Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

353. spurningaþraut: Tónlistarverðlaun, glæpasería, lóan, Kalmarsambandið

353. spurningaþraut: Tónlistarverðlaun, glæpasería, lóan, Kalmarsambandið

Hlekkur á þraut gærdagsins.

***

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir maðurinn á myndinni hér að ofan? Eftirnafnið dugar.

***

Aðalspurningar:

1.   Lóan er komin að kveða burt snjóinn. Hver orti kvæði það er svo hófst?

2.   Hvaða tónlistarmaður fékk á dögunum fern af hinum svonefndu Hlustendaverðlaunum, þar á meðal bæði fyrir plötu ársins og lag ársins?

3.   Hvað heitir plata ársins samkvæmt Hlustendaverðlaununum?

4.   Spennusería sem Sjónvarp símans frumsýndi um páskana fjallar um leyndarmál sem þrjár æskuvinkonur eiga sér. Hvað heitir sería þessi?

5.   Og hver er leikstjóri seríunnar?

6.   Hvaða þjóðhöfðingi á Norðurlöndum er helst tengdur hinu svonefnda Kalmarsambandi og kom því í raun á laggirnar?

7.   Ef við lítum á Reykjanes sem stígvél, þá er einn þéttbýliskjarni nánast alveg úti á tá stígvélisins. Hvað nefndist hann?

8.  En undir stígvélinu — framarlega — er hins vegar annað þorp. Hvað heitir það?

9.   Hver var forseti Bandaríkjanna á undan Ronald Reagan?

10.   Í hvaða landi er höfuðborgin Zagreb?

***

Seinni aukaspurning:

Hér að neðan má sjá Emily Blunt í hlutverki sínu í ákveðinni kvikmynd frá 2015 sem tengist Íslandi með ákveðnum hætti. Hvað heitir myndin?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Páll Ólafsson.

2.   Bríet.

3.   Kveðja, Bríet.

4.   Systrabönd.

5.   Silja Hauksdóttir.

6.   Margrét.

7.   Garður.

8.   Sandgerði.

9.   Jimmy Carter.

10.   Króatíu.

***

Svör við aukaspurningum.

Á efri myndinni er annaðhvort Wilbur eða Orville Wright, sem sé annar bræðranna sem fyrstir manna flugu vélflugu. Myndin er tekin í tilraunaflugi.

Á neðri myndinni er Blunt í hlutverki sínu í myndinni Sicario sem Jóhann G. Jóhannsson samdi við tónlist.

***

Og aftur hlekkur á þraut gærdagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu