Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Stjórnarþingmaður vill skylduvist á sóttkvíarhóteli

Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, þing­mað­ur Vinstri grænna, hvet­ur til að laga­stoð und­ir skyldu­vist á sótt­kví­ar­hót­eli verði treyst. Mál­ið verð­ur rætt í rík­is­stjórn í dag og Svandís Svavars­dótt­ir skoð­ar að leggja fram frum­varp.

Stjórnarþingmaður vill skylduvist á sóttkvíarhóteli
Kolbeinn Óttarsson Proppé Reglugerð um skyldugistingu á sóttkvíarhóteli skorti lagastoð, að mati héraðsdóms. Mynd: Davíð Þór

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, vill að lagastoð fyrir skyldu þeirra sem koma inn um landamærin að dvelja á sóttkvíarhóteli verði styrkt. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu 5. apríl að reglugerð um slíkt hefði skort lagastoð og þannig hefði verið gengið lengra en lög leyfa. Komufarþegar mættu því vera í heimasóttkví.

„Ég er einfaldur maður og horfi til einfaldra lausna,“ skrifar Kolbeinn í grein í Fréttablaðinu í dag. „Ef vantar að styrkja lagastoð undir sóttkvíarhótel, þá styrkjum við lagastoð undir sóttkvíarhótel. Ávinningurinn af slíku er ótvíræður; við hljótum öll að vilja að hægt sé að slaka enn frekar á klónni innanlands. Átt frjálsara sumar. Frekar en að herða reglur aftur.“

RÚV greindi frá því í gær að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mundi mögulega leggja fram frumvarp til að tryggja lagastoð undir sóttkvíarhótel og að málið yrði rætt á fundi ríkisstjórnar í dag. Nokkur andstaða hefur verið við slíka skyldu innan Sjálfstæðisflokksins.

Kolbeinn sagir árangur Íslands í sóttvörnum hafa verið góðan og áhrif heimsfaraldurs kórónuveiru á daglegt líf fólks hafi verið minni hér en víða á heimsbyggðinni. „Mörg voru því farin að líta sumarið hýru auga; það yrði hægt að lifa enn frjálsara lífi hér en við þó gerum í dag. Til að svo megi verða þarf að tryggja að sóttvarnir séu áfram eins og best verður á kosið,“ skrifar hann.

„Eins og dæmin sanna þarf ekki nema örfá tilvik um að reglur séu ekki virtar“

„Það sama á við um landamærin; við verðum að hafa þær reglur þar við lýði sem tryggja sem bestar sóttvarnir,“ bætir Kolbeinn við. „Sóttkvíarhótel er ein af þeim aðferðum sem talin var nauðsynleg til að tryggja sem bestar sóttvarnir. Reglugerð um það reyndist ekki hafa lagastoð og því var fallið frá skylduvist í sóttkvíarhóteli. Þess í stað treystum við á að fólk sem kemur yfir landamærin virði allar reglur um sóttkví; líka nýju og strangari reglurnar sem voru settar eftir úrskurð um sóttkvíarhótel. Eins og dæmin sanna þarf ekki nema örfá tilvik um að reglur séu ekki virtar í hvívetna, kannski bara eitt, til að smit breiðist út.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár