Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

352. spurningaþraut: Sveiflukóngur, Beckett, Kasparov, Nyerere og fleiri

352. spurningaþraut: Sveiflukóngur, Beckett, Kasparov, Nyerere og fleiri

Hlekkur á þraut gærdagsins.

***

Fyrri aukaspurning:

Í dag er 13. apríl og á þessum degi fyrir 51 ári — eða árið 1970 — varð sprenging í geimfari úti í geimnum. Þegar súrefniskútur sprakk rifnaði góður hluti af hlíf utan af geimfarinu eins og sjá má á myndinni. Hvað nefndist þetta geimfar?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvaða stjörnumerki dýrahringsins er við lýði í dag?

2.   Karl nokkur, sem fæddur er á þessum degi, gengur gjarnan undir nafninu „sveiflukóngurinn“. Hvað heitir hann fullu nafni?

3.   Á þessum degi átti líka afmæli ítölsk kona af frægri og jafnvel alræmdri valdaætt. Hún fæddist árið 1519 og giftist til Frakklands þar sem hún varð drottning Hinriks 2. Frakkakóngs og móðir þriggja kónga og einnar drottningar. Hún hét Katrín en af hvaða ítölsku valdaætt var hún?

4.   Garrí Kasparov var heimsmeistari í skák lengi vel á síðustu öld og tefldi framan af undir merkjum Sovétríkjanna. En í hvaða Sovétlýðveldi fæddist hann þann 13. apríl árið 1963?

5.   Bandaríkjaforseti einn var fæddur 13. apríl 1743. Hann hét Thomas Jefferson og þykir mikill merkismaður í bandarískri sögu og skrifaði margt merkilegt. Síðustu áratugi hefur þó ákveðinn hlutur úr einkalífi hans vakið ekki minni athygli. Hvað er það?

6.   Einn af mest áberandi leiðtogum Afríku eftir nýlendutímann var Julius Nyerere. Hann fæddist 13. apríl 1922 og árið 1964 varð hann forseti í splunkunýju ríki, og stýrði því svo við að mörgu leyti ágætan orðstír til 1985, þótt einræðishneigð hans væri óþarflega mikil. En hvað hét ríkið sem Nyerere stjórnaði?

7.   Svo einkennilega vill til að tveir menn fæddir á Írlandi þann 13. apríl hafa báðir fengið Nóbelsverðlaun í bókmenntum. Sá eldri fæddist 1906 og er og verður frægastur fyrir leikrit þar sem tveir menn bíða árangurslaust eftir þeim þriðja, sem aldrei kemur. Höfundurinn heitir Beckett en hvað heitir leikritið?

8.   Hinn Írinn fæddist 13. apríl 1939 og var ljóðskáld. Hann hafði miklar mætur á hinu fornenska kvæði Bjólfskviðu og þegar hann kom einu sinni í heimsókn hingað til lands sagði hann að „Ísland er fyrir mér angi af þeirri siglinga- og vígaferlamenningu sem Bjólfskviða lýsir“. Hvað hét þetta skáld?

9.   Þann 13. apríl árið 1203 varð Guðmundur Arason biskup á Hólum. Hvað var hann yfirleitt alltaf kallaður?

10.   Og þann 13. apríl 1565 var staðfestur nýr lagabálkur um siðferðisbrot á Íslandi og voru margir líflátnir samkvæmt honum næstu áratugi og aldir. Hvað kallast þessi lagabálkur?

***

Seinni aukaspurning:

Enn eitt afmælisbarn þessa dags fæddist árið 1866. Árið 1969 var gerð kvikmynd um ævi hans og vinar hans og á myndinni hér að neðan sjást leikararnir sem fóru með hlutverk þeirra: Robert Redford og Paul Newman. Newman er til hægri. Hann lék þetta afmælisbarn, sem hét ...?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Hrúturinn.

2.   Geirmundur Valtýsson.

3.   Medici.

4.   Aserbædjan.

5.   Hann hélt við og átti börn með svartri þrælastúlku.

6.   Tansaníu.

7.   Beðið eftir Godot.

8.   Heaney.

9.   Guðmundur góði.

10.   Stóridómur.

***

Svör við aukaspurningum:

Geimfarið hét Apollo 13.

Maðurinn hét Butch Cassidy.

***

Og hér er hlekkurinn á þraut gærdagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár