Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

357. spurningaþraut: Hvar fór fram þessi einkennilega útför?

357. spurningaþraut: Hvar fór fram þessi einkennilega útför?

Hlekkur á þraut gærdagzins.

***

Fyrri aukaspurning:

Í hvaða kvikmynd kemur við sögu sú einkennilega útför sem sést á skjáskotinu hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   St. Pétursborg stendur í óshólmum fljóts nokkurs. Hvað heitir það fljót?

2.   Hver stofnaði borgina?

3.   Skipt var um nafn á borginni þann 1. september 1914. Hvað var hið nýja nafn hennar?

4.   „Shahadah“ er hann kallaður, eiður sá sem múslimar hafa gjarnan á vörunum, og er ein af þeim fimm stoðum sem íslamstrú hvílir á. Enginn getur talist múslimi nema hann geti farið með eiðinn af einlægu hjarta og heilum hug. En hver er eiðurinn?

5.   Hver var konungur í Galíleu á síðari hluta ævi Jesúa frá Nasaret?

6.   Sá kóngur er frægur fyrir að hafa látið hálshöggva Jóhannes skírara að beiðni dansstúlku einnar. Hvað hét hún?

7.   Ein frægasta ballería 20. aldar fæddist árið 1919 á Englandi og var í þann veginn að setjast í helgan stein um fertugt. Þá flúði ungur balletdansari frá Sovétríkjunum vestur á bóginn og ballerínan okkar stóðst ekki mátið að dansa við hann, svo hún hætti ekki að fullu að dansa fyrr en hún var komin undir sextugt. Hvað hét hún?

8.   En hvað hét dansarinn ungi frá Sovétríkjunum?

9.   Hver var frægur fyrir að leita að Livingstone?

10.   „Gallus gallus“ er latneska fræðiheitið á fugli einum sem lifir villtur um Suðaustur-Asíu og Indland. Afkomandi þess fugls hefur verið taminn fyrir löngu og þykir nú eitt gagnlegasta húsdýr mannsins. Hvað heitir „gallus gallus domesticus“ á íslensku?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er ungi maðurinn á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Neva.

2.   Pétur mikli keisari.

3.   Petrograd.

4.   Í hinni formlegu mynd sinni er eiðurinn nokkurn veginn svona: „Ég votta að enginn á skilið lotningu nema guð, og ég votta að Múhameð er sendiboði guðs.“ — En aðeins styttri útgáfur teljast hér réttar, til dæmis „Enginn er guð nema Allah, og Múhameð er spámaður hans.“ Merkingin verður þó að vera rétt og bæði guð (Allah) og Múhameð vera nefndir til sögu.

5.   Heródes.

6.   Salóme.

7.   Margot Fonteyn.

8.   Rudolf Nureév.

9.   Stanley.

10.   Hænsni.

***

Svör við aukaspurningum.

Aldrei þessu vant er ekki nauðsynlegt að vita nafnið, sjálft nafnið, á kvikmyndinni sem spurt var í fyrri aukaspurningu. Það dugar að vita að þetta var framhaldið af hinni vinsælu tónlistarmynd Stuðmanna og fleiri, Með allt á hreinu. En myndin hét Í takt við tímann.

Á seinni myndinni hjá sjá David Bowie. Sjá ennfremur hér!

***

Hlekkur á þraut gærdagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár