Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

368. spurningaþraut: Houdal, Kon-Tiki, Simpson, Benzema, The Feminine Mystique

368. spurningaþraut: Houdal, Kon-Tiki, Simpson, Benzema, The Feminine Mystique

Þrautin frá í gær. Reynið yður við hana!

***

Fyrri aukaspurning:

Af hvaða tegund er hundurinn hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Høgni Karsten Hoydal var um skeið sjávarútvegsráðherra — hvar?

2.   Hvað heitir borgin þar sem hinir bandarísku Simpson-þættir gerast?

3.   Hvaða fyrirbæri var Kon-Tiki sem var í sviðsljósinu árið 1947?

4.   Með hvaða fótboltaliði spilar franski sóknarmaðurinn Karim Benzema?

5.   The Feminine Mystique er eitt af grundvallarritum femínismans en bókin sú kom fyrst út í Bandaríkjunum 1963. Hver var höfundurinn?

6.   Junko Tabei þótti líka vera brautryðjandi fyrir konur, þegar hún vann fyrst kvenna ákveðið afrek árið 1975. Karlmenn höfðu fyrst unnið þetta afrek árið 1953, en nú er talið að rúmlega 4.000 manns hafi gert þetta, bæði karlar og konur. Hvað gerði Junko Tabei árið 1975?

7.   Argentínumaður komst í fréttirnar fyrir örfáum dögum þegar hann gat — vegna einhverra undarlegra mistaka — keypt lén alþjóðlegs risafyrirtækis í heimalandi sínu fyrir um 300 krónur íslenskar. „Lén“ er eins og menn vita „heimilisfang“ á netinu. Málið þótti hið vandræðalegasta fyrir fyrirtækið, enda á það að kunna góð skil á hvernig kaupin gerast á eyrinni á netinu. Hvaða fyrirtæki var þetta?

8.   Hvað hét bærinn þar sem Jón Sigurðsson sjálfstæðishetja Íslendinga fæddist?

9.   Hver skrifaði bókina Hroki og hleypidómar, eða Pride and Prejudice?

10.   Hvaða „golf“ er það sem golfstraumurinn er kenndur við?

***

Síðari aukaspurning:

Ljósu svæðin á myndinni hér að neðan eru tvær höfuðborgir, séðar úr mikilli hæð án skýjahulu. Það eru rétt rúmir 200 kílómetrar milli þeirra. Nefnið að minnsta kosti aðra höfuðborgina.

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Í Færeyjum.

2.   Springfield.

3.   Fleki.

4.   Real Madrid.

5.   Friedan.

6.   Kleif Everest.

7.   Google. Fyrirtækið fékk lénið sitt aftur án þess að endurgreiða einu sinni Argentínumanninum.

8.   Hrafnseyri.

9.   Jane Austen.

10.   Mexíkóflói — eða „the GULF of Mexico“.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er pitbull-hvutti.

Á neðri myndinni má sjá Buenos Aires, höfuðborg Argentínu, og Montevideo, höfuðborg Úrúgvæ.

Á litla kortinu hér má sjá hvar borgirnar eru í hinu stærra samhengi.

*** 

Og þrautin frá í gær,  hún er svo hér.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár