Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

372. spurningaþraut: James Bond-lög og stjórnarbyltingar, er það ekki sniðugt?

372. spurningaþraut: James Bond-lög og stjórnarbyltingar, er það ekki sniðugt?

Gærdagsrautin.

***

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir konan sem sést hér að ofan með stjúpsonum sínum tveim? (Hugsanlega sjást drengirnir samt ekki í einhverjum snjallsímum. En þeir eru þarna samt, drengirnir!)

***

Aðalspurningar:

1.   Árið 1904 var stofnað fyrirbæri sem hefur síðan verið við lýði og er skammstafað TASS. Hvaða fyrirbæri er þetta?

2.   Í hvaða landi var Skátahreyfingin stofnuð?

3.   Stjórnarbyltingar hafa misjafnt orð á sér. Ein bylting þótti takast svo vel að hún hefur æ síðan verið kölluð „dýrðlega byltingin“ — á ensku er notað orðalagið „the glorious revolution“. Hvar var þessi bylting gerð?

4.   Svokölluð „flauelsbylting“ var hins vegar gerð árið 1989 ... hvar?

5.   Hvaða enska fótboltafélag hefur aðsetur á Stamford Bridge?

6.   Hvaða hljómsveit flutti lagið Live and Let Die í samnefndri James Bond-kvikmynd?

7.   En hvaða hljómsveit söng og lék James-Bond-lagið A View to a Kill?

8.   Hver fékk á dögunum Óskarsverðlaun fyrir besta leik kvenna í aðalhlutverki?

9.   Ung söngkona var framan af einna helst heimsfræg fyrir áralangt og nokkuð rysjótt samband sitt við söngvarann Justin Bieber, en hún er raunar mjög vinsæl upp á sitt eindæmi og lög hennar og plötur seljast í milljónavís. Stóru plöturnar hennar heita Stars Dance, Revival og Rare. Fyrir rúmum mánuði gaf hún út stuttskífu að nafni Revelacíon, þar sem hún syngur aðallega á spænsku. Hvað heitir hún?

10.   En fyrrnefndur Bieber, frá hvaða landi er hann annars?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er karlmaðurinn sem heilsar svo reffilega hægra megin á myndinni?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Rússnesk fréttastofa.

2.   Bretlandi.

3.   Bretlandi. Það er stjórnskipunarleg spurning hvort sameinað Bretland var þá orðið til formlega, en við látum Bretland duga hér.

4.   Í Tékkóslóvakíu. Landið Tékkland var þá ekki orðið til.

5.   Chelsea.

6.   Wings. Paul McCartney dugar ekki, öll hljómsveit flutti lagið.

7.   Duran Duran.

8.   McDormand.

9.   Selena Gomez.

10.   Kanada.

***

Svör við aukaspurningum:

Joe, Beau, Jill, Hunter... frá vinstri.

Konan á efri myndinni heitir Jill og ber nú eftirnafnið Biden.

Karlinn á neðri myndinni er Albert Speer arkitekt og hergagnaframleiðslsuráðherra Adolfs Hitlers.

***

Þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
2
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
4
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár