Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Landsréttur sneri sakfellingu í sýknu í 15 prósentum kynferðisbrotamála

Refs­ing var mild­uð í 26 pró­sent­um þeirra kyn­ferð­is­brota­mála sem Lands­rétt­ur fjall­aði um á ár­un­um 2018 til 2020. Lands­rétt­ur stað­festi dóma hér­aðs­dóms í 45 pró­sent­um til­fella.

Landsréttur sneri sakfellingu í sýknu í 15 prósentum kynferðisbrotamála
Þögul mótmæli Niðurfellingu kynferðisbrotamála og meðferð dómstóla í málaflokknum hefur oft verið mótmælt. Mynd: Heiða Helgadóttir

Á árabilinu 2018 til 2020 sneri Landsréttur sakfellingu héraðsdóms í kynferðisbrotamálum í sýknu í tíu tilfellum. Í einu tilfelli var sýknu í héraðsdómi snúið í sakfellingu fyrir Landsrétti. Á sama árabili mildaði Landsréttur refsingu í kynferðisbrotamálum í átján tilvikum en þyngdi refsingu í sjö tilvikum.

Þetta kemur fram í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata. Andrés lagði fram fyrirspurn þar sem hann spurði um afdrif dóma Landsréttar í kynferðisbrotamálum á nefndu árabili.

Á þessum þremur árum féll 71 dómur í Landsrétti í kynferðisbrotamálum. Af þeim voru tveir síðar ómerktir með dómum Hæstaréttar og eru þeir dómar ekki hluti af tölfræðinni sem birt er í svari ráðherra. Þá var og eitt kynferðisbrotamál fellt niður þar eð áfrýjun þess var afturkölluð. Enginn dómur héraðsdóms í kynferðisbrotamáli var ómerktur á tímabilinu en í tveimur tilfellum var málum vísað frá, í öðru tilvikinu í heild en í hinu að hluta.

Í 31 einu máli var fyrri dómur héraðsdóms staðfestur að öllu leyti, eða í 45 prósent mála. Í 25 tilvikum var dómi héraðsdóms hins vegar breytt þegar kom að mati á refsingu vegna brotsins. Sem fyrr segir var refsing hinna dæmdu milduð í átján tilvikum en þyngd í sjö tilvikum. Það þýðir að refsing var milduð í 26 prósentum þeirra kynferðisbrotamála sem Landsréttur fjallaði um en þyngd í tíu prósent tilvika.

Þá var dómum héraðsdóms snúið í ellefu tilvikum. Í tíu skipti var sakfellingu snúið í sýknu, sem jafngildir fimmtán prósentum allra kynferðisbrotamála sem komu til kasta Landsréttar. Í einu tilviki var sýknu snúið í sakfellingu, sem samsvarar 1,5 prósentum allra málanna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár