Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Mikil fjölgun ofbeldis- og fíkniefnabrota

Mun fleiri of­beld­is­brot voru til­kynnt til lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í mars en að með­al­tali síð­ustu mán­uði. Til­kynn­ing­ar um heim­il­isof­beldi eru 28 pró­sent fleiri fyrstu þrjá mánu­uði árs­ins en að með­al­tali á sama tíma síð­ustu þrjú ár. Fjöldi fíkni­efna­brota hef­ur rok­ið upp.

Mikil fjölgun ofbeldis- og fíkniefnabrota
Meira ofbeldi og fíkniefni Tilkynningum um ofbeldisbrot og fíkniefnabrot hefur fjölgað. Mynd: Davíð Þór

Ofbeldisbrotum sem komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði milli mánaðanna febrúar og mars. Ofbeldisbrotum fjölgar einnig sé horft til meðalstals bæði síðustu sex mánaða og síðustu tólf mánaða. Fyrstu þrjá mánuði ársins hafa borist 28 prósent fleiri tilkynningar um heimilisofbeldi en bárust að meðaltali á sama tímabili síðastliðin þrjú ár á undan.

Þetta kemur fram í afbrotatölfræði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í mars voru skráð 718 hegningarlagabrot og fjölgar þeim nokkuð milli mánaða. Engu að síður eru þau brot færri en að meðaltali síðustu sex og síðustu tólf mánuði. Vegur þar mest mikil fækkun innbrota en tilkynningar um þau voru 34 prósentum færri síðasta hálfa árið en að meðaltali. Raunar hafa ekki verið skráð jafn fá innbrot í einum mánuði á síðustu tíu árum og í mars. Um fjögur prósent færri tilkynningar um hegningarlagabrot borist það sem af er ári en báust að meðaltali á sama tímabili síðastliðin þrjú ár.

230 tilkynningar um heimilisofbeldi fyrstu þrjá mánuði ársins

Tilynnt var um 117 ofbeldisbrot í marsmánuði. Þar af var tilkynnt um 95 minniháttar líkamsárásir og 16 stórfelldar líkamsárásir. Ofbeldisbrotum fjölgaði um átján prósent miðað við sex mánaða meðaltal og um tólf prósent miðað við tólf mánaða meðaltal. Þá hafa borist um fjögur prósent fleiri tilkynningar um ofbeldisbrot fyrstu þrjá mánuði ársins en bárust að meðaltali á sama tímagili síðastliðin þrjú ár.

Alls bárust 75 tilkynningar um heimilisofbeldi í marsmánuði, tveimur færri en í febrúar. Tilkynningar um heimilisofbeldi voru níu prósent fleiri en að meðaltali síðustu sex mánuði og einnig síðustu tólf mánuði. Sú aukning tilst þó innan tölfræðilegra marka. Hins vegar hafa borist 28 prósent fleiri tilkynningar um heimilisofbeldi fyrstu þrjá mánuði ársins heldur en bárust að meðaltali fyrstu þrjá mánuði þriggja síðustu ára, alls 230 tilkynningar.

Fleiri tilkynningar bárust til lögreglu um kynferðisbrot í mars en í febrúar, alls fjórtán, en engu að síður fækkar þeim verulega sé horft til meðaltals síðustu sex og tólf mánaða. Að meðaltali var tilkynnt um 26 kynferðisbrot síðustu tólf mánuði og um 31 brot síðustu sex mánuði. Hins vegar þarf að gæta að því að gríðarlegur fjöldi kynferðisbrota var tilkynntur í desember síðastliðnum, sem hefur áhrif á meðaltalsreikninga. Þann mánuð var tilkynnt um 80 kynferðisbrot. Ef desembermánður er felldur út úr meðaltals reikningum var tilkynnt um ríflega 21 kynferðisbrot að meðaltali á mánuði á síðustu sex og tólf mánaða tímabilum.

Þá er gríðarleg fjölgun á skráðum fíkniefnabrotum á höfuðborgarsvæðinu. Í marsmánuði voru skráð 147 fíkniefnabrot, þar af fjögur stórfelld. Í febrúar voru brotin 149 og þar af þrjú stórfelld. Fjöldi fíkniefnabrota hefur risið gríðarlega frá því í janúar þegar skráð var 81 brot. Aukningin miðað við síðustu sex mánuði er 50 prósent og 47 prósent miðað við síðustu tólf mánuði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár