Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

362. spurningaþraut: „Hann mun og geyja að hverjum manni“

362. spurningaþraut: „Hann mun og geyja að hverjum manni“

Hér er þraut gærdagsins.

***

Fyrri aukaspurning:

Hvað nefnist fuglinn á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvaða Íslendingur fékk fyrir tveim dögum alþjóðleg verðlaun uppljóstrara, sem veitt eru í Svíþjóð?

2.   Hvað heitir Lína langsokkur á sænsku?

3.    Kona nokkur hefur sinnt margvíslegum bókmenntastörfum í áratugi, verið ritstjóri og blaðamaður, gagnrýnandi, þýðandi og rithöfundur. En hún er líka kunn fyrir að vera sérlegur hjálparkokkur og yfirlesari Bubba Morthens áður en hann sendir frá sér texta eða ljóð. Hvað heitir hún?

4.    Bubbi og Rúnar Júlíusson ráku einu sinni hljómsveit sem nefndist GCD. Hvað þýðir sú skammstöfun?

5.   John Grant heitir bandarískur söngvari sem hefur árum saman búið á Íslandi. Langfrægasta lagið hans þykir hafa svo dónalegt heiti að í umfjöllun erlendis er það yfirleitt bara kallað GMF. Hvað þýðir sú skammstöfun?

6.   Fyrir nokkrum vikum gaf Grant út lag sem hann syngur á íslensku ásamt kunnri íslenskri söngkonu. Lagið heitir Veldu stjörnu, en hver er söngkonan?

7.   Í Njálssögu segir: „Eg vil gefa þér [...] hund er mér var gefinn [...]. Hann er mikill og eigi verri til fylgdar en röskur maður. Það fylgir og að hann hefir mannsvit. Hann mun og geyja að hverjum manni þeim er hann veit að óvinur þinn er en aldrei að vinum þínum því að hann sér á hverjum manni hvort til þín er vel eða illa. Hann mun og líf á leggja að vera þér trúr.“ Hvað hét hundurinn sem Ólafur pá gaf Gunnari á Hlíðarenda með þessum orðum?

8.  En hvar hafði Ólafur pá eignast hundinn?

9.   Hvað er stærsta ríki heimsins?

10.   Hver skrifaði barnabækurnar Ballið á Bessastöðum og Prinsessan á Bessastöðum?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir fataframleiðandinn sem notar krókódílinn hér að neðan sem lógó sitt?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Jóhannes Stefánsson.

2.   Pippi Långstrump.

3.   Silja Aðalsteinsdóttir.

4.   G, C og D eru þrír algengustu gítarhljómarnir.

5.   Greatest Motherfucker.

6.   Ellen Kristjánsdóttir.

7.   Sámur.

8.   Á Írlandi.

9.   Rússland.

10.   Gerður Kristný.

***

Svör við aukaspurningum:

Fuglinn kallast sigðnefur á íslensku. Það dugar hins vegar vel að þekkja erlenda heitið íbis.

Og krókódílinn notar fyrirtækið Lacoste.

***

Hér er þraut gærdagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu