Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

359. spurningaþraut: Álfaprinsinn Lególas og fleiri

359. spurningaþraut: Álfaprinsinn Lególas og fleiri

Hér er hlekkur á þrautina frá í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Hver er sá karl sem horfir á oss af myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Hversu margir Íslendingar er talið að hafi flust vestur um haf á árunum 1870-1914 og ekki snúið aftur til Íslands? Hér má skeika 2.000 manns til eða frá.

2.   Í Noregi eru ýmsir bæir og borgir, þar á meðal Stavanger, Tromsø og Trondheim. Bæirnir eru hér í stafrófsröð samkvæmt norskum rithætti. En hver er nyrstur bæjanna þriggja og hver er syðstur? 

3.   En hversu oft hefur Noregur unnið Eurovision söngvakeppnina?

4.   José Mourinho heitir einn frægasti fótboltaþjálfari heimsins. Hann hefur víða farið, en í þeim lista fótboltaliða sem hér má sjá á eftir (í stafrófsröð) er eitt lið sem Mourinho hefur EKKI þjálfað. Hvaða lið er það? Benfica — Chelsea — Dortmund — Inter Milan — Manchester United — Porto — Real Madrid — Tottenham — União de Leirea.

5.   Hvaða ríki tilheyrir eyjan Korfu?

6.   Milli hvaða tveggja pláneta er aðal loftsteinabeltið í innri hluta sólkerfis okkar?

7.   Hver orti ljóðabálkinn um Tímann og vatnið um miðja 20. öld?

8.   En hver skrifaði bókina Um tímann og vatnið fyrir fáeinum árum?

9.   Hvaða ár tók Angela Merkel við embætti kanslara Þýskalands?

10.   Lególas heitir prins einn af álfakyni. Úr hvaða sagnaheimi kemur hann?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða söngkona er hér á mynd?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Hin venjulega tala yfir vesturfara er 15.000. Rétt telst því vera 13.000-17.000.

2.   Trömsö er nyrstur, þá kemur Trondheim og syðstur er Stavanger.

3.   Þrisvar.

4.   Dortmund.

5.   Grikklandi.

6.   Mars og Júpíter.

7.   Steinn Steinarr.

8.   Andri Snær.

9.   2005.

10.   Tolkiens. Einnig er gefið rétt fyrir Hringadróttinssögu.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Sigmund Freud sálfræðingur.

Á neðri myndinni er Mariah Carey.

***

Hér er hlekkur á þrautina, sem birtist í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár