Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

354. spurningaþraut: Ásta S. Guðbjartsdóttir, Jóhann G. Jóhannsson og fleiri

354. spurningaþraut: Ásta S. Guðbjartsdóttir, Jóhann G. Jóhannsson og fleiri

Hér er hlekkur á þrautina frá í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Hver málaði myndina hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Undir hvaða nafni þekkjum við Ástu S. Guðbjartsdóttur best?

2.   Árið 1937 hvarf frægur flugkappi á Kyrrahafi og hefur hvarfið síðan orðið tilefni ótal rannsókna, bóka, sjónvarps- og útvarpsþátta. Hvað hét flugkappinn?

3.   Í hvaða landi er Tel Aviv?

4.   Hvað hét söngkona Spilverks þjóðanna?

5.   Tónlistarmaður einn hét Jóhann G. Jóhannsson. Hann var af hippakynslóðinni og var meðal annars í frægri hljómsveit sem hér er spurt um. Framan af voru ýmsir í hljómsveitinni en kunnasta útgáfa hennar var tríó sem Jóhann, Ólafur Garðarsson og Finnur Torfi skipuðu. Hvað nefndist þetta rómaða tríó?

6.   Og hvað heitir frægasta lag Jóhanns G. Jóhannssonar, sem kom út á plötunni Langspil árið 1974?

7.  Annar Jóhann G. Jóhannsson er líka tónlistarmaður. Hann hefur fengist við sitt af hverju en er kannski kunnastur fyrir starf sitt í leikhúsinu. Jóhann gerði meðal annars tónlist við texta Þorvaldar Þorsteinssonar í ævintýralegum söngleik árið 1994, þar sem dvergar komu heilmikið við sögu. Hvað nefndist söngleikurinn?

8.   Þriðji Jóhann G. Jóhannsson er líka tónlistarmaður. Hann var í ýmsum hljómsveitum, svo sem rokkhljómsveitinni HAM um tíma, en einnig í hljómsveit nokkurra orgelleikara (og fáeinna annarra músíkanta). Hvað hét sú hljómsveit?

9.   Þessi Jóhann G. Jóhannsson náði miklum frama sem kvikmyndatónskáld og var tilnefndur til Óskarsverðlauna og fékk Golden Globe verðlaun fyrir tónlist sína í mynd frá 2014. Hana gerði leikstjórinn James Marsh. Hvað hét myndin?

10.   Sú mynd fjallaði um ævi karls nokkurs. Hver var það?

***

Síðari aukaspurning.

Hér að neðan má sjá leikara einn sem hefur undanförnu leikið mest í sjónvarpi og bíómyndum, og reyndar ekki aðeins á Íslandi. Nú síðast sást hann í seríunni Systrabönd. Hvað heitir hann?

***

Svör við aðalspurningum:

1.    Ástu Sóllilju, dóttur Bjarts í Sumarhúsum eftir Halldór Laxness.

2.   Amelia Aerhart. Hér dugar annaðhvort nafnið.

3.   Ísrael.

4.   Diddú, Sigrún Hjálmtýsdóttir.

5.   Óðmenn.

6.   Don't Try To Fool Me. (Sjá hér.)

7.   Skilaboðaskjóðan.

8.   Apparat Organ Quartet.

9.   A Theory of Everything.

10.   Hún fjallar um ævi eðlisfræðingsins Stephen Hawking.

***

Svör við aukaspurningum:

Magritte málaði málverið hér efst.

Á neðri myndinni er Jóhann G. Jóhannsson leikari.

***

Og hér er hlekkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár