Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Segir Covid-smitin tengjast mistökum Íslendinga við að aðlaga innflytjendur

Fólk­ið sem reisti flest­ar bygg­ing­ar á Ís­landi síð­asta ára­tug­inn hef­ur ekki not­ið þess að vera full­gild­ur hluti af ís­lensku sam­fé­lagi, seg­ir Kári Stef­áns­son, for­stjóri Ís­lenskr­ar erfða­grein­ing­ar. „Það er sá hóp­ur sem hef­ur átt erfitt með að halda þess­ar tak­mark­an­ir,“ seg­ir hann um covid-smit­in und­an­far­ið.

Segir Covid-smitin tengjast mistökum Íslendinga við að aðlaga innflytjendur
Sýnataka Íslensk erfðagreining hefur tekið stóran hluta sýna vegna covid-19. Mynd: Heiða Helgadóttir

Umræðan um Covid-smit á Íslandi hefur í vaxandi mæli færst yfir á þjóðernishópa á Íslandi. Sóttvarnaryfirvöld hafa greint frá því að covid-smit á leikskólanum Jörfa í Hæðargarði hafi tengst manni sem kom frá Póllandi og virti ekki sóttkví. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun að ástæða smita undanfarið tengist því að Íslendingar hafi ekki lagt nóg á sig við að tryggja að „geysigott fólk sem hefur lagt mikið af mörkum til íslensks samfélags“ sé hluti af samfélaginu. Yfir 20 covid-smit greindust í gær. Tvær hópsýkingar sem greindust um helgina tengjast fólki sem hélt ekki sóttkví, að mati sóttvarnayfirvalda. Önnur þeirra er rakin til manns sem kom frá Póllandi  fyrir páska og tengdist leikskólanum Jörfa.

„Það sem stendur út af svolítið er að það hefur vaxið ákveðinn minnihlutahópur á Íslandi, sem er fólk sem er með búsetu á Íslandi, talar ekki tungumálið, lítur ekki svo á að það sé hluti af íslenskri þóð, og það er sá hópur sem hefur átt erfitt með að halda þessar takmarkanir sem við höfum sett á herðar fólks,“ segir Kári. „Og við getum ekki kennt neinum um það en okkur sjálfum. Vegna þess að við höfum ekki sinnt þessu fólki á undanförnum árum, við höfum ekki lagt nokkurn skapaðan hlut á okkur til þess að gera þessu fólki auðvelt að finnast eins og þau séu hluti af liðinu.“

„Okkur að kenna“

Kári StefánssonKallar eftir því að Alþingi herði reglur um ferðalög milli landa.

Kári sagði jafnframt að erfitt væri að ræða þessi mál. „Ég minntist á þetta einhvers staðar og var barinn í klessu fyrir vikið. Það eina sem ég er að benda á að þetta er verkefni sem við verðum að sinna. Þetta er geysigott fólk sem hefur lagt mikið af mörkum til íslensks samfélags. Flestallar byggingar sem hafa verið reistar á Íslandi á síðustu tíu árum hafa verið reistar af þessu fólki. Það hefur staðið sig feikilega vel, en okkur hefur ekki tekist að gera þetta fólk að fullgildum meðlimum í íslensku samfélagi, og það er okkur að kenna, ekki þeim.“

„Það er ekki hægt annað en að hrósa þessari villimannaþjóð fyrir það hvað hún hefur verið öguð“

Kári segir að Íslendingar almennt hafi staðið sig vel. „Það er ekki hægt annað en að hrósa þessari villimannaþjóð fyrir það hvað hún hefur verið öguð meðan á þessum faraldri hefur staðið, alveg ótrúlega.“

Umræða um herðingu landamæraeftirlits

Margir hafa kallað eftir því undanfarið að loka landamærum Íslands fyrir komufólki eða herða verulega eftirlit og eftirfylgni. Meðal þeirra eru tónlistarmaðurinn Herra Hnetusmjör, Árni Páll Árnason, sem hefur boðað að hann safni saman hóp til að láta loka Reykjanesbrautinni.

Kári Stefánsson segir að herða þurfi enn meira á reglum um ferðalög. „Ég held að við verðum ósköp einfaldlega að gera annað af tvennu. Annað hvort að herða ennþá meira á landamærunum eða búa þannig um hnútana að fólki standi ekki annað til boða en að virða sóttkví. Það vill svo til að við getum rakið þessa hópsýkingu í leikskólanum til einstaklings sem virti ekki sóttkví.“

Mörg smitanna um helgina tengjast leikskólanum Jörfa, sem sögð hafa verið tengjast einstaklingi sem tengist leikskólanum og hafi ekki hlýtt sóttkví. Gert er ráð fyrir að raðgreiningu ljúki í kvöld. 

Kári gagnrýnir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að skyldudvöl á Fosshóteli í Reykjavík, sem breytt hafði verið í sóttkvíarhótel, væri ólögmæt og að fólk ætti heimtingu á að sitja af sér sóttkví í húsnæði að eigin vali.

„Það var einmana, lítill héraðsdómari sem kvað upp þann dóm“

„Það var einmana, lítill héraðsdómari sem kvað upp þann dóm að það væri ekki í samræmi við lög sem þá var nýbúið að setja. Þannig að nú verður Alþingi að taka þetta að sér, líklega, að setja loksins nægilega skýr lög til þess að meira að segja einmana menn, sem sitja úti horni einhvers staðar, að þeir skilji að það megi setja menn í sóttkví,“ segir Kári.

Engu að síður segir Kári að aðferðir sem notaðar hafa verið hingað til dugi.

„Á Íslandi hefur þetta breska afbrigði alls ekki breiðst út með þessum leifturhraða, eins og var haldið. Þær aðgerðir sem við notuðum til að ná utan um þriðju bylgjuna og fyrstu bylgjuna, duga til þess að halda utan um þetta, þetta er bara spurning um að vera einbeittur í því að nota þessar aðferðir sem við höfum þegar sýnt að eru nægilega góðar.“

Pólitískt mál

Skerðingar á ferðafrelsi og boð og bönn varðandi einstaklingsfrelsi hafa mætt andstöðu þingmanna og ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Þingmenn Samfylkingarinnar hafa gagnrýnt ríkisstjórnina harðlega fyrir að herða ekki tökin.

Þórólfur GuðnasonSóttvarnalæknir segir að tvær hópsýkingar helgarinnar hafa tengst því að fólk hélt ekki sóttkví.

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður flokksins, sagði í viðtali á Bylgjunni í gær að vatnaskil séu að verða í baráttunni gegn veirunni. „Við erum við krossgötur núna. Það eru að verða algjör vatnaskil í baráttunni við veiruna þegar að okkur er að takast núna á næstu vikum að bólusetja alla viðkvæmu hópana, allar eldri kynslóðirnar og koma framlínufólkinu öllu í bólusetningu. Maí og júní eru eins konar úrslitamánuðir hjá okkur til þess að stórauka bólusetningar með auknum fjölda í hverri viku og þetta breytir auðvitað allri vígstöðu í málum. Að því leytinu til er allt að breytast. Það gefur okkur færi á að fara að skoða möguleika á afléttingum og fara aðeins að tala um þetta í því samhengi sem að vonandi getur þá orðið til þess að auka fólki bjartsýni.“

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á Bylgjunni í morgun að skerða þyrfti frelsi margra. „Ef við ætlum að koma í veg fyrir svona stóra og mikla útbreiðslu, þá verðum við að skerða frelsi mjög margra til að ná tökum á þessu. Svona hefur þetta verið allan tímann.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
5
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
6
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár