Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

360. spurningaþraut: Tólf spurningar um voðalegt stríð

360. spurningaþraut: Tólf spurningar um voðalegt stríð

Hér er hlekkur frá þrautina frá í gær.

***

Þar sem númer þrautar endar á núlli snúast allar spurningarnar um sama efni. Margir hafa komið að máli við mig og beðið um að fá að svara spurningum um fyrri heimsstyrjöldina. Og það er hér með látið eftir þeim hinum sömu.

Fyrri aukaspurning:

Í fyrri heimsstyrjöld komu skriðdrekar fyrst fram á sjónarsviðið og sá sem sést á myndinni hér að ofan þótti mikil brautryðjendasmíð. Hvaða þjóð framleiddi þennan dreka?

***

Aðalspurningar:

1.   Greifadóttir ein frá Baden-Württemberg hét fullu nafni framan af Sophie Maria Josephine Albina Gräfin Chotek von Chotkow und Wognin. Svo bættust einhverjir titlar við síðar. Hún dó 28. júní 1914. Hvernig kom andlát hennar við sögu fyrri heimsstyrjaldar?

2.   Í ágúst 1914 hófu Þjóðverjar mikla sókn í átt að stórborg einni og hugðust taka hana með einni snöggri atlögu. Frökkum og Bretum tókst að stöðva sóknina með því að grafa sig niður í skotgrafir, svo stórborgin slapp við að vera hernumin. Hvaða borg var þetta?

3.   Hvað hét æðsti höfðingi Þjóðverja í styrjöldinni?

4.   Þýskaland var í stríðinu í nánu bandalagi við annað stórveldi í Evrópu. Hvað kallaðist það stórveldi fullu nafni?

5.   En hvað hét flotamálaráðherra Breta í upphafi stríðsins?

6.   Miklir bardagar stóðu árið 1915 um staðinn Gallipoli. Þar hugðust Bretar með hjálp Ástralíumanna og Ný-Sjálendinga og fleiri klekkja á einni óvinaþjóð sinni í stríðinu með innrás á skaga einn, sem hét og heitir þessu nafni. Í hvaða ríki er Gallipoli?

7.   Árið 1916 var háð mikil orrusta við Jótland í Danmörku. Hvers konar orrusta var það?

8.   Snemma árs 1917 var gerð bylting í Rússlandi. Bráðabirgðastjórn tók við völdum. Hvað hét karl sá er henni stýrði lengst af?

9.   Þýskur barón að nafni Richthofen var stríðshetja mikil í augum Þjóðverja, en hann lifði reyndar stríðið ekki af. Hvers konar kappi var Richthofen?

10.   Hvar fóru helstu friðarsamningar eftir stríðið fram?

***

Seinni aukaspurning:

„Herfylki dauðans“ nefndist þessi hersveit hér að neðan en hún var mynduð í einu stríðsríkjanna árið 1917 og var eingöngu skipuð konum. Í hvaða ríki var það? (Og nei, þið ættuð ekki að þekkja sögu Herfylkis dauðans. Þið ættuð að þekkja einkennisbúningana og hollnínguna alla.)

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Hún var eiginkona Franz Ferdinand erkihertoga en morðin á þeim urðu tilefni þess að striðið braust út.

2.   París.

3.   Vilhjálmur 2. keisari. Óþarfi er að muna númerið hans.

4.   Austurríki-Ungverjaland.

5.   Churchill.

6.   Tyrklandi.

7.    Sjóorrusta.

8.   Kerenskí.

9.   Flugkappi.

10.   Versölum.

***

Svör við aukaspurningum:

Mark I skriðdrekinn var framleiddur í Bretlandi.

Herfylki dauðans var haldið úti í Rússlandi. Athugið, ekki Sovétríkjunum.

***

Og hér er þraut gærdagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
2
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Leitin að upprunanum
5
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár