Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

360. spurningaþraut: Tólf spurningar um voðalegt stríð

360. spurningaþraut: Tólf spurningar um voðalegt stríð

Hér er hlekkur frá þrautina frá í gær.

***

Þar sem númer þrautar endar á núlli snúast allar spurningarnar um sama efni. Margir hafa komið að máli við mig og beðið um að fá að svara spurningum um fyrri heimsstyrjöldina. Og það er hér með látið eftir þeim hinum sömu.

Fyrri aukaspurning:

Í fyrri heimsstyrjöld komu skriðdrekar fyrst fram á sjónarsviðið og sá sem sést á myndinni hér að ofan þótti mikil brautryðjendasmíð. Hvaða þjóð framleiddi þennan dreka?

***

Aðalspurningar:

1.   Greifadóttir ein frá Baden-Württemberg hét fullu nafni framan af Sophie Maria Josephine Albina Gräfin Chotek von Chotkow und Wognin. Svo bættust einhverjir titlar við síðar. Hún dó 28. júní 1914. Hvernig kom andlát hennar við sögu fyrri heimsstyrjaldar?

2.   Í ágúst 1914 hófu Þjóðverjar mikla sókn í átt að stórborg einni og hugðust taka hana með einni snöggri atlögu. Frökkum og Bretum tókst að stöðva sóknina með því að grafa sig niður í skotgrafir, svo stórborgin slapp við að vera hernumin. Hvaða borg var þetta?

3.   Hvað hét æðsti höfðingi Þjóðverja í styrjöldinni?

4.   Þýskaland var í stríðinu í nánu bandalagi við annað stórveldi í Evrópu. Hvað kallaðist það stórveldi fullu nafni?

5.   En hvað hét flotamálaráðherra Breta í upphafi stríðsins?

6.   Miklir bardagar stóðu árið 1915 um staðinn Gallipoli. Þar hugðust Bretar með hjálp Ástralíumanna og Ný-Sjálendinga og fleiri klekkja á einni óvinaþjóð sinni í stríðinu með innrás á skaga einn, sem hét og heitir þessu nafni. Í hvaða ríki er Gallipoli?

7.   Árið 1916 var háð mikil orrusta við Jótland í Danmörku. Hvers konar orrusta var það?

8.   Snemma árs 1917 var gerð bylting í Rússlandi. Bráðabirgðastjórn tók við völdum. Hvað hét karl sá er henni stýrði lengst af?

9.   Þýskur barón að nafni Richthofen var stríðshetja mikil í augum Þjóðverja, en hann lifði reyndar stríðið ekki af. Hvers konar kappi var Richthofen?

10.   Hvar fóru helstu friðarsamningar eftir stríðið fram?

***

Seinni aukaspurning:

„Herfylki dauðans“ nefndist þessi hersveit hér að neðan en hún var mynduð í einu stríðsríkjanna árið 1917 og var eingöngu skipuð konum. Í hvaða ríki var það? (Og nei, þið ættuð ekki að þekkja sögu Herfylkis dauðans. Þið ættuð að þekkja einkennisbúningana og hollnínguna alla.)

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Hún var eiginkona Franz Ferdinand erkihertoga en morðin á þeim urðu tilefni þess að striðið braust út.

2.   París.

3.   Vilhjálmur 2. keisari. Óþarfi er að muna númerið hans.

4.   Austurríki-Ungverjaland.

5.   Churchill.

6.   Tyrklandi.

7.    Sjóorrusta.

8.   Kerenskí.

9.   Flugkappi.

10.   Versölum.

***

Svör við aukaspurningum:

Mark I skriðdrekinn var framleiddur í Bretlandi.

Herfylki dauðans var haldið úti í Rússlandi. Athugið, ekki Sovétríkjunum.

***

Og hér er þraut gærdagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár