Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Samþykktu lög um skyldudvöl í sóttvarnarhúsi

Á fimmta tím­an­um sam­þykkti Al­þingi lög sem gefa heil­brigð­is­ráð­herra heim­ilt til að skylda ferða­menn frá háá­hættu­svæð­um í sótt­kví eða ein­angr­un í sótt­varn­ar­húsi.

Samþykktu lög um skyldudvöl í sóttvarnarhúsi
Svandís Svavarsdóttir Ráðherra fær frekari heimildir í lögum til að skikka ferðamenn í sóttkví. Mynd: b'Bragi \xc3\x9e\xc3\xb3r J\xc3\xb3sefsson'

Alþingi fundaði langt fram á nótt til þess að ræða fjölda mála, meðal annars frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um sóttvarnarhús og för yfir landamæri. Frumvarpið var samþykkt á fimmta tímanum og gefur ráðherra heimild til að skylda ferðamenn frá hááhættusvæðum í sóttkví eða einangrun í sóttvarnarhúsi.

Þingmenn stjórnarmeirihlutans studdu frumvarpið, en flestir aðrir þingmenn sátu hjá. Tveir kusu á móti, Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Olga Margrét Cilia, þingmaður Pírata.

Með lögunum fær heilbrigðisráðherra heimild til þess, að fenginni tillögu sóttvarnalæknis, að skylda ferðamann sem kemur frá eða hefur dvalið á hááhættusvæði, eða svæði sem fullnægjandi upplýsingar liggja ekki fyrir um, að dvelja í sóttkví eða einangrun í sóttvarnahúsi. Sóttvarnalækni er heimilt að veita undanþágu frá þessari skyldu sýni ferðamaður með fullnægjandi hætti fram á að hann muni uppfylla öll skilyrði sóttkvíar eða einangrunar í húsnæði á eigin vegum.

Ferðamenn þurfa að óska undanþágu tveimur sólarhringum fyrir komu þeirra til landsins. Þá skal ráðherra skilgreina hááhættusvæði í reglugerð, að tillögu sóttvarnarlæknis, birta listann og endurskoða hann á tveggja vikna fresti.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár