Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

364. spurningaþraut: „Hér mætir Mikkel, sjá!“

364. spurningaþraut: „Hér mætir Mikkel, sjá!“

Þraut frá í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Á hvaða yfirgefna stað býr refurinn sem sést á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvað þýðir kvenmannsnafnið Rán?

2.   Vostok heitir stöðuvatn eitt á afskekktum stað. Það er 17. stærsta stöðuvatn í heimi, 12.500 ferkílómetrar eða eins og vel rúmlega tíundi hluti Íslands. Það er hins vegar mjög djúpt, 436 metrar að meðaltali og er því 6. vatnsmesta stöðuvatn í heimi. Um líf í því er eiginlega ekkert vitað. Hvar er stöðuvatnið Vostok?

3.   Í hvaða leikriti heyrast þessi orð: „Hér mætir Mikkel, sjá! með mjóa kló á tá, og mjúkan pels og merkissvip, sem mektarbokkar fá.“

4.   Tónlistarmaður kom eins og stormsveipur inn í íslenskt tónlistarlíf árið 2011 með laginu Set mig í gang, gaf svo út vinsæla plötu 2015 en ferillinn hefur svo verið ögn brokkgengur, og tónlistarmaðurinn horfið öðru hvoru úr sviðsljósinu. Hvað heitir þessi tónlistarmaður?

5.    Í áratugi náðu yfirleitt alltaf bara fjórir flokkar kjöri á Alþingi Íslendinga. Í kosningum 1953 brá þó svo við að nýr flokkur herstöðvarandstæðinga náði tveimur mönnum á þing. Hvað nefndist hann?

6.   Næst gerðist það í kosningum 1971 að annar „fimmti flokkur“ náði inn þingmönnum. Flokkurinn hét Samtök frjálslyndra og vinstri manna, en hvað hét formaður hans og drifkraftur?

7.   Hvað hét frægasta bók Bram Stokers?

8.   Hvað hét konan sem flutti opinberan fyrirlestur fyrst kvenna á Íslandi — og varð síðan kunn kvenréttindakona?

9.   Hvað heitir stærsta eyjan í Miðjarðarhafinu?

10.   En hvaða eyja í því hafi er fjölmennust?

***

Seinni aukaspurning:

„Dansstúlkan“ er styttan hér að neðan kölluð.  Hún er rúmir 10 sentimetrar á hæð og var mótuð í brons fyrir 4.500 árum. Dansstúlkan er frægasta styttan sem fundist hefur af tilteknu menningarsvæði. Hvaða menningarsvæði er það? Svarið verður að þessu sinni að vera þokkalega nákvæmt.

 ***

Svör við aðalspurningum:

1.   Alda.

2.   Á Suðurskautslandinu, undir íshellunni.

3.   Dýrin í Hálsaskógi.

4.   Gísli Pálmi.

5.   Þjóðvarnarflokkurinn.

6.   Hannibal Valdimarsson.

7.   Dracula.

8.   Bríet Bjarnhéðinsdóttir.

9.   Sikiley.

10.   Líka Sikiley.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin er tekin í Térnóbyl.

Styttan á neðri myndinni tilheyrði Indusdals-menningunni. Því miður dugar ekki að segja Indland.

***

Þraut frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
2
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Leitin að upprunanum
5
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár