Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

366. spurningaþraut: Hver skrifaði ævintýri eftir H.C.Andersen „ósjálfráðri skrift“?

366. spurningaþraut: Hver skrifaði ævintýri eftir H.C.Andersen „ósjálfráðri skrift“?

Hér er þrautin frá í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir karl sá er birtist á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Hver skrifaði skáldsöguna Gæludýrin?

2.   Hver er nyrsti þéttbýliskjarni á Íslandi?

3.   En hvað er vestasta þéttbýlið?

4.   Robert Downey jr. leikur eitt af aðalhlutverkunum í kvikmyndum Marvel Comics um hina svonefndu Avengers. Hvað heitir ofurhetjupersónan sem hann leikur?

5.   Í rúm 500 ár hafa danskir kóngar eingöngu heitið tveim nöfnum — þar til kom að núverandi drottningu. Hvaða tvö karlmannsnöfn eru það?

6.   Hello — Rolling in the Deep — Someone Like You. Þetta eru afar vinsæl lög afar vinsæls tónlistarmanns. Hver er tónlistarmaðurinn sem er upp á sitt besta um þessar mundir?

7.   Annað lag sem hét Hello var hins vegar gefið út árið 1983 á plötunni Can't Slow Down. Það var sungið af tónlistarmanni sem þá var mjög vinsæll. Hvað hét hann?

8.   Fjölmargar borgir til forna hétu Alexandría. Í hvaða landi var sú stærsta? — og er raunar ennþá til.

9.   Einn af þekktustu rithöfundum Íslendinga á fyrri hluta 20. aldar hóf feril sinn með því að skrifa ævintýri í nafni H.C.Andersens, Snorra Sturlusonar, Jónasar Hallgrímssonar og fleiri stórkarla, og hélt hann því fram að hinir látnu bókmenntahöfðingjar skrifuðu þetta gegnum sig. Gallinn var sá að sögur þessi og ævintýri þóttu mjög klénn samsetningur. Hver var þessi höfundur?

10.   Hvaða lið varð um daginn deildarbikarmeistari í fótbolta karla á Englandi?

***

Seinni aukaspurning:

Þessi hópur kom saman í Iðnó dag nokkurn fyrir áratug. Til að gera hvað?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Bragi Ólafsson.

2.   Raufarhöfn. Hér var spurning um syðsta þéttbýliskjarnann, en það munar svo litlu á tveim þeim syðstu að það er eiginlega ekki sanngjarnt að spyrja að því.

3.   Patreksfjörður.

4.   Iron Man. Downey leikur Tony Stark sem síðan bregður sér í búning ofurhetju og hér er spurt um nafnið á „ofurhetjupersónunni“.

5.   Friðrik og Kristján.

6.   Adele.

7.   Lionel Ritchie.

8.   Egiftalandi.

9.   Guðmundur Kamban.

10.   Manchester City.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Mads Mikkelsen. Eftirnafnið dugar í þetta sinn.

Á neðri myndinni er stjórnlagaráð sem afhenti Alþingi í Iðnó nýja stjórnarskrá sem síðan var borin undir ráðgefandi þjóðaratvæði og samþykkt, en hefur reyndar ekki verið staðfest af stjórnmálamönnum.

***

Og hér er aftur hlekkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár