Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

356. spurningaþraut: Hvað hét Svíinn, hverja studdi Byron, og svo framvegis

356. spurningaþraut: Hvað hét Svíinn, hverja studdi Byron, og svo framvegis

Hérna er sko þrautin síðan í gær.

***

Aukaspurningar eru tvær, og sú fyrri á við myndina hér að ofan. Úr hvaða kvikmynd er skjáskot þetta?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvað hét grínflokkurinn sem þeir tilheyrðu Graham Chapman, John Cleese, Eric Idle, Terry Jones og Michael Palin?

2.   Í upptalninguna hér að ofan vantar raunar einn meðlim hópsins. Hver er sá?

3.   „Bíbí og blaka ...“ Hverjar kvaka?

4.   Hvað hét sænski víkingurinn sem var einn hinn fyrstu sem sigldu til Íslands samkvæmt hinum elstu heimildum?

5.   Í frægri bók, sem síðan hefur verið teiknimynd eftir, leiksýningar og fleira, þar kemur við sögu dýrið Shere Khan, sem er heldur vonskulegt. En af hvaða dýrategund er Shere Khan?

6.   Breska ljóðskáldið Byron lávarður fór í byrjun 19. aldar til að taka þátt í frelsisstríði ákveðinnar þjóðar. Hvaða þjóð var það?

7.   Í hvaða landi heitir Lissabon?

8.   Eftir hvaða bæjarfélagi nefndi BlazRoca plötu sem út kom árið 2010? 

9.   Nadine Gordimer fékk Nóbelsverðlaun í bókmenntum árið 1991 fyrir bækur eins og Heimur feigrar stéttar og Sögu sonar síns — sem út hafa komið á íslensku. Frá hvaða landi kom Gordimer?

10.   Hvaða fótboltalið varð Englandsmeistari karla í fyrra?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir konan á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Monthy Python.

2.   Terry Gilliam.

3.   Álftirnar.

4.   Garðar Svavarson.

5.   Tígrisdýr.

6.   Grikkir.

7.    Portúgal.

8.   Kópavogi.

9.   Suður-Afríka.

10.   Liverpool.

***

Svör við aukaspurningum:

Skjáskotið á efri myndinni er úr Sódómu Reykjavík.

Konan á neðri myndinni nefndist Catherine eða Kate Middleton þegar hún fæddist en kallast líklega núna Catherine Windsor formlega séð og hertogaynja af Cambridge.

***

Og hér er sko hlekkurinn sko á þrautina síðan í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu