Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

359. spurningaþraut: Álfaprinsinn Lególas og fleiri

359. spurningaþraut: Álfaprinsinn Lególas og fleiri

Hér er hlekkur á þrautina frá í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Hver er sá karl sem horfir á oss af myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Hversu margir Íslendingar er talið að hafi flust vestur um haf á árunum 1870-1914 og ekki snúið aftur til Íslands? Hér má skeika 2.000 manns til eða frá.

2.   Í Noregi eru ýmsir bæir og borgir, þar á meðal Stavanger, Tromsø og Trondheim. Bæirnir eru hér í stafrófsröð samkvæmt norskum rithætti. En hver er nyrstur bæjanna þriggja og hver er syðstur? 

3.   En hversu oft hefur Noregur unnið Eurovision söngvakeppnina?

4.   José Mourinho heitir einn frægasti fótboltaþjálfari heimsins. Hann hefur víða farið, en í þeim lista fótboltaliða sem hér má sjá á eftir (í stafrófsröð) er eitt lið sem Mourinho hefur EKKI þjálfað. Hvaða lið er það? Benfica — Chelsea — Dortmund — Inter Milan — Manchester United — Porto — Real Madrid — Tottenham — União de Leirea.

5.   Hvaða ríki tilheyrir eyjan Korfu?

6.   Milli hvaða tveggja pláneta er aðal loftsteinabeltið í innri hluta sólkerfis okkar?

7.   Hver orti ljóðabálkinn um Tímann og vatnið um miðja 20. öld?

8.   En hver skrifaði bókina Um tímann og vatnið fyrir fáeinum árum?

9.   Hvaða ár tók Angela Merkel við embætti kanslara Þýskalands?

10.   Lególas heitir prins einn af álfakyni. Úr hvaða sagnaheimi kemur hann?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða söngkona er hér á mynd?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Hin venjulega tala yfir vesturfara er 15.000. Rétt telst því vera 13.000-17.000.

2.   Trömsö er nyrstur, þá kemur Trondheim og syðstur er Stavanger.

3.   Þrisvar.

4.   Dortmund.

5.   Grikklandi.

6.   Mars og Júpíter.

7.   Steinn Steinarr.

8.   Andri Snær.

9.   2005.

10.   Tolkiens. Einnig er gefið rétt fyrir Hringadróttinssögu.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Sigmund Freud sálfræðingur.

Á neðri myndinni er Mariah Carey.

***

Hér er hlekkur á þrautina, sem birtist í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár