Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

361. spurningaþraut: Jones, Stewart, Taylor, Wyman

361. spurningaþraut: Jones, Stewart, Taylor, Wyman

Hjer er þrautin frá í gjær.

***

Fyrri aukaspurning.

Sú breska leikkona, sem sést á myndinni hér að ofan, lést á dögunum, aðeins rúmlega fimmtug. Hún er mörgum kunn úr sjónvarpi og bíómyndum. Hvað hét hún?

***

Aðalspurningar:

1.   Klæðisplagg nokkurt, sem notað er hér á landi og vitanlega út um heiminn líka, það er kennt á íslensku við ákveðið húsdýr, eða réttara sagt tiltekinn bólstað dýranna. Hvað er þetta klæðisplagg nefnt?

2.   Hvað heitir bandaríski lögreglumaðurinn sem var fyrir tveim dögum dæmdur fyrir að hafa myrt George Floyd?

3.   Hver er aðalliturinn á treyjum spænska fótboltaliðsins Real Madrid?

4.   Í hvaða landi er höfuðborgin Belgrad?

5.   Kona nokkur hefur verið í sviðsljósinu vegna baráttu sinnar fyrir því að vera viðurkennd hæf til að taka að sér fósturbarn þrátt fyrir fötlun. Hvað heitir hún?

6.   Hvað hét írska söngkonan sem flutti lagið All Kinds of Everything í Eurovision fyrir einhverjum 50 árum eða svo?

7.   Hinn norski Magnus Carlsen er heimsmeistari í ... hverju?

8.   Hvað heitir forseti Sýrlands?

9.   Áður en Vera Illugadóttir hóf þáttaröð sína Í ljósi sögunnar sá hún um aðra vinsæla útvarpsþætti á RÚV sem kenndir voru við dýr eitt. Hvaða dýr?

10.   Brian Jones, Ian Stewart, Mick Taylor og Bill Wyman. Hvað eiga þessir fjórir menn sameiginlegt — og engir aðrir?

***

Seinni aukaspurning.

Leikkonan, sem við sáum mynd af hér að ofan, lék meðal annars í vinsælum sjónvarpsþáttum, þar sem karlarnir á myndinni hér að neðan komu við sögu. Hvað nefnist sería þessi?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Lambhúshetta.

2.   Chauvin.

3.   Hvítur.

4.   Serbía.

5.   Freyja Haraldsdóttir.

6.   Dana.

7.   Skák.

8.   Assad.

9.   Leðurblakan.

10.   Þeir eru allir fyrrverandi meðlimir í The Rolling Stones.

***

Svör við aukaspurningum:

Leikkonan hét Helen McCrory. Eftirnafnið dugar, og ég ætla að leyfa ákveðið svigrúm — menn fá til dæmis rétt fyrir McRory!

Þættirnir heita Peaky Blinders.

***

Og hér er aftur hlekkur á þrautina frá í gær, sem snýst um fyrri heimsstyrjöldina.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Það er eitthvað í samfélaginu sem ýtir undir kulnun
5
Viðtal

Það er eitt­hvað í sam­fé­lag­inu sem ýt­ir und­ir kuln­un

Streita er vax­andi vandi í nú­tíma­sam­fé­lagi og ekki óal­gengt að fólk fari í kuln­un. Dr. Ólaf­ur Þór Æv­ars­son er sjálf­stætt starf­andi geð­lækn­ir og stofn­andi Streitu­skól­ans sem er hluti af heild­stæðri vel­ferð­ar­þjón­ustu Heilsu­vernd­ar. Hann seg­ir að for­varn­ir og fræðsla séu mik­il­væg­ir þætt­ir til að fólk verði bet­ur með­vit­að um eig­in heilsu og geti tek­ið ábyrgð og sporn­að við streitu en hún get­ur haft víð­tæk áhrif á fólk bæði lík­am­lega og and­lega.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár