Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Landsréttur sneri sakfellingu í sýknu í 15 prósentum kynferðisbrotamála

Refs­ing var mild­uð í 26 pró­sent­um þeirra kyn­ferð­is­brota­mála sem Lands­rétt­ur fjall­aði um á ár­un­um 2018 til 2020. Lands­rétt­ur stað­festi dóma hér­aðs­dóms í 45 pró­sent­um til­fella.

Landsréttur sneri sakfellingu í sýknu í 15 prósentum kynferðisbrotamála
Þögul mótmæli Niðurfellingu kynferðisbrotamála og meðferð dómstóla í málaflokknum hefur oft verið mótmælt. Mynd: Heiða Helgadóttir

Á árabilinu 2018 til 2020 sneri Landsréttur sakfellingu héraðsdóms í kynferðisbrotamálum í sýknu í tíu tilfellum. Í einu tilfelli var sýknu í héraðsdómi snúið í sakfellingu fyrir Landsrétti. Á sama árabili mildaði Landsréttur refsingu í kynferðisbrotamálum í átján tilvikum en þyngdi refsingu í sjö tilvikum.

Þetta kemur fram í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata. Andrés lagði fram fyrirspurn þar sem hann spurði um afdrif dóma Landsréttar í kynferðisbrotamálum á nefndu árabili.

Á þessum þremur árum féll 71 dómur í Landsrétti í kynferðisbrotamálum. Af þeim voru tveir síðar ómerktir með dómum Hæstaréttar og eru þeir dómar ekki hluti af tölfræðinni sem birt er í svari ráðherra. Þá var og eitt kynferðisbrotamál fellt niður þar eð áfrýjun þess var afturkölluð. Enginn dómur héraðsdóms í kynferðisbrotamáli var ómerktur á tímabilinu en í tveimur tilfellum var málum vísað frá, í öðru tilvikinu í heild en í hinu að hluta.

Í 31 einu máli var fyrri dómur héraðsdóms staðfestur að öllu leyti, eða í 45 prósent mála. Í 25 tilvikum var dómi héraðsdóms hins vegar breytt þegar kom að mati á refsingu vegna brotsins. Sem fyrr segir var refsing hinna dæmdu milduð í átján tilvikum en þyngd í sjö tilvikum. Það þýðir að refsing var milduð í 26 prósentum þeirra kynferðisbrotamála sem Landsréttur fjallaði um en þyngd í tíu prósent tilvika.

Þá var dómum héraðsdóms snúið í ellefu tilvikum. Í tíu skipti var sakfellingu snúið í sýknu, sem jafngildir fimmtán prósentum allra kynferðisbrotamála sem komu til kasta Landsréttar. Í einu tilviki var sýknu snúið í sakfellingu, sem samsvarar 1,5 prósentum allra málanna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár