Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Stjórnarþingmaður vill skylduvist á sóttkvíarhóteli

Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, þing­mað­ur Vinstri grænna, hvet­ur til að laga­stoð und­ir skyldu­vist á sótt­kví­ar­hót­eli verði treyst. Mál­ið verð­ur rætt í rík­is­stjórn í dag og Svandís Svavars­dótt­ir skoð­ar að leggja fram frum­varp.

Stjórnarþingmaður vill skylduvist á sóttkvíarhóteli
Kolbeinn Óttarsson Proppé Reglugerð um skyldugistingu á sóttkvíarhóteli skorti lagastoð, að mati héraðsdóms. Mynd: Davíð Þór

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, vill að lagastoð fyrir skyldu þeirra sem koma inn um landamærin að dvelja á sóttkvíarhóteli verði styrkt. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu 5. apríl að reglugerð um slíkt hefði skort lagastoð og þannig hefði verið gengið lengra en lög leyfa. Komufarþegar mættu því vera í heimasóttkví.

„Ég er einfaldur maður og horfi til einfaldra lausna,“ skrifar Kolbeinn í grein í Fréttablaðinu í dag. „Ef vantar að styrkja lagastoð undir sóttkvíarhótel, þá styrkjum við lagastoð undir sóttkvíarhótel. Ávinningurinn af slíku er ótvíræður; við hljótum öll að vilja að hægt sé að slaka enn frekar á klónni innanlands. Átt frjálsara sumar. Frekar en að herða reglur aftur.“

RÚV greindi frá því í gær að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mundi mögulega leggja fram frumvarp til að tryggja lagastoð undir sóttkvíarhótel og að málið yrði rætt á fundi ríkisstjórnar í dag. Nokkur andstaða hefur verið við slíka skyldu innan Sjálfstæðisflokksins.

Kolbeinn sagir árangur Íslands í sóttvörnum hafa verið góðan og áhrif heimsfaraldurs kórónuveiru á daglegt líf fólks hafi verið minni hér en víða á heimsbyggðinni. „Mörg voru því farin að líta sumarið hýru auga; það yrði hægt að lifa enn frjálsara lífi hér en við þó gerum í dag. Til að svo megi verða þarf að tryggja að sóttvarnir séu áfram eins og best verður á kosið,“ skrifar hann.

„Eins og dæmin sanna þarf ekki nema örfá tilvik um að reglur séu ekki virtar“

„Það sama á við um landamærin; við verðum að hafa þær reglur þar við lýði sem tryggja sem bestar sóttvarnir,“ bætir Kolbeinn við. „Sóttkvíarhótel er ein af þeim aðferðum sem talin var nauðsynleg til að tryggja sem bestar sóttvarnir. Reglugerð um það reyndist ekki hafa lagastoð og því var fallið frá skylduvist í sóttkvíarhóteli. Þess í stað treystum við á að fólk sem kemur yfir landamærin virði allar reglur um sóttkví; líka nýju og strangari reglurnar sem voru settar eftir úrskurð um sóttkvíarhótel. Eins og dæmin sanna þarf ekki nema örfá tilvik um að reglur séu ekki virtar í hvívetna, kannski bara eitt, til að smit breiðist út.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár