Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

371. spurningaþraut: Ballet, verkalýðsfélag, höfuðborgir, Julia Marguiles

371. spurningaþraut: Ballet, verkalýðsfélag, höfuðborgir, Julia Marguiles

Hér er hlekkur á þrautina frá í gær, sem öll snýst um Bítlana.

***

Fyrri aukaspurning:

Hvaða stöðuvatn má sjá á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Hver er syðsta höfuðborg sjálfstæðs ríkis í veröldinni?

2.   En sú nyrsta?

3.   „Verkalýðsfélag eða stéttarfélag er félagsskapur sem vinnur að því að bæta kjör og verja hagsmuni verkafólks. Í slíkum félögum eru eingöngu þeir sem selja vinnuafl sitt, þ.e. ef félagið stendur undir nafni.“ Hvaða starfsstétt á Íslandi stofnaði árið 1887 fyrsta stéttarfélagið sem stendur undir nafni samkvæmt skilgreiningunni hér að ofan?

4.   Hvaða fyrrverandi þingmaður á Alþingi Íslendinga stundaði nám við The Royal Ballet School í London?

5.   „Að sigra heiminn er eins og að spila á spil með speklingslegum svip og taka í nefið. (Og allt með glöðu geði er gjarnan sett að veði.) Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til, því það var nefnilega vitlaust gefið.“ Hver samdi þennan texta?

6.   Björn Þór Sigbjörnsson er einn umsjónarmanna Morgunvaktarinnar. Það er útvarpsþáttur — en á hvaða rás?

7.   Í hvaða landi er Góðrarvonarhöfði?

8.   Julianna Margulies lék í eitthvað um 15 ár í mjög vinsælum bandarískum sjónvarpsþáttum kringum aldamótin. Hvað hétu þættirnir?

9.   Hvaða vopn notuðu morðingjar Juliusar Caesars til að drepa hann?

10.   Hvaða samtök eru FIFA?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða alþjóðlega stórfyrirtæki hefur lógóið sem sjá má á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Wellington, Nýja-Sjálandi.

2.   Reykjavík.

3.   Prentarar.

4.   Þórhildur Þorleifsdóttir.

5.   Steinn Steinarr.

6.   Rás eitt.

7.   Suður-Afríku.

8.   ER, Bráðavaktin.

9.   Rýtinga, hnífa. Að nefna sverð er alrangt.

10.   Alþjóðafótboltasambandið.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Kleifarvatn.

Á neðri myndinni er vörumerkið lyfjafyrirtækisins AstraZeneca.

***

Þrautin frá í gær, Bítlaþrautin svokallaða.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár