Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Samþykktu lög um skyldudvöl í sóttvarnarhúsi

Á fimmta tím­an­um sam­þykkti Al­þingi lög sem gefa heil­brigð­is­ráð­herra heim­ilt til að skylda ferða­menn frá háá­hættu­svæð­um í sótt­kví eða ein­angr­un í sótt­varn­ar­húsi.

Samþykktu lög um skyldudvöl í sóttvarnarhúsi
Svandís Svavarsdóttir Ráðherra fær frekari heimildir í lögum til að skikka ferðamenn í sóttkví. Mynd: b'Bragi \xc3\x9e\xc3\xb3r J\xc3\xb3sefsson'

Alþingi fundaði langt fram á nótt til þess að ræða fjölda mála, meðal annars frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um sóttvarnarhús og för yfir landamæri. Frumvarpið var samþykkt á fimmta tímanum og gefur ráðherra heimild til að skylda ferðamenn frá hááhættusvæðum í sóttkví eða einangrun í sóttvarnarhúsi.

Þingmenn stjórnarmeirihlutans studdu frumvarpið, en flestir aðrir þingmenn sátu hjá. Tveir kusu á móti, Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Olga Margrét Cilia, þingmaður Pírata.

Með lögunum fær heilbrigðisráðherra heimild til þess, að fenginni tillögu sóttvarnalæknis, að skylda ferðamann sem kemur frá eða hefur dvalið á hááhættusvæði, eða svæði sem fullnægjandi upplýsingar liggja ekki fyrir um, að dvelja í sóttkví eða einangrun í sóttvarnahúsi. Sóttvarnalækni er heimilt að veita undanþágu frá þessari skyldu sýni ferðamaður með fullnægjandi hætti fram á að hann muni uppfylla öll skilyrði sóttkvíar eða einangrunar í húsnæði á eigin vegum.

Ferðamenn þurfa að óska undanþágu tveimur sólarhringum fyrir komu þeirra til landsins. Þá skal ráðherra skilgreina hááhættusvæði í reglugerð, að tillögu sóttvarnarlæknis, birta listann og endurskoða hann á tveggja vikna fresti.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár