Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

361. spurningaþraut: Jones, Stewart, Taylor, Wyman

361. spurningaþraut: Jones, Stewart, Taylor, Wyman

Hjer er þrautin frá í gjær.

***

Fyrri aukaspurning.

Sú breska leikkona, sem sést á myndinni hér að ofan, lést á dögunum, aðeins rúmlega fimmtug. Hún er mörgum kunn úr sjónvarpi og bíómyndum. Hvað hét hún?

***

Aðalspurningar:

1.   Klæðisplagg nokkurt, sem notað er hér á landi og vitanlega út um heiminn líka, það er kennt á íslensku við ákveðið húsdýr, eða réttara sagt tiltekinn bólstað dýranna. Hvað er þetta klæðisplagg nefnt?

2.   Hvað heitir bandaríski lögreglumaðurinn sem var fyrir tveim dögum dæmdur fyrir að hafa myrt George Floyd?

3.   Hver er aðalliturinn á treyjum spænska fótboltaliðsins Real Madrid?

4.   Í hvaða landi er höfuðborgin Belgrad?

5.   Kona nokkur hefur verið í sviðsljósinu vegna baráttu sinnar fyrir því að vera viðurkennd hæf til að taka að sér fósturbarn þrátt fyrir fötlun. Hvað heitir hún?

6.   Hvað hét írska söngkonan sem flutti lagið All Kinds of Everything í Eurovision fyrir einhverjum 50 árum eða svo?

7.   Hinn norski Magnus Carlsen er heimsmeistari í ... hverju?

8.   Hvað heitir forseti Sýrlands?

9.   Áður en Vera Illugadóttir hóf þáttaröð sína Í ljósi sögunnar sá hún um aðra vinsæla útvarpsþætti á RÚV sem kenndir voru við dýr eitt. Hvaða dýr?

10.   Brian Jones, Ian Stewart, Mick Taylor og Bill Wyman. Hvað eiga þessir fjórir menn sameiginlegt — og engir aðrir?

***

Seinni aukaspurning.

Leikkonan, sem við sáum mynd af hér að ofan, lék meðal annars í vinsælum sjónvarpsþáttum, þar sem karlarnir á myndinni hér að neðan komu við sögu. Hvað nefnist sería þessi?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Lambhúshetta.

2.   Chauvin.

3.   Hvítur.

4.   Serbía.

5.   Freyja Haraldsdóttir.

6.   Dana.

7.   Skák.

8.   Assad.

9.   Leðurblakan.

10.   Þeir eru allir fyrrverandi meðlimir í The Rolling Stones.

***

Svör við aukaspurningum:

Leikkonan hét Helen McCrory. Eftirnafnið dugar, og ég ætla að leyfa ákveðið svigrúm — menn fá til dæmis rétt fyrir McRory!

Þættirnir heita Peaky Blinders.

***

Og hér er aftur hlekkur á þrautina frá í gær, sem snýst um fyrri heimsstyrjöldina.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár