Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Mikil fjölgun ofbeldis- og fíkniefnabrota

Mun fleiri of­beld­is­brot voru til­kynnt til lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í mars en að með­al­tali síð­ustu mán­uði. Til­kynn­ing­ar um heim­il­isof­beldi eru 28 pró­sent fleiri fyrstu þrjá mánu­uði árs­ins en að með­al­tali á sama tíma síð­ustu þrjú ár. Fjöldi fíkni­efna­brota hef­ur rok­ið upp.

Mikil fjölgun ofbeldis- og fíkniefnabrota
Meira ofbeldi og fíkniefni Tilkynningum um ofbeldisbrot og fíkniefnabrot hefur fjölgað. Mynd: Davíð Þór

Ofbeldisbrotum sem komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði milli mánaðanna febrúar og mars. Ofbeldisbrotum fjölgar einnig sé horft til meðalstals bæði síðustu sex mánaða og síðustu tólf mánaða. Fyrstu þrjá mánuði ársins hafa borist 28 prósent fleiri tilkynningar um heimilisofbeldi en bárust að meðaltali á sama tímabili síðastliðin þrjú ár á undan.

Þetta kemur fram í afbrotatölfræði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í mars voru skráð 718 hegningarlagabrot og fjölgar þeim nokkuð milli mánaða. Engu að síður eru þau brot færri en að meðaltali síðustu sex og síðustu tólf mánuði. Vegur þar mest mikil fækkun innbrota en tilkynningar um þau voru 34 prósentum færri síðasta hálfa árið en að meðaltali. Raunar hafa ekki verið skráð jafn fá innbrot í einum mánuði á síðustu tíu árum og í mars. Um fjögur prósent færri tilkynningar um hegningarlagabrot borist það sem af er ári en báust að meðaltali á sama tímabili síðastliðin þrjú ár.

230 tilkynningar um heimilisofbeldi fyrstu þrjá mánuði ársins

Tilynnt var um 117 ofbeldisbrot í marsmánuði. Þar af var tilkynnt um 95 minniháttar líkamsárásir og 16 stórfelldar líkamsárásir. Ofbeldisbrotum fjölgaði um átján prósent miðað við sex mánaða meðaltal og um tólf prósent miðað við tólf mánaða meðaltal. Þá hafa borist um fjögur prósent fleiri tilkynningar um ofbeldisbrot fyrstu þrjá mánuði ársins en bárust að meðaltali á sama tímagili síðastliðin þrjú ár.

Alls bárust 75 tilkynningar um heimilisofbeldi í marsmánuði, tveimur færri en í febrúar. Tilkynningar um heimilisofbeldi voru níu prósent fleiri en að meðaltali síðustu sex mánuði og einnig síðustu tólf mánuði. Sú aukning tilst þó innan tölfræðilegra marka. Hins vegar hafa borist 28 prósent fleiri tilkynningar um heimilisofbeldi fyrstu þrjá mánuði ársins heldur en bárust að meðaltali fyrstu þrjá mánuði þriggja síðustu ára, alls 230 tilkynningar.

Fleiri tilkynningar bárust til lögreglu um kynferðisbrot í mars en í febrúar, alls fjórtán, en engu að síður fækkar þeim verulega sé horft til meðaltals síðustu sex og tólf mánaða. Að meðaltali var tilkynnt um 26 kynferðisbrot síðustu tólf mánuði og um 31 brot síðustu sex mánuði. Hins vegar þarf að gæta að því að gríðarlegur fjöldi kynferðisbrota var tilkynntur í desember síðastliðnum, sem hefur áhrif á meðaltalsreikninga. Þann mánuð var tilkynnt um 80 kynferðisbrot. Ef desembermánður er felldur út úr meðaltals reikningum var tilkynnt um ríflega 21 kynferðisbrot að meðaltali á mánuði á síðustu sex og tólf mánaða tímabilum.

Þá er gríðarleg fjölgun á skráðum fíkniefnabrotum á höfuðborgarsvæðinu. Í marsmánuði voru skráð 147 fíkniefnabrot, þar af fjögur stórfelld. Í febrúar voru brotin 149 og þar af þrjú stórfelld. Fjöldi fíkniefnabrota hefur risið gríðarlega frá því í janúar þegar skráð var 81 brot. Aukningin miðað við síðustu sex mánuði er 50 prósent og 47 prósent miðað við síðustu tólf mánuði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu