Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

365. spurningaþraut: Eitt ár frá fyrstu þraut

365. spurningaþraut: Eitt ár frá fyrstu þraut

Síðasta þraut, sú 364.

***

Þetta er 365. spurningaþrautin, sem merkir að þær hafa birst á vef Stundarinnar í eitt ár. Af því tilefni eru allar spurningar tileinkaðar þessum degi. Jafnframt ætla ég að endurbirta síðar í dag fyrstu þrautina frá því fyrir ári.

En fyrri aukaspurning er svona:

Í dag heldur upp á 65 ára afmælið sitt bandarísk leikkona og ljósmyndari sem var á árunum 1981-1983 í sambandi við Andrés Bretaprins, næstelsta son Elísabetar drottningar. Hún var rægð ósleitilega og meðal annars sögð hafa verið klámmyndaleikkona, en það var fjarri öllum sanni, þótt hún hafi leikið í einni „ljósblárri“ mynd. Elísabetu líkaði vel við stúlkuna en lagði þó að Andrési að slíta sambandi við hana. Sem hann og gerði. Hvað heitir afmælisbarnið?

*** 

Aðalspurningar:

1.   Hvaða stjörnumerki dýrahringsins er í gangi í dag, 26. apríl?

2.   Í dag heldur upp á 51s árs afmælið sitt kona ein sem bar ættarnafnið Knavs, þegar hún fæddist, en breytti nafninu í Knauss þegar hún gerðist alþjóðleg fyrirsæta. Árið 2005 breyttist eftirnafn hennar svo aftur þegar hún gekk í hjónaband og tók upp nafn eiginmannsins. Þau hjón eignuðust eitt barn. Hvað heitir þetta afmælisbarn dagsins?

3.   Á þessum degi árið 1986 varð eitt skelfilegasta slys veraldarsögunnar, sem menn hafa meira að segja ekki enn bitið úr nálinni með. Hvar varð það slys?

4.   Í dag heldur upp á 49 ára afmæli sitt íslenskur fótboltamaður. Hann spilaði tæplega 50 landsleiki í karlaflokki og skoraði töluvert af mörkum en verður ævinlega kunnastur fyrir frægt mark sem hann skoraði á Laugardalsvelli 5. september 1998, en það mark gerði Íslendingum kleift að ná 1-1 jafntefli gegn nýbökuðum heimsmeisturum Frakka. Hvað heitir afmælisbarnið?

5.   Á þessum degi árið 2004 var lagt fram á Alþingi frumvarp sem varð svo umdeilt að þá var gripið til ákveðins ráðs í íslenskri stjórnsýslu, sem aldrei hafði verið gert áður. Hvað var þetta frumvarp kallað?

6.   Á þessum degi árið 1894 fæddist í Alexandríu í Egiftalandi piltur einn. Hann var reyndar ekki ættaður frá Egiftalandi og fluttist þaðan á táningsárum til ættlands foreldra sinna. Maðurinn er frægastur fyrir flugferð sem hann fór þann 10. maí 1941. Flugferðin mæltist afar illa fyrir eiginlega alls staðar og maðurinn þurfti lengi að súpa seyðið af henni. Hvað hét hann?

7.   Á þessum degi árið 1564 var nokkur færður til skírnar á Englandi. Sennilega var hann fæddur nokkrum dögum fyrr. Maðurinn var af óbreyttu alþýðufólki en hefur lengi verið einn þekktasti maður í heiminum. Hvað var hann skírður 26. apríl 1564?

8.   Þennan dag árið 1865 lést John Wilkes Booth nokkrum dögum eftir afdrifaríkan atburð sem hann bar ábyrgð á. Hvaða atburður var það?

9.   Þann 26. apríl 2019 var frumsýnd í Bandaríkjunum kvikmynd, sem sló öll aðsóknarmet og varð á endanum tekjuhæsta kvikmynd sögunnar — met sem hún tók af myndinni Avatar. Þetta var framhaldsmynd annarrar bíómyndar frá árinu áður. Hvað heitir þessi vinsæla kvikmynd?

10.   Á þessum degi árið 1937 var gerð alræmd loftárás á bæ nokkurn. Hvað hét bærinn?

***

Síðari aukaspurning.

Þann 26. apríl 1925 var maður nokkur kosinn fyrsti forseti í ríki einu, og átti svo eftir að gegna embættinu til dauðadags. Á myndinni að neðan má sjá stuðningsmenn hans fagna kjöri hans. Hvað hét hann?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Nautið.

2.   Melania Trump.

3.   Kjarnorkuslysið í Tjernobyl.

4.   Ríkarður Daðason.

5.   Fjölmiðlafrumvarpið.

6.   Rudolf Hess, staðgengill Adolfs Hitlers.

7.   William Shakespeare.

8.   Hann myrti Lincoln Bandaríkjaforseta.

9.   Avengers: Endgame.

10.   Guernica.

***

Svör við aukaspurningum:

Konan á efri myndinni heitir Koo Stark.

Forsetinn nýkjörni sem spurt er um í seinni spurningunni var Hindenburg fyrsti forseti Þýskalands.

***

Þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Ljósið á koddanum bjargaði Yazan
3
Afhjúpun

Ljós­ið á kodd­an­um bjarg­aði Yaz­an

Enn hafa ekki feng­ist skýr svör við því hvers vegna lög­regla sótti lang­veikt barn inn á sjúkra­hús á dög­un­um og tek­ist er á um hvort það yf­ir­leitt megi. Land­spít­al­inn þver­tek­ur fyr­ir sam­vinnu við Rík­is­lög­reglu­stjóra­embætt­ið og yf­ir­lækn­ir seg­ir alrangt að rétt­læta að­gerð­irn­ar með vott­orði sem hann skrif­aði. Til­vilj­un réði þvi að brott­vís­un Yaz­an Tamimi spurð­ist út og var að lok­um aft­ur­köll­uð.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
4
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
6
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
9
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Illugi Jökulsson
10
Pistill

Illugi Jökulsson

Sigr­aði VG Sjálf­stæð­is­flokk­inn? Nei, all­ir töp­uðu og Yas­an líka

Hinni ótrú­legu at­burða­rás gær­kvölds­ins — þeg­ar lög­reglu­menn mættu á sjúkra­hús til þess að vísa úr landi 11 göml­um fötl­uð­um og veik­um dreng og fluttu hann með valdi suð­ur á Kefla­vík­ur­flug­völl — henni lauk sem bet­ur fer með því að hætt var við allt sam­an. Mað­ur get­ur haft ýms­ar skoð­an­ir á mál­efn­um út­lend­inga og hæl­is­leit­enda en brott­vís­un Yas­ans litla — og...

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
10
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár