Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

364. spurningaþraut: „Hér mætir Mikkel, sjá!“

364. spurningaþraut: „Hér mætir Mikkel, sjá!“

Þraut frá í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Á hvaða yfirgefna stað býr refurinn sem sést á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvað þýðir kvenmannsnafnið Rán?

2.   Vostok heitir stöðuvatn eitt á afskekktum stað. Það er 17. stærsta stöðuvatn í heimi, 12.500 ferkílómetrar eða eins og vel rúmlega tíundi hluti Íslands. Það er hins vegar mjög djúpt, 436 metrar að meðaltali og er því 6. vatnsmesta stöðuvatn í heimi. Um líf í því er eiginlega ekkert vitað. Hvar er stöðuvatnið Vostok?

3.   Í hvaða leikriti heyrast þessi orð: „Hér mætir Mikkel, sjá! með mjóa kló á tá, og mjúkan pels og merkissvip, sem mektarbokkar fá.“

4.   Tónlistarmaður kom eins og stormsveipur inn í íslenskt tónlistarlíf árið 2011 með laginu Set mig í gang, gaf svo út vinsæla plötu 2015 en ferillinn hefur svo verið ögn brokkgengur, og tónlistarmaðurinn horfið öðru hvoru úr sviðsljósinu. Hvað heitir þessi tónlistarmaður?

5.    Í áratugi náðu yfirleitt alltaf bara fjórir flokkar kjöri á Alþingi Íslendinga. Í kosningum 1953 brá þó svo við að nýr flokkur herstöðvarandstæðinga náði tveimur mönnum á þing. Hvað nefndist hann?

6.   Næst gerðist það í kosningum 1971 að annar „fimmti flokkur“ náði inn þingmönnum. Flokkurinn hét Samtök frjálslyndra og vinstri manna, en hvað hét formaður hans og drifkraftur?

7.   Hvað hét frægasta bók Bram Stokers?

8.   Hvað hét konan sem flutti opinberan fyrirlestur fyrst kvenna á Íslandi — og varð síðan kunn kvenréttindakona?

9.   Hvað heitir stærsta eyjan í Miðjarðarhafinu?

10.   En hvaða eyja í því hafi er fjölmennust?

***

Seinni aukaspurning:

„Dansstúlkan“ er styttan hér að neðan kölluð.  Hún er rúmir 10 sentimetrar á hæð og var mótuð í brons fyrir 4.500 árum. Dansstúlkan er frægasta styttan sem fundist hefur af tilteknu menningarsvæði. Hvaða menningarsvæði er það? Svarið verður að þessu sinni að vera þokkalega nákvæmt.

 ***

Svör við aðalspurningum:

1.   Alda.

2.   Á Suðurskautslandinu, undir íshellunni.

3.   Dýrin í Hálsaskógi.

4.   Gísli Pálmi.

5.   Þjóðvarnarflokkurinn.

6.   Hannibal Valdimarsson.

7.   Dracula.

8.   Bríet Bjarnhéðinsdóttir.

9.   Sikiley.

10.   Líka Sikiley.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin er tekin í Térnóbyl.

Styttan á neðri myndinni tilheyrði Indusdals-menningunni. Því miður dugar ekki að segja Indland.

***

Þraut frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár