Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

365. spurningaþraut: Eitt ár frá fyrstu þraut

365. spurningaþraut: Eitt ár frá fyrstu þraut

Síðasta þraut, sú 364.

***

Þetta er 365. spurningaþrautin, sem merkir að þær hafa birst á vef Stundarinnar í eitt ár. Af því tilefni eru allar spurningar tileinkaðar þessum degi. Jafnframt ætla ég að endurbirta síðar í dag fyrstu þrautina frá því fyrir ári.

En fyrri aukaspurning er svona:

Í dag heldur upp á 65 ára afmælið sitt bandarísk leikkona og ljósmyndari sem var á árunum 1981-1983 í sambandi við Andrés Bretaprins, næstelsta son Elísabetar drottningar. Hún var rægð ósleitilega og meðal annars sögð hafa verið klámmyndaleikkona, en það var fjarri öllum sanni, þótt hún hafi leikið í einni „ljósblárri“ mynd. Elísabetu líkaði vel við stúlkuna en lagði þó að Andrési að slíta sambandi við hana. Sem hann og gerði. Hvað heitir afmælisbarnið?

*** 

Aðalspurningar:

1.   Hvaða stjörnumerki dýrahringsins er í gangi í dag, 26. apríl?

2.   Í dag heldur upp á 51s árs afmælið sitt kona ein sem bar ættarnafnið Knavs, þegar hún fæddist, en breytti nafninu í Knauss þegar hún gerðist alþjóðleg fyrirsæta. Árið 2005 breyttist eftirnafn hennar svo aftur þegar hún gekk í hjónaband og tók upp nafn eiginmannsins. Þau hjón eignuðust eitt barn. Hvað heitir þetta afmælisbarn dagsins?

3.   Á þessum degi árið 1986 varð eitt skelfilegasta slys veraldarsögunnar, sem menn hafa meira að segja ekki enn bitið úr nálinni með. Hvar varð það slys?

4.   Í dag heldur upp á 49 ára afmæli sitt íslenskur fótboltamaður. Hann spilaði tæplega 50 landsleiki í karlaflokki og skoraði töluvert af mörkum en verður ævinlega kunnastur fyrir frægt mark sem hann skoraði á Laugardalsvelli 5. september 1998, en það mark gerði Íslendingum kleift að ná 1-1 jafntefli gegn nýbökuðum heimsmeisturum Frakka. Hvað heitir afmælisbarnið?

5.   Á þessum degi árið 2004 var lagt fram á Alþingi frumvarp sem varð svo umdeilt að þá var gripið til ákveðins ráðs í íslenskri stjórnsýslu, sem aldrei hafði verið gert áður. Hvað var þetta frumvarp kallað?

6.   Á þessum degi árið 1894 fæddist í Alexandríu í Egiftalandi piltur einn. Hann var reyndar ekki ættaður frá Egiftalandi og fluttist þaðan á táningsárum til ættlands foreldra sinna. Maðurinn er frægastur fyrir flugferð sem hann fór þann 10. maí 1941. Flugferðin mæltist afar illa fyrir eiginlega alls staðar og maðurinn þurfti lengi að súpa seyðið af henni. Hvað hét hann?

7.   Á þessum degi árið 1564 var nokkur færður til skírnar á Englandi. Sennilega var hann fæddur nokkrum dögum fyrr. Maðurinn var af óbreyttu alþýðufólki en hefur lengi verið einn þekktasti maður í heiminum. Hvað var hann skírður 26. apríl 1564?

8.   Þennan dag árið 1865 lést John Wilkes Booth nokkrum dögum eftir afdrifaríkan atburð sem hann bar ábyrgð á. Hvaða atburður var það?

9.   Þann 26. apríl 2019 var frumsýnd í Bandaríkjunum kvikmynd, sem sló öll aðsóknarmet og varð á endanum tekjuhæsta kvikmynd sögunnar — met sem hún tók af myndinni Avatar. Þetta var framhaldsmynd annarrar bíómyndar frá árinu áður. Hvað heitir þessi vinsæla kvikmynd?

10.   Á þessum degi árið 1937 var gerð alræmd loftárás á bæ nokkurn. Hvað hét bærinn?

***

Síðari aukaspurning.

Þann 26. apríl 1925 var maður nokkur kosinn fyrsti forseti í ríki einu, og átti svo eftir að gegna embættinu til dauðadags. Á myndinni að neðan má sjá stuðningsmenn hans fagna kjöri hans. Hvað hét hann?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Nautið.

2.   Melania Trump.

3.   Kjarnorkuslysið í Tjernobyl.

4.   Ríkarður Daðason.

5.   Fjölmiðlafrumvarpið.

6.   Rudolf Hess, staðgengill Adolfs Hitlers.

7.   William Shakespeare.

8.   Hann myrti Lincoln Bandaríkjaforseta.

9.   Avengers: Endgame.

10.   Guernica.

***

Svör við aukaspurningum:

Konan á efri myndinni heitir Koo Stark.

Forsetinn nýkjörni sem spurt er um í seinni spurningunni var Hindenburg fyrsti forseti Þýskalands.

***

Þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár