Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Landsréttur sneri sakfellingu í sýknu í 15 prósentum kynferðisbrotamála

Refs­ing var mild­uð í 26 pró­sent­um þeirra kyn­ferð­is­brota­mála sem Lands­rétt­ur fjall­aði um á ár­un­um 2018 til 2020. Lands­rétt­ur stað­festi dóma hér­aðs­dóms í 45 pró­sent­um til­fella.

Landsréttur sneri sakfellingu í sýknu í 15 prósentum kynferðisbrotamála
Þögul mótmæli Niðurfellingu kynferðisbrotamála og meðferð dómstóla í málaflokknum hefur oft verið mótmælt. Mynd: Heiða Helgadóttir

Á árabilinu 2018 til 2020 sneri Landsréttur sakfellingu héraðsdóms í kynferðisbrotamálum í sýknu í tíu tilfellum. Í einu tilfelli var sýknu í héraðsdómi snúið í sakfellingu fyrir Landsrétti. Á sama árabili mildaði Landsréttur refsingu í kynferðisbrotamálum í átján tilvikum en þyngdi refsingu í sjö tilvikum.

Þetta kemur fram í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata. Andrés lagði fram fyrirspurn þar sem hann spurði um afdrif dóma Landsréttar í kynferðisbrotamálum á nefndu árabili.

Á þessum þremur árum féll 71 dómur í Landsrétti í kynferðisbrotamálum. Af þeim voru tveir síðar ómerktir með dómum Hæstaréttar og eru þeir dómar ekki hluti af tölfræðinni sem birt er í svari ráðherra. Þá var og eitt kynferðisbrotamál fellt niður þar eð áfrýjun þess var afturkölluð. Enginn dómur héraðsdóms í kynferðisbrotamáli var ómerktur á tímabilinu en í tveimur tilfellum var málum vísað frá, í öðru tilvikinu í heild en í hinu að hluta.

Í 31 einu máli var fyrri dómur héraðsdóms staðfestur að öllu leyti, eða í 45 prósent mála. Í 25 tilvikum var dómi héraðsdóms hins vegar breytt þegar kom að mati á refsingu vegna brotsins. Sem fyrr segir var refsing hinna dæmdu milduð í átján tilvikum en þyngd í sjö tilvikum. Það þýðir að refsing var milduð í 26 prósentum þeirra kynferðisbrotamála sem Landsréttur fjallaði um en þyngd í tíu prósent tilvika.

Þá var dómum héraðsdóms snúið í ellefu tilvikum. Í tíu skipti var sakfellingu snúið í sýknu, sem jafngildir fimmtán prósentum allra kynferðisbrotamála sem komu til kasta Landsréttar. Í einu tilviki var sýknu snúið í sakfellingu, sem samsvarar 1,5 prósentum allra málanna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
1
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
Skyndiréttur með samviskubiti
6
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár