356. spurningaþraut: Hvað hét Svíinn, hverja studdi Byron, og svo framvegis

356. spurningaþraut: Hvað hét Svíinn, hverja studdi Byron, og svo framvegis

Hérna er sko þrautin síðan í gær.

***

Aukaspurningar eru tvær, og sú fyrri á við myndina hér að ofan. Úr hvaða kvikmynd er skjáskot þetta?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvað hét grínflokkurinn sem þeir tilheyrðu Graham Chapman, John Cleese, Eric Idle, Terry Jones og Michael Palin?

2.   Í upptalninguna hér að ofan vantar raunar einn meðlim hópsins. Hver er sá?

3.   „Bíbí og blaka ...“ Hverjar kvaka?

4.   Hvað hét sænski víkingurinn sem var einn hinn fyrstu sem sigldu til Íslands samkvæmt hinum elstu heimildum?

5.   Í frægri bók, sem síðan hefur verið teiknimynd eftir, leiksýningar og fleira, þar kemur við sögu dýrið Shere Khan, sem er heldur vonskulegt. En af hvaða dýrategund er Shere Khan?

6.   Breska ljóðskáldið Byron lávarður fór í byrjun 19. aldar til að taka þátt í frelsisstríði ákveðinnar þjóðar. Hvaða þjóð var það?

7.   Í hvaða landi heitir Lissabon?

8.   Eftir hvaða bæjarfélagi nefndi BlazRoca plötu sem út kom árið 2010? 

9.   Nadine Gordimer fékk Nóbelsverðlaun í bókmenntum árið 1991 fyrir bækur eins og Heimur feigrar stéttar og Sögu sonar síns — sem út hafa komið á íslensku. Frá hvaða landi kom Gordimer?

10.   Hvaða fótboltalið varð Englandsmeistari karla í fyrra?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir konan á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Monthy Python.

2.   Terry Gilliam.

3.   Álftirnar.

4.   Garðar Svavarson.

5.   Tígrisdýr.

6.   Grikkir.

7.    Portúgal.

8.   Kópavogi.

9.   Suður-Afríka.

10.   Liverpool.

***

Svör við aukaspurningum:

Skjáskotið á efri myndinni er úr Sódómu Reykjavík.

Konan á neðri myndinni nefndist Catherine eða Kate Middleton þegar hún fæddist en kallast líklega núna Catherine Windsor formlega séð og hertogaynja af Cambridge.

***

Og hér er sko hlekkurinn sko á þrautina síðan í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár