Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

362. spurningaþraut: „Hann mun og geyja að hverjum manni“

362. spurningaþraut: „Hann mun og geyja að hverjum manni“

Hér er þraut gærdagsins.

***

Fyrri aukaspurning:

Hvað nefnist fuglinn á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvaða Íslendingur fékk fyrir tveim dögum alþjóðleg verðlaun uppljóstrara, sem veitt eru í Svíþjóð?

2.   Hvað heitir Lína langsokkur á sænsku?

3.    Kona nokkur hefur sinnt margvíslegum bókmenntastörfum í áratugi, verið ritstjóri og blaðamaður, gagnrýnandi, þýðandi og rithöfundur. En hún er líka kunn fyrir að vera sérlegur hjálparkokkur og yfirlesari Bubba Morthens áður en hann sendir frá sér texta eða ljóð. Hvað heitir hún?

4.    Bubbi og Rúnar Júlíusson ráku einu sinni hljómsveit sem nefndist GCD. Hvað þýðir sú skammstöfun?

5.   John Grant heitir bandarískur söngvari sem hefur árum saman búið á Íslandi. Langfrægasta lagið hans þykir hafa svo dónalegt heiti að í umfjöllun erlendis er það yfirleitt bara kallað GMF. Hvað þýðir sú skammstöfun?

6.   Fyrir nokkrum vikum gaf Grant út lag sem hann syngur á íslensku ásamt kunnri íslenskri söngkonu. Lagið heitir Veldu stjörnu, en hver er söngkonan?

7.   Í Njálssögu segir: „Eg vil gefa þér [...] hund er mér var gefinn [...]. Hann er mikill og eigi verri til fylgdar en röskur maður. Það fylgir og að hann hefir mannsvit. Hann mun og geyja að hverjum manni þeim er hann veit að óvinur þinn er en aldrei að vinum þínum því að hann sér á hverjum manni hvort til þín er vel eða illa. Hann mun og líf á leggja að vera þér trúr.“ Hvað hét hundurinn sem Ólafur pá gaf Gunnari á Hlíðarenda með þessum orðum?

8.  En hvar hafði Ólafur pá eignast hundinn?

9.   Hvað er stærsta ríki heimsins?

10.   Hver skrifaði barnabækurnar Ballið á Bessastöðum og Prinsessan á Bessastöðum?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir fataframleiðandinn sem notar krókódílinn hér að neðan sem lógó sitt?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Jóhannes Stefánsson.

2.   Pippi Långstrump.

3.   Silja Aðalsteinsdóttir.

4.   G, C og D eru þrír algengustu gítarhljómarnir.

5.   Greatest Motherfucker.

6.   Ellen Kristjánsdóttir.

7.   Sámur.

8.   Á Írlandi.

9.   Rússland.

10.   Gerður Kristný.

***

Svör við aukaspurningum:

Fuglinn kallast sigðnefur á íslensku. Það dugar hins vegar vel að þekkja erlenda heitið íbis.

Og krókódílinn notar fyrirtækið Lacoste.

***

Hér er þraut gærdagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár