Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Landsréttur sneri sakfellingu í sýknu í 15 prósentum kynferðisbrotamála

Refs­ing var mild­uð í 26 pró­sent­um þeirra kyn­ferð­is­brota­mála sem Lands­rétt­ur fjall­aði um á ár­un­um 2018 til 2020. Lands­rétt­ur stað­festi dóma hér­aðs­dóms í 45 pró­sent­um til­fella.

Landsréttur sneri sakfellingu í sýknu í 15 prósentum kynferðisbrotamála
Þögul mótmæli Niðurfellingu kynferðisbrotamála og meðferð dómstóla í málaflokknum hefur oft verið mótmælt. Mynd: Heiða Helgadóttir

Á árabilinu 2018 til 2020 sneri Landsréttur sakfellingu héraðsdóms í kynferðisbrotamálum í sýknu í tíu tilfellum. Í einu tilfelli var sýknu í héraðsdómi snúið í sakfellingu fyrir Landsrétti. Á sama árabili mildaði Landsréttur refsingu í kynferðisbrotamálum í átján tilvikum en þyngdi refsingu í sjö tilvikum.

Þetta kemur fram í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata. Andrés lagði fram fyrirspurn þar sem hann spurði um afdrif dóma Landsréttar í kynferðisbrotamálum á nefndu árabili.

Á þessum þremur árum féll 71 dómur í Landsrétti í kynferðisbrotamálum. Af þeim voru tveir síðar ómerktir með dómum Hæstaréttar og eru þeir dómar ekki hluti af tölfræðinni sem birt er í svari ráðherra. Þá var og eitt kynferðisbrotamál fellt niður þar eð áfrýjun þess var afturkölluð. Enginn dómur héraðsdóms í kynferðisbrotamáli var ómerktur á tímabilinu en í tveimur tilfellum var málum vísað frá, í öðru tilvikinu í heild en í hinu að hluta.

Í 31 einu máli var fyrri dómur héraðsdóms staðfestur að öllu leyti, eða í 45 prósent mála. Í 25 tilvikum var dómi héraðsdóms hins vegar breytt þegar kom að mati á refsingu vegna brotsins. Sem fyrr segir var refsing hinna dæmdu milduð í átján tilvikum en þyngd í sjö tilvikum. Það þýðir að refsing var milduð í 26 prósentum þeirra kynferðisbrotamála sem Landsréttur fjallaði um en þyngd í tíu prósent tilvika.

Þá var dómum héraðsdóms snúið í ellefu tilvikum. Í tíu skipti var sakfellingu snúið í sýknu, sem jafngildir fimmtán prósentum allra kynferðisbrotamála sem komu til kasta Landsréttar. Í einu tilviki var sýknu snúið í sakfellingu, sem samsvarar 1,5 prósentum allra málanna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
6
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
3
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár