Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

363. spurningaþraut: Dreggjar dagsins og fleira til

363. spurningaþraut: Dreggjar dagsins og fleira til

Hér er þraut gærdagsins.

***

Fyrri aukaspurning:

Að ströndum hvaða lands rífur sig upp sú alda sem sést á myndinni að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Kristinn Styrkársson Proppé hefur fengist við sitt af hverju, en fyrir hvað verður hann alltaf þekktastur?

2.   Hver skrifaði bókina Dreggjar dagsins eða Remains of the Day uppá ensku?

3.   Eftir þeirri skáldsögu var gerð rómuð bíómynd. Leikari nokkur fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína í hlutverk James Stevens, brytans í Darlington Hall. Hvaða leikari var það?

4.   Hvað heitir þéttbýlisstaðurinn norðan Borgarfjarðar við Faxaflóa?

5.   Hvaða frægu bók skrifaði Lewis Carroll?

6.   Hvaða íslenski rithöfundur skrifaði bækur eins og Stjórnlausa lukku, Fólkið í kjallaranum, Vetrarsól og Stóra skjálfta?

7.   Hvaða hverfi í Reykjavík hefur póstnúmerið 109?

8.   Íslensk leikkona gat sér gott orð fyrir hálfum öðrum áratug fyrir leik sinn í dönsku spennuþáttunum Örninn — um danskan leyniþjónustumann af íslenskum ættum. Hver er leikkonan?

9.   Sjónvarpspersóna ein er átta ára og hefur verið lengi, hefur greindarvísitölu upp á 159 (mjög hátt) og er í gáfumannasamtökunum Mensa?

10.   Hvað hét loftskip sem fuðraði upp 6. maí 1937 og varð til þess að farþegaflug með loftskipum lagðist af?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir konan á þessu skjáskoti?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Söng. Hann er forsöngvari Stuðmanna í kvikmyndinni Með allt á hreinu, leikinn af Agli Ólafssyni.

2.   Ishiguro.

3.   Anthony Hopkins.

4.   Borgarnes.

5.   Lísu í Undralandi.

6.   Auður Jónsdóttir.

7.   Breiðholtið.

8.   Elva Ósk.

9.   Lisa Simpson.

10.   Hindenburg.

***

Svör við aukaspurningum:

Aldan fellur að ströndum Japans. Þetta er víðfræg japönsk mynd.

Konan er Meryl Streep kvikmyndaleikkona sem býr fyrir vestan haf.

Hana má sjá í allri sinni dýrð hér til hliðar.

***

Hér er þraut gærdagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Konum fjölgar sem óttast um líf sitt
5
Úttekt

Kon­um fjölg­ar sem ótt­ast um líf sitt

Úr­ræða­leysi rík­ir hér á landi gagn­vart því að tryggja ör­yggi kvenna á heim­il­um sín­um og stjórn­völd draga lapp­irn­ar, seg­ir Linda Dröfn Gunn­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stýra Kvenna­at­hvarfs­ins, sem var á lista BBC yf­ir 100 áhrifa­mestu kon­ur í heimi. Kon­um sem leita í at­hvarf­ið hef­ur fjölg­að. Oft gera þær lít­ið úr of­beld­inu og áfell­ast sig, en lýsa síð­an hryll­ingi inni á heim­il­inu. „Sjálfs­ásök­un­in sit­ur oft lengst í þeim.“
Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
6
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár