Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

367. spurningaþraut: Hver hét William Bailey framan af ævinni?

367. spurningaþraut: Hver hét William Bailey framan af ævinni?

Þraut frá í gær.

— — —

Fyrri aukaspurning:

Hver er konan á myndinni hér að ofan?

— — —

Aðaspurningar:

1.   Hvenær beitir fólk kóngsbragði? Nú, eða drottningarbragði?

2.   Kristján Eldjárn var kjörinn forseti Íslands árið 1968. Hvern sigraði hann í þeim kosningum?

3.   Guðlaug Sóley Höskuldsdóttir var valin bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum á dögunum. Hún er nemi í MH auk þess að stunda raftónlist sína af kappi. Eins og títt er um tónlistarmenn í þeim geir (og fleiri) gefur Guðlaug Sóley út tónlist sína undir öðru nafni. Hvaða nafn hefur hún valið sér?

4.   Einn hræðilegur og hættulegur galdrakarl kunni margt fyrir sér til að skemma fyrir fólki og jafnvel drepa það. Grimmasta vopn hans voru álög eða bölvun sem nefndust avada kedavra, eða „drápsbölvunin“. Hún átti þó mikinn þátt í að ríða töframanninum sjálfum að fullu þegar upp var staðið. Hvað hét töfrakarl þessi?

5.   Anníe Mist Þórisdóttir er ein af þeim bestu í heimi í ... hverju?

6.   Meðal þeirra kvikmynda sem tilnefndar eru til Edduverðlauna sem besta kvikmyndin á síðasta ári er The First and Last Men, 70 mínútna hugleiðing um framtíð mannsins á Jörðinni. Myndin er svolítið óvenjuleg að því leyti að hún er hugarsmíð tónskáldsins sem jafnframt leikstýrir. Hvað heitir tónskáldið?

7.   Ungur bandarískur piltur sem fæddist árið 1962 heitir William að skírnarnafni. Lengst af æsku sinnar nefndist hann William Bailey eftir stjúpföður sínum. Á efri táningsárum tók hann svo aftur upp nafn blóðföður síns, þótt sá hefði reynst honum afar illa. Og hann lagði líka af nafnið William, svo hann varð heimsfrægur tónlistarmaður í heimsfrægri hljómsveit undir allt öðru nafni. Hvað kallar hann sig?

8.   Í frægum söng fjallar Ray Davies söngvari The Kinks um manneskju sem „walked like a woman and talked like a man“. Hver var þetta?

9.   Hver skrifaði textann í sögunni Ástarsögu úr fjöllunum?

10.   En hver teiknaði myndirnar?

— — —

Seinni aukaspurning:

Hvað hét sú vinsæla hljómsveit sem gaf þá plötu sem skjáskotið hér að neðan sýnir, að hluta:

— — —

Svör við aðalspurningum:

1.   Í skák.

2.   Gunnar Thoroddsen.

3.   Gugusar.

4.   Voldemort.

5.   Cross fit.

6.   Jóhann G. Jóhannsson.

7.   Axl Rose.

8.   

Lola.

9.   Guðrún Helgadóttir.

10.   Brian Pilkington.

— — —

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni má sjá Sögu Garðarsdóttur leikara.

Á neðri myndinni er hluti af albúmi plötunnar Automatic for the People með hljómsveitinni R.E.M.

Og hér er hlekkur á þraut gærdagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
1
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu