Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Samþykktu lög um skyldudvöl í sóttvarnarhúsi

Á fimmta tím­an­um sam­þykkti Al­þingi lög sem gefa heil­brigð­is­ráð­herra heim­ilt til að skylda ferða­menn frá háá­hættu­svæð­um í sótt­kví eða ein­angr­un í sótt­varn­ar­húsi.

Samþykktu lög um skyldudvöl í sóttvarnarhúsi
Svandís Svavarsdóttir Ráðherra fær frekari heimildir í lögum til að skikka ferðamenn í sóttkví. Mynd: b'Bragi \xc3\x9e\xc3\xb3r J\xc3\xb3sefsson'

Alþingi fundaði langt fram á nótt til þess að ræða fjölda mála, meðal annars frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um sóttvarnarhús og för yfir landamæri. Frumvarpið var samþykkt á fimmta tímanum og gefur ráðherra heimild til að skylda ferðamenn frá hááhættusvæðum í sóttkví eða einangrun í sóttvarnarhúsi.

Þingmenn stjórnarmeirihlutans studdu frumvarpið, en flestir aðrir þingmenn sátu hjá. Tveir kusu á móti, Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Olga Margrét Cilia, þingmaður Pírata.

Með lögunum fær heilbrigðisráðherra heimild til þess, að fenginni tillögu sóttvarnalæknis, að skylda ferðamann sem kemur frá eða hefur dvalið á hááhættusvæði, eða svæði sem fullnægjandi upplýsingar liggja ekki fyrir um, að dvelja í sóttkví eða einangrun í sóttvarnahúsi. Sóttvarnalækni er heimilt að veita undanþágu frá þessari skyldu sýni ferðamaður með fullnægjandi hætti fram á að hann muni uppfylla öll skilyrði sóttkvíar eða einangrunar í húsnæði á eigin vegum.

Ferðamenn þurfa að óska undanþágu tveimur sólarhringum fyrir komu þeirra til landsins. Þá skal ráðherra skilgreina hááhættusvæði í reglugerð, að tillögu sóttvarnarlæknis, birta listann og endurskoða hann á tveggja vikna fresti.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár