Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

367. spurningaþraut: Hver hét William Bailey framan af ævinni?

367. spurningaþraut: Hver hét William Bailey framan af ævinni?

Þraut frá í gær.

— — —

Fyrri aukaspurning:

Hver er konan á myndinni hér að ofan?

— — —

Aðaspurningar:

1.   Hvenær beitir fólk kóngsbragði? Nú, eða drottningarbragði?

2.   Kristján Eldjárn var kjörinn forseti Íslands árið 1968. Hvern sigraði hann í þeim kosningum?

3.   Guðlaug Sóley Höskuldsdóttir var valin bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum á dögunum. Hún er nemi í MH auk þess að stunda raftónlist sína af kappi. Eins og títt er um tónlistarmenn í þeim geir (og fleiri) gefur Guðlaug Sóley út tónlist sína undir öðru nafni. Hvaða nafn hefur hún valið sér?

4.   Einn hræðilegur og hættulegur galdrakarl kunni margt fyrir sér til að skemma fyrir fólki og jafnvel drepa það. Grimmasta vopn hans voru álög eða bölvun sem nefndust avada kedavra, eða „drápsbölvunin“. Hún átti þó mikinn þátt í að ríða töframanninum sjálfum að fullu þegar upp var staðið. Hvað hét töfrakarl þessi?

5.   Anníe Mist Þórisdóttir er ein af þeim bestu í heimi í ... hverju?

6.   Meðal þeirra kvikmynda sem tilnefndar eru til Edduverðlauna sem besta kvikmyndin á síðasta ári er The First and Last Men, 70 mínútna hugleiðing um framtíð mannsins á Jörðinni. Myndin er svolítið óvenjuleg að því leyti að hún er hugarsmíð tónskáldsins sem jafnframt leikstýrir. Hvað heitir tónskáldið?

7.   Ungur bandarískur piltur sem fæddist árið 1962 heitir William að skírnarnafni. Lengst af æsku sinnar nefndist hann William Bailey eftir stjúpföður sínum. Á efri táningsárum tók hann svo aftur upp nafn blóðföður síns, þótt sá hefði reynst honum afar illa. Og hann lagði líka af nafnið William, svo hann varð heimsfrægur tónlistarmaður í heimsfrægri hljómsveit undir allt öðru nafni. Hvað kallar hann sig?

8.   Í frægum söng fjallar Ray Davies söngvari The Kinks um manneskju sem „walked like a woman and talked like a man“. Hver var þetta?

9.   Hver skrifaði textann í sögunni Ástarsögu úr fjöllunum?

10.   En hver teiknaði myndirnar?

— — —

Seinni aukaspurning:

Hvað hét sú vinsæla hljómsveit sem gaf þá plötu sem skjáskotið hér að neðan sýnir, að hluta:

— — —

Svör við aðalspurningum:

1.   Í skák.

2.   Gunnar Thoroddsen.

3.   Gugusar.

4.   Voldemort.

5.   Cross fit.

6.   Jóhann G. Jóhannsson.

7.   Axl Rose.

8.   

Lola.

9.   Guðrún Helgadóttir.

10.   Brian Pilkington.

— — —

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni má sjá Sögu Garðarsdóttur leikara.

Á neðri myndinni er hluti af albúmi plötunnar Automatic for the People með hljómsveitinni R.E.M.

Og hér er hlekkur á þraut gærdagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár