Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Kulnunin er kerfisvandi

Halla Ei­ríks­dótt­ir átti lang­an starfs­fer­il að baki í heil­brigð­is­geir­an­um þeg­ar hún fór að finna fyr­ir ein­kenn­um kuln­un­ar. Fyrst um sinn átt­aði hún sig ekki á því að um kuln­un væri að ræða, hún hafði lof­að sér að hætta áð­ur en hún myndi brenna út. Í dag sér hún sögu sína í öðru ljósi, bar­átt­an við nið­ur­skurði og vænt­ing­ar um aukna þjón­ustu hafi átt sitt að segja með að hún hafi brunn­ið út og kuln­að.

Kulnunin er kerfisvandi
Lofaði að hætta áður en hún myndi brenna út Halla Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur hafði lofað sér að hætta í starfi áður en hún myndi brenna út í því. Það tókst því miður ekki. Vegna aðstæðna náði kulnunin henni á endanum. Mynd: Gunnar Gunnarsson

Halla Eiríksdóttir, hjúkrunarfræðingur og varaformaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, er ein þeirra sem upplifað hafa kulnun í starfi. Hún starfar í heilbrigðisgeiranum, í stjórnunarstöðu, en slík staða innan stéttarinnar telur hún vera eina orsök þess að hún brann hreinlega út og kulnaði.

Í síðasta mánuði afhentu læknar fulltrúa heilbrigðisráðherra undirskriftalista þar sem þeir sögðu „ítrekuð loforð um aðgerðir og úrbætur hafa verið svikin“. Síðar sagði Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir og sérfræðingur í streitu og kulnun, í samtali við Stundina að hann hefði til meðferðar lækna sem lifðu við „sjúklega streitu“ og jafnvel einkenni heilabilunar vegna álags í starfi.

Byrjaði ung í hjúkrun

Halla á langan starfsferil að baki. Hún byrjaði að læra hjúkrun átján ára í gamla hjúkrunarskólanum og að því loknu sótti hún framhaldsnám í barnahjúkrun. Þess til viðbótar bætti hún síðar við sig diplómu í heilbrigðisfræðum við Háskólann á Akureyri.

Það að hafa byrjað svo ung segir hún hafa …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár