371. spurningaþraut: Ballet, verkalýðsfélag, höfuðborgir, Julia Marguiles

371. spurningaþraut: Ballet, verkalýðsfélag, höfuðborgir, Julia Marguiles

Hér er hlekkur á þrautina frá í gær, sem öll snýst um Bítlana.

***

Fyrri aukaspurning:

Hvaða stöðuvatn má sjá á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Hver er syðsta höfuðborg sjálfstæðs ríkis í veröldinni?

2.   En sú nyrsta?

3.   „Verkalýðsfélag eða stéttarfélag er félagsskapur sem vinnur að því að bæta kjör og verja hagsmuni verkafólks. Í slíkum félögum eru eingöngu þeir sem selja vinnuafl sitt, þ.e. ef félagið stendur undir nafni.“ Hvaða starfsstétt á Íslandi stofnaði árið 1887 fyrsta stéttarfélagið sem stendur undir nafni samkvæmt skilgreiningunni hér að ofan?

4.   Hvaða fyrrverandi þingmaður á Alþingi Íslendinga stundaði nám við The Royal Ballet School í London?

5.   „Að sigra heiminn er eins og að spila á spil með speklingslegum svip og taka í nefið. (Og allt með glöðu geði er gjarnan sett að veði.) Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til, því það var nefnilega vitlaust gefið.“ Hver samdi þennan texta?

6.   Björn Þór Sigbjörnsson er einn umsjónarmanna Morgunvaktarinnar. Það er útvarpsþáttur — en á hvaða rás?

7.   Í hvaða landi er Góðrarvonarhöfði?

8.   Julianna Margulies lék í eitthvað um 15 ár í mjög vinsælum bandarískum sjónvarpsþáttum kringum aldamótin. Hvað hétu þættirnir?

9.   Hvaða vopn notuðu morðingjar Juliusar Caesars til að drepa hann?

10.   Hvaða samtök eru FIFA?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða alþjóðlega stórfyrirtæki hefur lógóið sem sjá má á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Wellington, Nýja-Sjálandi.

2.   Reykjavík.

3.   Prentarar.

4.   Þórhildur Þorleifsdóttir.

5.   Steinn Steinarr.

6.   Rás eitt.

7.   Suður-Afríku.

8.   ER, Bráðavaktin.

9.   Rýtinga, hnífa. Að nefna sverð er alrangt.

10.   Alþjóðafótboltasambandið.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Kleifarvatn.

Á neðri myndinni er vörumerkið lyfjafyrirtækisins AstraZeneca.

***

Þrautin frá í gær, Bítlaþrautin svokallaða.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár