Halla Eiríksdóttir, hjúkrunarfræðingur og varaformaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, er ein þeirra sem upplifað hafa kulnun í starfi. Hún starfar í heilbrigðisgeiranum, í stjórnunarstöðu, en slík staða innan stéttarinnar telur hún vera eina orsök þess að hún brann hreinlega út og kulnaði.
Í síðasta mánuði afhentu læknar fulltrúa heilbrigðisráðherra undirskriftalista þar sem þeir sögðu „ítrekuð loforð um aðgerðir og úrbætur hafa verið svikin“. Síðar sagði Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir og sérfræðingur í streitu og kulnun, í samtali við Stundina að hann hefði til meðferðar lækna sem lifðu við „sjúklega streitu“ og jafnvel einkenni heilabilunar vegna álags í starfi.
Byrjaði ung í hjúkrun
Halla á langan starfsferil að baki. Hún byrjaði að læra hjúkrun átján ára í gamla hjúkrunarskólanum og að því loknu sótti hún framhaldsnám í barnahjúkrun. Þess til viðbótar bætti hún síðar við sig diplómu í heilbrigðisfræðum við Háskólann á Akureyri.
Það að hafa byrjað svo ung segir hún hafa …
Athugasemdir