Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

368. spurningaþraut: Houdal, Kon-Tiki, Simpson, Benzema, The Feminine Mystique

368. spurningaþraut: Houdal, Kon-Tiki, Simpson, Benzema, The Feminine Mystique

Þrautin frá í gær. Reynið yður við hana!

***

Fyrri aukaspurning:

Af hvaða tegund er hundurinn hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Høgni Karsten Hoydal var um skeið sjávarútvegsráðherra — hvar?

2.   Hvað heitir borgin þar sem hinir bandarísku Simpson-þættir gerast?

3.   Hvaða fyrirbæri var Kon-Tiki sem var í sviðsljósinu árið 1947?

4.   Með hvaða fótboltaliði spilar franski sóknarmaðurinn Karim Benzema?

5.   The Feminine Mystique er eitt af grundvallarritum femínismans en bókin sú kom fyrst út í Bandaríkjunum 1963. Hver var höfundurinn?

6.   Junko Tabei þótti líka vera brautryðjandi fyrir konur, þegar hún vann fyrst kvenna ákveðið afrek árið 1975. Karlmenn höfðu fyrst unnið þetta afrek árið 1953, en nú er talið að rúmlega 4.000 manns hafi gert þetta, bæði karlar og konur. Hvað gerði Junko Tabei árið 1975?

7.   Argentínumaður komst í fréttirnar fyrir örfáum dögum þegar hann gat — vegna einhverra undarlegra mistaka — keypt lén alþjóðlegs risafyrirtækis í heimalandi sínu fyrir um 300 krónur íslenskar. „Lén“ er eins og menn vita „heimilisfang“ á netinu. Málið þótti hið vandræðalegasta fyrir fyrirtækið, enda á það að kunna góð skil á hvernig kaupin gerast á eyrinni á netinu. Hvaða fyrirtæki var þetta?

8.   Hvað hét bærinn þar sem Jón Sigurðsson sjálfstæðishetja Íslendinga fæddist?

9.   Hver skrifaði bókina Hroki og hleypidómar, eða Pride and Prejudice?

10.   Hvaða „golf“ er það sem golfstraumurinn er kenndur við?

***

Síðari aukaspurning:

Ljósu svæðin á myndinni hér að neðan eru tvær höfuðborgir, séðar úr mikilli hæð án skýjahulu. Það eru rétt rúmir 200 kílómetrar milli þeirra. Nefnið að minnsta kosti aðra höfuðborgina.

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Í Færeyjum.

2.   Springfield.

3.   Fleki.

4.   Real Madrid.

5.   Friedan.

6.   Kleif Everest.

7.   Google. Fyrirtækið fékk lénið sitt aftur án þess að endurgreiða einu sinni Argentínumanninum.

8.   Hrafnseyri.

9.   Jane Austen.

10.   Mexíkóflói — eða „the GULF of Mexico“.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er pitbull-hvutti.

Á neðri myndinni má sjá Buenos Aires, höfuðborg Argentínu, og Montevideo, höfuðborg Úrúgvæ.

Á litla kortinu hér má sjá hvar borgirnar eru í hinu stærra samhengi.

*** 

Og þrautin frá í gær,  hún er svo hér.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár