***
Þessi þraut fjallar öll um Bítlana.
Skoðið myndina hér að ofan. Hver er maðurinn sem situr þarna við borð með Bítlunum?
***
Aðalspurningar:
1. Bítlarnir komu frá borg einni á Bretlandi. Hver er sú?
2. Hvað nefndist sá klúbbur þar í borg sem Bítlarnir voru mjög tengdir áður en þeir slógu í gegn á heimsvísu?
3. Áður en Bítlarnir urðu heimsfrægir spiluðu þeir líka um tíma í borginni utan Bretlands og þótti sú spilamennska góð þjálfun fyrir þá. Hvaða borg var það?
4. Hvað nefndist liðþjálfi einn sem nefndur er í titli einnar af plötum Bítlanna?
5. Hver spilaði yfirleitt aðal gítarpartana í lögum Bítlanna?
6. Hvað hét trommuleikari Bítlanna?
7. Pete Best var meðlimur Bítlanna fyrstu misserin. Á hvaða hljóðfæri spilaði hann?
8. Hvaða lag Bítlanna var í níu vikur samfleytt í efsta sæti vinsældalista á Bretlandi síðla sumars og um haustið 1968?
9. Þeir Lennon og McCartney sömdu flest lög Bítlanna. En hljómsveitin gaf þó aðeins út eina plötu þar sem ÖLL lögin eru skráð á Lennon-McCartney. Hvaða plata var það?
10. Hvað var fyrsta lagið eftir fyrrverandi Bítil sem komst á topp vinsældalistanna þegar hljómsveitin var fyrir bí?
***
Seinni aukaspurning:
Myndin hér að neðan prýddi einn af plötuumslögum Bitlanna. Hvað heitir platan sú?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Liverpool.
2. Cavern.
3. Hamborg í Þýskalandi.
4. Pepper — samanber plötuheitið Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band.
5. Harrison.
6. Ringo Starr.
7. Trommur.
8. Hey Jude.
9. A Hard Day's Night.
10. My Sweet Lord / George Harrison.
***
Svör við aukaspurningum:
Maðurinn sem situr við borð Bítlanna er Brian Epstein umboðsmaður þeirra lengst af.
Platan sem sést á neðri myndinni er Revolver.
***
Athugasemdir