Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

367. spurningaþraut: Hver hét William Bailey framan af ævinni?

367. spurningaþraut: Hver hét William Bailey framan af ævinni?

Þraut frá í gær.

— — —

Fyrri aukaspurning:

Hver er konan á myndinni hér að ofan?

— — —

Aðaspurningar:

1.   Hvenær beitir fólk kóngsbragði? Nú, eða drottningarbragði?

2.   Kristján Eldjárn var kjörinn forseti Íslands árið 1968. Hvern sigraði hann í þeim kosningum?

3.   Guðlaug Sóley Höskuldsdóttir var valin bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum á dögunum. Hún er nemi í MH auk þess að stunda raftónlist sína af kappi. Eins og títt er um tónlistarmenn í þeim geir (og fleiri) gefur Guðlaug Sóley út tónlist sína undir öðru nafni. Hvaða nafn hefur hún valið sér?

4.   Einn hræðilegur og hættulegur galdrakarl kunni margt fyrir sér til að skemma fyrir fólki og jafnvel drepa það. Grimmasta vopn hans voru álög eða bölvun sem nefndust avada kedavra, eða „drápsbölvunin“. Hún átti þó mikinn þátt í að ríða töframanninum sjálfum að fullu þegar upp var staðið. Hvað hét töfrakarl þessi?

5.   Anníe Mist Þórisdóttir er ein af þeim bestu í heimi í ... hverju?

6.   Meðal þeirra kvikmynda sem tilnefndar eru til Edduverðlauna sem besta kvikmyndin á síðasta ári er The First and Last Men, 70 mínútna hugleiðing um framtíð mannsins á Jörðinni. Myndin er svolítið óvenjuleg að því leyti að hún er hugarsmíð tónskáldsins sem jafnframt leikstýrir. Hvað heitir tónskáldið?

7.   Ungur bandarískur piltur sem fæddist árið 1962 heitir William að skírnarnafni. Lengst af æsku sinnar nefndist hann William Bailey eftir stjúpföður sínum. Á efri táningsárum tók hann svo aftur upp nafn blóðföður síns, þótt sá hefði reynst honum afar illa. Og hann lagði líka af nafnið William, svo hann varð heimsfrægur tónlistarmaður í heimsfrægri hljómsveit undir allt öðru nafni. Hvað kallar hann sig?

8.   Í frægum söng fjallar Ray Davies söngvari The Kinks um manneskju sem „walked like a woman and talked like a man“. Hver var þetta?

9.   Hver skrifaði textann í sögunni Ástarsögu úr fjöllunum?

10.   En hver teiknaði myndirnar?

— — —

Seinni aukaspurning:

Hvað hét sú vinsæla hljómsveit sem gaf þá plötu sem skjáskotið hér að neðan sýnir, að hluta:

— — —

Svör við aðalspurningum:

1.   Í skák.

2.   Gunnar Thoroddsen.

3.   Gugusar.

4.   Voldemort.

5.   Cross fit.

6.   Jóhann G. Jóhannsson.

7.   Axl Rose.

8.   

Lola.

9.   Guðrún Helgadóttir.

10.   Brian Pilkington.

— — —

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni má sjá Sögu Garðarsdóttur leikara.

Á neðri myndinni er hluti af albúmi plötunnar Automatic for the People með hljómsveitinni R.E.M.

Og hér er hlekkur á þraut gærdagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
2
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Leitin að upprunanum
5
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár