***
Fyrri aukaspurning:
Í hvaða kvikmynd kemur við sögu sú einkennilega útför sem sést á skjáskotinu hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. St. Pétursborg stendur í óshólmum fljóts nokkurs. Hvað heitir það fljót?
2. Hver stofnaði borgina?
3. Skipt var um nafn á borginni þann 1. september 1914. Hvað var hið nýja nafn hennar?
4. „Shahadah“ er hann kallaður, eiður sá sem múslimar hafa gjarnan á vörunum, og er ein af þeim fimm stoðum sem íslamstrú hvílir á. Enginn getur talist múslimi nema hann geti farið með eiðinn af einlægu hjarta og heilum hug. En hver er eiðurinn?
5. Hver var konungur í Galíleu á síðari hluta ævi Jesúa frá Nasaret?
6. Sá kóngur er frægur fyrir að hafa látið hálshöggva Jóhannes skírara að beiðni dansstúlku einnar. Hvað hét hún?
7. Ein frægasta ballería 20. aldar fæddist árið 1919 á Englandi og var í þann veginn að setjast í helgan stein um fertugt. Þá flúði ungur balletdansari frá Sovétríkjunum vestur á bóginn og ballerínan okkar stóðst ekki mátið að dansa við hann, svo hún hætti ekki að fullu að dansa fyrr en hún var komin undir sextugt. Hvað hét hún?
8. En hvað hét dansarinn ungi frá Sovétríkjunum?
9. Hver var frægur fyrir að leita að Livingstone?
10. „Gallus gallus“ er latneska fræðiheitið á fugli einum sem lifir villtur um Suðaustur-Asíu og Indland. Afkomandi þess fugls hefur verið taminn fyrir löngu og þykir nú eitt gagnlegasta húsdýr mannsins. Hvað heitir „gallus gallus domesticus“ á íslensku?
***
Seinni aukaspurning:
Hver er ungi maðurinn á myndinni hér að neðan?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Neva.
2. Pétur mikli keisari.
3. Petrograd.
4. Í hinni formlegu mynd sinni er eiðurinn nokkurn veginn svona: „Ég votta að enginn á skilið lotningu nema guð, og ég votta að Múhameð er sendiboði guðs.“ — En aðeins styttri útgáfur teljast hér réttar, til dæmis „Enginn er guð nema Allah, og Múhameð er spámaður hans.“ Merkingin verður þó að vera rétt og bæði guð (Allah) og Múhameð vera nefndir til sögu.
5. Heródes.
6. Salóme.
7. Margot Fonteyn.
8. Rudolf Nureév.
9. Stanley.
10. Hænsni.
***
Svör við aukaspurningum.
Aldrei þessu vant er ekki nauðsynlegt að vita nafnið, sjálft nafnið, á kvikmyndinni sem spurt var í fyrri aukaspurningu. Það dugar að vita að þetta var framhaldið af hinni vinsælu tónlistarmynd Stuðmanna og fleiri, Með allt á hreinu. En myndin hét Í takt við tímann.
Á seinni myndinni hjá sjá David Bowie. Sjá ennfremur hér!
***
Athugasemdir