Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

355. spurningaþraut: Mbappé, Hitler, Armstrong-Jones, Nanna Birk Larsen

355. spurningaþraut: Mbappé, Hitler, Armstrong-Jones, Nanna Birk Larsen

Hér er hlekkur á spurningaþraut gærdagsins!

***

Fyrri aukaspurning:

Konan, sem hér sést milli sona sinna tveggja árið 1968, varð það ár fyrst kvenna til að gegna ákveðnu ábyrgðarstarfi. Hvað hét hún?

***

Aðalspurningar:

1.   Með hvaða fótboltaliði leikur franski snillingurinn Kylian Mbappé?

2.   Anthony Armstrong-Jones hét ljósmyndari einn, breskur að ætt. Hann þótti bærilegur í sínu fagi, en er þó langtum þekktari fyrir annað. Hvað er það?

3.   Ákveðinn stjórnmálaflokkur notar fíl sem tákn sitt. Hvaða flokkur er það?

4.   Í hvaða héraði í Kanada hafa stundum heyrst raddir um að héraðið ætti að taka sér sjálfstæði?

5.   Hverjir geta fengið Fjöruverðlaunin svonefndu í ýmsum flokkum bókmennta?

6.   Hin 19 ára gamla Nanna Birk Larsen fannst látin í nágrenni Kaupmannahafnar í upphafi árs 2007. Hún hafði verið myrt. Þessi líkfundur varð upphafið að hverju?

7.   Í hvaða landi er uppruni leiksins „go“?

8.   Hver stofnaði stjórnmálaflokkinn Þjóðvaka á síðasta áratug síðustu aldar?

9.   Hvar á Suðurlandi var biskupsstóll þangað til um árið 1800?

10.   Hvað mistókst Adolf Hitler bæði 1907 og 1908?

***

Síðari aukaspurning:

Á myndinni hér að neðan má sjá bresku leikarana Richard Harris og Michael Gambon í sama hlutverkinu. Hvaða hlutverk var það?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Paris Saint Germain. Það dugar reyndar að nefna Paris.

2.   Hann var kvæntur Margréti prinsessu á Bretlandi.

3.   Repúblikanaflokkurinn í Bandaríkjunum.

4.   Quebec.

5.   Konur.

6.   Hinum rómuðu glæpaþáttunum Forbrydelsen eða Glæpnum.

7.   Kína.

8.   Jóhanna Sigurðardóttir.

9.   Skálholt.

10.   Að komast í Listakademíuna í Vínarborg.

***

Svör við aukaspurningum:

Konan á efri myndinni hét Margrét Indriðadóttir og varð fréttastjóri Ríkisútvarpsins fyrst kvenna.

Á neðri myndinni eru þeir Harris og Gambon báðir í hluverki galdrameistarans Dumbledore í Harry Potter-myndunum.

***

Og hér er hlekkur á þraut númer 354!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
2
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Helmingi dýrari matarkarfa eina ráðið við sjúkdómnum
4
Skýring

Helm­ingi dýr­ari mat­arkarfa eina ráð­ið við sjúk­dómn­um

„Við höf­um oft íhug­að mjög al­var­lega að flytja bara út af þessu,“ seg­ir Anna Gunn­dís Guð­munds­dótt­ir um þær hindr­an­ir sem fólk með selí­ak mæt­ir hér á landi. Dótt­ir henn­ar, Mía, er með sjúk­dóm­inn sem er ein­ung­is hægt að með­höndla með glút­en­lausu fæði. Mat­arkarfa fjöl­skyld­unn­ar hækk­aði veru­lega í verði eft­ir að Mía greind­ist. Þá er það þraut­in þyngri fyr­ir fólk með selí­ak að kom­ast út að borða, panta mat og mæta í mann­fögn­uði.
Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
6
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár