Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

361. spurningaþraut: Jones, Stewart, Taylor, Wyman

361. spurningaþraut: Jones, Stewart, Taylor, Wyman

Hjer er þrautin frá í gjær.

***

Fyrri aukaspurning.

Sú breska leikkona, sem sést á myndinni hér að ofan, lést á dögunum, aðeins rúmlega fimmtug. Hún er mörgum kunn úr sjónvarpi og bíómyndum. Hvað hét hún?

***

Aðalspurningar:

1.   Klæðisplagg nokkurt, sem notað er hér á landi og vitanlega út um heiminn líka, það er kennt á íslensku við ákveðið húsdýr, eða réttara sagt tiltekinn bólstað dýranna. Hvað er þetta klæðisplagg nefnt?

2.   Hvað heitir bandaríski lögreglumaðurinn sem var fyrir tveim dögum dæmdur fyrir að hafa myrt George Floyd?

3.   Hver er aðalliturinn á treyjum spænska fótboltaliðsins Real Madrid?

4.   Í hvaða landi er höfuðborgin Belgrad?

5.   Kona nokkur hefur verið í sviðsljósinu vegna baráttu sinnar fyrir því að vera viðurkennd hæf til að taka að sér fósturbarn þrátt fyrir fötlun. Hvað heitir hún?

6.   Hvað hét írska söngkonan sem flutti lagið All Kinds of Everything í Eurovision fyrir einhverjum 50 árum eða svo?

7.   Hinn norski Magnus Carlsen er heimsmeistari í ... hverju?

8.   Hvað heitir forseti Sýrlands?

9.   Áður en Vera Illugadóttir hóf þáttaröð sína Í ljósi sögunnar sá hún um aðra vinsæla útvarpsþætti á RÚV sem kenndir voru við dýr eitt. Hvaða dýr?

10.   Brian Jones, Ian Stewart, Mick Taylor og Bill Wyman. Hvað eiga þessir fjórir menn sameiginlegt — og engir aðrir?

***

Seinni aukaspurning.

Leikkonan, sem við sáum mynd af hér að ofan, lék meðal annars í vinsælum sjónvarpsþáttum, þar sem karlarnir á myndinni hér að neðan komu við sögu. Hvað nefnist sería þessi?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Lambhúshetta.

2.   Chauvin.

3.   Hvítur.

4.   Serbía.

5.   Freyja Haraldsdóttir.

6.   Dana.

7.   Skák.

8.   Assad.

9.   Leðurblakan.

10.   Þeir eru allir fyrrverandi meðlimir í The Rolling Stones.

***

Svör við aukaspurningum:

Leikkonan hét Helen McCrory. Eftirnafnið dugar, og ég ætla að leyfa ákveðið svigrúm — menn fá til dæmis rétt fyrir McRory!

Þættirnir heita Peaky Blinders.

***

Og hér er aftur hlekkur á þrautina frá í gær, sem snýst um fyrri heimsstyrjöldina.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár