Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Mikil fjölgun ofbeldis- og fíkniefnabrota

Mun fleiri of­beld­is­brot voru til­kynnt til lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í mars en að með­al­tali síð­ustu mán­uði. Til­kynn­ing­ar um heim­il­isof­beldi eru 28 pró­sent fleiri fyrstu þrjá mánu­uði árs­ins en að með­al­tali á sama tíma síð­ustu þrjú ár. Fjöldi fíkni­efna­brota hef­ur rok­ið upp.

Mikil fjölgun ofbeldis- og fíkniefnabrota
Meira ofbeldi og fíkniefni Tilkynningum um ofbeldisbrot og fíkniefnabrot hefur fjölgað. Mynd: Davíð Þór

Ofbeldisbrotum sem komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði milli mánaðanna febrúar og mars. Ofbeldisbrotum fjölgar einnig sé horft til meðalstals bæði síðustu sex mánaða og síðustu tólf mánaða. Fyrstu þrjá mánuði ársins hafa borist 28 prósent fleiri tilkynningar um heimilisofbeldi en bárust að meðaltali á sama tímabili síðastliðin þrjú ár á undan.

Þetta kemur fram í afbrotatölfræði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í mars voru skráð 718 hegningarlagabrot og fjölgar þeim nokkuð milli mánaða. Engu að síður eru þau brot færri en að meðaltali síðustu sex og síðustu tólf mánuði. Vegur þar mest mikil fækkun innbrota en tilkynningar um þau voru 34 prósentum færri síðasta hálfa árið en að meðaltali. Raunar hafa ekki verið skráð jafn fá innbrot í einum mánuði á síðustu tíu árum og í mars. Um fjögur prósent færri tilkynningar um hegningarlagabrot borist það sem af er ári en báust að meðaltali á sama tímabili síðastliðin þrjú ár.

230 tilkynningar um heimilisofbeldi fyrstu þrjá mánuði ársins

Tilynnt var um 117 ofbeldisbrot í marsmánuði. Þar af var tilkynnt um 95 minniháttar líkamsárásir og 16 stórfelldar líkamsárásir. Ofbeldisbrotum fjölgaði um átján prósent miðað við sex mánaða meðaltal og um tólf prósent miðað við tólf mánaða meðaltal. Þá hafa borist um fjögur prósent fleiri tilkynningar um ofbeldisbrot fyrstu þrjá mánuði ársins en bárust að meðaltali á sama tímagili síðastliðin þrjú ár.

Alls bárust 75 tilkynningar um heimilisofbeldi í marsmánuði, tveimur færri en í febrúar. Tilkynningar um heimilisofbeldi voru níu prósent fleiri en að meðaltali síðustu sex mánuði og einnig síðustu tólf mánuði. Sú aukning tilst þó innan tölfræðilegra marka. Hins vegar hafa borist 28 prósent fleiri tilkynningar um heimilisofbeldi fyrstu þrjá mánuði ársins heldur en bárust að meðaltali fyrstu þrjá mánuði þriggja síðustu ára, alls 230 tilkynningar.

Fleiri tilkynningar bárust til lögreglu um kynferðisbrot í mars en í febrúar, alls fjórtán, en engu að síður fækkar þeim verulega sé horft til meðaltals síðustu sex og tólf mánaða. Að meðaltali var tilkynnt um 26 kynferðisbrot síðustu tólf mánuði og um 31 brot síðustu sex mánuði. Hins vegar þarf að gæta að því að gríðarlegur fjöldi kynferðisbrota var tilkynntur í desember síðastliðnum, sem hefur áhrif á meðaltalsreikninga. Þann mánuð var tilkynnt um 80 kynferðisbrot. Ef desembermánður er felldur út úr meðaltals reikningum var tilkynnt um ríflega 21 kynferðisbrot að meðaltali á mánuði á síðustu sex og tólf mánaða tímabilum.

Þá er gríðarleg fjölgun á skráðum fíkniefnabrotum á höfuðborgarsvæðinu. Í marsmánuði voru skráð 147 fíkniefnabrot, þar af fjögur stórfelld. Í febrúar voru brotin 149 og þar af þrjú stórfelld. Fjöldi fíkniefnabrota hefur risið gríðarlega frá því í janúar þegar skráð var 81 brot. Aukningin miðað við síðustu sex mánuði er 50 prósent og 47 prósent miðað við síðustu tólf mánuði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár