Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Segir Covid-smitin tengjast mistökum Íslendinga við að aðlaga innflytjendur

Fólk­ið sem reisti flest­ar bygg­ing­ar á Ís­landi síð­asta ára­tug­inn hef­ur ekki not­ið þess að vera full­gild­ur hluti af ís­lensku sam­fé­lagi, seg­ir Kári Stef­áns­son, for­stjóri Ís­lenskr­ar erfða­grein­ing­ar. „Það er sá hóp­ur sem hef­ur átt erfitt með að halda þess­ar tak­mark­an­ir,“ seg­ir hann um covid-smit­in und­an­far­ið.

Segir Covid-smitin tengjast mistökum Íslendinga við að aðlaga innflytjendur
Sýnataka Íslensk erfðagreining hefur tekið stóran hluta sýna vegna covid-19. Mynd: Heiða Helgadóttir

Umræðan um Covid-smit á Íslandi hefur í vaxandi mæli færst yfir á þjóðernishópa á Íslandi. Sóttvarnaryfirvöld hafa greint frá því að covid-smit á leikskólanum Jörfa í Hæðargarði hafi tengst manni sem kom frá Póllandi og virti ekki sóttkví. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun að ástæða smita undanfarið tengist því að Íslendingar hafi ekki lagt nóg á sig við að tryggja að „geysigott fólk sem hefur lagt mikið af mörkum til íslensks samfélags“ sé hluti af samfélaginu. Yfir 20 covid-smit greindust í gær. Tvær hópsýkingar sem greindust um helgina tengjast fólki sem hélt ekki sóttkví, að mati sóttvarnayfirvalda. Önnur þeirra er rakin til manns sem kom frá Póllandi  fyrir páska og tengdist leikskólanum Jörfa.

„Það sem stendur út af svolítið er að það hefur vaxið ákveðinn minnihlutahópur á Íslandi, sem er fólk sem er með búsetu á Íslandi, talar ekki tungumálið, lítur ekki svo á að það sé hluti af íslenskri þóð, og það er sá hópur sem hefur átt erfitt með að halda þessar takmarkanir sem við höfum sett á herðar fólks,“ segir Kári. „Og við getum ekki kennt neinum um það en okkur sjálfum. Vegna þess að við höfum ekki sinnt þessu fólki á undanförnum árum, við höfum ekki lagt nokkurn skapaðan hlut á okkur til þess að gera þessu fólki auðvelt að finnast eins og þau séu hluti af liðinu.“

„Okkur að kenna“

Kári StefánssonKallar eftir því að Alþingi herði reglur um ferðalög milli landa.

Kári sagði jafnframt að erfitt væri að ræða þessi mál. „Ég minntist á þetta einhvers staðar og var barinn í klessu fyrir vikið. Það eina sem ég er að benda á að þetta er verkefni sem við verðum að sinna. Þetta er geysigott fólk sem hefur lagt mikið af mörkum til íslensks samfélags. Flestallar byggingar sem hafa verið reistar á Íslandi á síðustu tíu árum hafa verið reistar af þessu fólki. Það hefur staðið sig feikilega vel, en okkur hefur ekki tekist að gera þetta fólk að fullgildum meðlimum í íslensku samfélagi, og það er okkur að kenna, ekki þeim.“

„Það er ekki hægt annað en að hrósa þessari villimannaþjóð fyrir það hvað hún hefur verið öguð“

Kári segir að Íslendingar almennt hafi staðið sig vel. „Það er ekki hægt annað en að hrósa þessari villimannaþjóð fyrir það hvað hún hefur verið öguð meðan á þessum faraldri hefur staðið, alveg ótrúlega.“

Umræða um herðingu landamæraeftirlits

Margir hafa kallað eftir því undanfarið að loka landamærum Íslands fyrir komufólki eða herða verulega eftirlit og eftirfylgni. Meðal þeirra eru tónlistarmaðurinn Herra Hnetusmjör, Árni Páll Árnason, sem hefur boðað að hann safni saman hóp til að láta loka Reykjanesbrautinni.

Kári Stefánsson segir að herða þurfi enn meira á reglum um ferðalög. „Ég held að við verðum ósköp einfaldlega að gera annað af tvennu. Annað hvort að herða ennþá meira á landamærunum eða búa þannig um hnútana að fólki standi ekki annað til boða en að virða sóttkví. Það vill svo til að við getum rakið þessa hópsýkingu í leikskólanum til einstaklings sem virti ekki sóttkví.“

Mörg smitanna um helgina tengjast leikskólanum Jörfa, sem sögð hafa verið tengjast einstaklingi sem tengist leikskólanum og hafi ekki hlýtt sóttkví. Gert er ráð fyrir að raðgreiningu ljúki í kvöld. 

Kári gagnrýnir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að skyldudvöl á Fosshóteli í Reykjavík, sem breytt hafði verið í sóttkvíarhótel, væri ólögmæt og að fólk ætti heimtingu á að sitja af sér sóttkví í húsnæði að eigin vali.

„Það var einmana, lítill héraðsdómari sem kvað upp þann dóm“

„Það var einmana, lítill héraðsdómari sem kvað upp þann dóm að það væri ekki í samræmi við lög sem þá var nýbúið að setja. Þannig að nú verður Alþingi að taka þetta að sér, líklega, að setja loksins nægilega skýr lög til þess að meira að segja einmana menn, sem sitja úti horni einhvers staðar, að þeir skilji að það megi setja menn í sóttkví,“ segir Kári.

Engu að síður segir Kári að aðferðir sem notaðar hafa verið hingað til dugi.

„Á Íslandi hefur þetta breska afbrigði alls ekki breiðst út með þessum leifturhraða, eins og var haldið. Þær aðgerðir sem við notuðum til að ná utan um þriðju bylgjuna og fyrstu bylgjuna, duga til þess að halda utan um þetta, þetta er bara spurning um að vera einbeittur í því að nota þessar aðferðir sem við höfum þegar sýnt að eru nægilega góðar.“

Pólitískt mál

Skerðingar á ferðafrelsi og boð og bönn varðandi einstaklingsfrelsi hafa mætt andstöðu þingmanna og ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Þingmenn Samfylkingarinnar hafa gagnrýnt ríkisstjórnina harðlega fyrir að herða ekki tökin.

Þórólfur GuðnasonSóttvarnalæknir segir að tvær hópsýkingar helgarinnar hafa tengst því að fólk hélt ekki sóttkví.

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður flokksins, sagði í viðtali á Bylgjunni í gær að vatnaskil séu að verða í baráttunni gegn veirunni. „Við erum við krossgötur núna. Það eru að verða algjör vatnaskil í baráttunni við veiruna þegar að okkur er að takast núna á næstu vikum að bólusetja alla viðkvæmu hópana, allar eldri kynslóðirnar og koma framlínufólkinu öllu í bólusetningu. Maí og júní eru eins konar úrslitamánuðir hjá okkur til þess að stórauka bólusetningar með auknum fjölda í hverri viku og þetta breytir auðvitað allri vígstöðu í málum. Að því leytinu til er allt að breytast. Það gefur okkur færi á að fara að skoða möguleika á afléttingum og fara aðeins að tala um þetta í því samhengi sem að vonandi getur þá orðið til þess að auka fólki bjartsýni.“

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á Bylgjunni í morgun að skerða þyrfti frelsi margra. „Ef við ætlum að koma í veg fyrir svona stóra og mikla útbreiðslu, þá verðum við að skerða frelsi mjög margra til að ná tökum á þessu. Svona hefur þetta verið allan tímann.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár