Hérna er sko þrautin síðan í gær.
***
Aukaspurningar eru tvær, og sú fyrri á við myndina hér að ofan. Úr hvaða kvikmynd er skjáskot þetta?
***
Aðalspurningar:
1. Hvað hét grínflokkurinn sem þeir tilheyrðu Graham Chapman, John Cleese, Eric Idle, Terry Jones og Michael Palin?
2. Í upptalninguna hér að ofan vantar raunar einn meðlim hópsins. Hver er sá?
3. „Bíbí og blaka ...“ Hverjar kvaka?
4. Hvað hét sænski víkingurinn sem var einn hinn fyrstu sem sigldu til Íslands samkvæmt hinum elstu heimildum?
5. Í frægri bók, sem síðan hefur verið teiknimynd eftir, leiksýningar og fleira, þar kemur við sögu dýrið Shere Khan, sem er heldur vonskulegt. En af hvaða dýrategund er Shere Khan?
6. Breska ljóðskáldið Byron lávarður fór í byrjun 19. aldar til að taka þátt í frelsisstríði ákveðinnar þjóðar. Hvaða þjóð var það?
7. Í hvaða landi heitir Lissabon?
8. Eftir hvaða bæjarfélagi nefndi BlazRoca plötu sem út kom árið 2010?
9. Nadine Gordimer fékk Nóbelsverðlaun í bókmenntum árið 1991 fyrir bækur eins og Heimur feigrar stéttar og Sögu sonar síns — sem út hafa komið á íslensku. Frá hvaða landi kom Gordimer?
10. Hvaða fótboltalið varð Englandsmeistari karla í fyrra?
***
Seinni aukaspurning:
Hvað heitir konan á myndinni hér að neðan?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Monthy Python.
2. Terry Gilliam.
3. Álftirnar.
4. Garðar Svavarson.
5. Tígrisdýr.
6. Grikkir.
7. Portúgal.
8. Kópavogi.
9. Suður-Afríka.
10. Liverpool.
***
Svör við aukaspurningum:
Skjáskotið á efri myndinni er úr Sódómu Reykjavík.
Konan á neðri myndinni nefndist Catherine eða Kate Middleton þegar hún fæddist en kallast líklega núna Catherine Windsor formlega séð og hertogaynja af Cambridge.
***
Athugasemdir