Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

354. spurningaþraut: Ásta S. Guðbjartsdóttir, Jóhann G. Jóhannsson og fleiri

354. spurningaþraut: Ásta S. Guðbjartsdóttir, Jóhann G. Jóhannsson og fleiri

Hér er hlekkur á þrautina frá í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Hver málaði myndina hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Undir hvaða nafni þekkjum við Ástu S. Guðbjartsdóttur best?

2.   Árið 1937 hvarf frægur flugkappi á Kyrrahafi og hefur hvarfið síðan orðið tilefni ótal rannsókna, bóka, sjónvarps- og útvarpsþátta. Hvað hét flugkappinn?

3.   Í hvaða landi er Tel Aviv?

4.   Hvað hét söngkona Spilverks þjóðanna?

5.   Tónlistarmaður einn hét Jóhann G. Jóhannsson. Hann var af hippakynslóðinni og var meðal annars í frægri hljómsveit sem hér er spurt um. Framan af voru ýmsir í hljómsveitinni en kunnasta útgáfa hennar var tríó sem Jóhann, Ólafur Garðarsson og Finnur Torfi skipuðu. Hvað nefndist þetta rómaða tríó?

6.   Og hvað heitir frægasta lag Jóhanns G. Jóhannssonar, sem kom út á plötunni Langspil árið 1974?

7.  Annar Jóhann G. Jóhannsson er líka tónlistarmaður. Hann hefur fengist við sitt af hverju en er kannski kunnastur fyrir starf sitt í leikhúsinu. Jóhann gerði meðal annars tónlist við texta Þorvaldar Þorsteinssonar í ævintýralegum söngleik árið 1994, þar sem dvergar komu heilmikið við sögu. Hvað nefndist söngleikurinn?

8.   Þriðji Jóhann G. Jóhannsson er líka tónlistarmaður. Hann var í ýmsum hljómsveitum, svo sem rokkhljómsveitinni HAM um tíma, en einnig í hljómsveit nokkurra orgelleikara (og fáeinna annarra músíkanta). Hvað hét sú hljómsveit?

9.   Þessi Jóhann G. Jóhannsson náði miklum frama sem kvikmyndatónskáld og var tilnefndur til Óskarsverðlauna og fékk Golden Globe verðlaun fyrir tónlist sína í mynd frá 2014. Hana gerði leikstjórinn James Marsh. Hvað hét myndin?

10.   Sú mynd fjallaði um ævi karls nokkurs. Hver var það?

***

Síðari aukaspurning.

Hér að neðan má sjá leikara einn sem hefur undanförnu leikið mest í sjónvarpi og bíómyndum, og reyndar ekki aðeins á Íslandi. Nú síðast sást hann í seríunni Systrabönd. Hvað heitir hann?

***

Svör við aðalspurningum:

1.    Ástu Sóllilju, dóttur Bjarts í Sumarhúsum eftir Halldór Laxness.

2.   Amelia Aerhart. Hér dugar annaðhvort nafnið.

3.   Ísrael.

4.   Diddú, Sigrún Hjálmtýsdóttir.

5.   Óðmenn.

6.   Don't Try To Fool Me. (Sjá hér.)

7.   Skilaboðaskjóðan.

8.   Apparat Organ Quartet.

9.   A Theory of Everything.

10.   Hún fjallar um ævi eðlisfræðingsins Stephen Hawking.

***

Svör við aukaspurningum:

Magritte málaði málverið hér efst.

Á neðri myndinni er Jóhann G. Jóhannsson leikari.

***

Og hér er hlekkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
3
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Helmingi dýrari matarkarfa eina ráðið við sjúkdómnum
4
Skýring

Helm­ingi dýr­ari mat­arkarfa eina ráð­ið við sjúk­dómn­um

„Við höf­um oft íhug­að mjög al­var­lega að flytja bara út af þessu,“ seg­ir Anna Gunn­dís Guð­munds­dótt­ir um þær hindr­an­ir sem fólk með selí­ak mæt­ir hér á landi. Dótt­ir henn­ar, Mía, er með sjúk­dóm­inn sem er ein­ung­is hægt að með­höndla með glút­en­lausu fæði. Mat­arkarfa fjöl­skyld­unn­ar hækk­aði veru­lega í verði eft­ir að Mía greind­ist. Þá er það þraut­in þyngri fyr­ir fólk með selí­ak að kom­ast út að borða, panta mat og mæta í mann­fögn­uði.
Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
6
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár