynd?
7. En hvaða hljómsveit söng og lék James-Bond-lagið A View to a Kill?
8. Hver fékk á dögunum Óskarsverðlaun fyrir besta leik kvenna í aðalhlutverki?
9. Ung söngkona var framan af einna helst heimsfræg fyrir áralangt og nokkuð rysjótt samband sitt við söngvarann Justin Bieber, en hún er raunar mjög vinsæl upp á sitt eindæmi og lög hennar og plötur seljast í milljónavís. Stóru plöturnar hennar heita Stars Dance, Revival og Rare. Fyrir rúmum mánuði gaf hún út stuttskífu að nafni Revelacíon, þar sem hún syngur aðallega á spænsku. Hvað heitir hún?
10. En fyrrnefndur Bieber, frá hvaða landi er hann annars?
***
Seinni aukaspurning:
Hver er karlmaðurinn sem heilsar svo reffilega hægra megin á myndinni?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Rússnesk fréttastofa.
2. Bretlandi.
3. Bretlandi. Það er stjórnskipunarleg spurning hvort sameinað Bretland var þá orðið til formlega, en við látum Bretland duga hér.
4. Í Tékkóslóvakíu. Landið Tékkland var þá ekki orðið til.
5. Chelsea.
6. Wings. Paul McCartney dugar ekki, öll hljómsveit flutti lagið.
7. Duran Duran.
8. McDormand.
9. Selena Gomez.
10. Kanada.
***
Svör við aukaspurningum:
Konan á efri myndinni heitir Jill og ber nú eftirnafnið Biden.
Karlinn á neðri myndinni er Albert Speer arkitekt og hergagnaframleiðslsuráðherra Adolfs Hitlers.
***
Athugasemdir