Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

352. spurningaþraut: Sveiflukóngur, Beckett, Kasparov, Nyerere og fleiri

352. spurningaþraut: Sveiflukóngur, Beckett, Kasparov, Nyerere og fleiri

Hlekkur á þraut gærdagsins.

***

Fyrri aukaspurning:

Í dag er 13. apríl og á þessum degi fyrir 51 ári — eða árið 1970 — varð sprenging í geimfari úti í geimnum. Þegar súrefniskútur sprakk rifnaði góður hluti af hlíf utan af geimfarinu eins og sjá má á myndinni. Hvað nefndist þetta geimfar?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvaða stjörnumerki dýrahringsins er við lýði í dag?

2.   Karl nokkur, sem fæddur er á þessum degi, gengur gjarnan undir nafninu „sveiflukóngurinn“. Hvað heitir hann fullu nafni?

3.   Á þessum degi átti líka afmæli ítölsk kona af frægri og jafnvel alræmdri valdaætt. Hún fæddist árið 1519 og giftist til Frakklands þar sem hún varð drottning Hinriks 2. Frakkakóngs og móðir þriggja kónga og einnar drottningar. Hún hét Katrín en af hvaða ítölsku valdaætt var hún?

4.   Garrí Kasparov var heimsmeistari í skák lengi vel á síðustu öld og tefldi framan af undir merkjum Sovétríkjanna. En í hvaða Sovétlýðveldi fæddist hann þann 13. apríl árið 1963?

5.   Bandaríkjaforseti einn var fæddur 13. apríl 1743. Hann hét Thomas Jefferson og þykir mikill merkismaður í bandarískri sögu og skrifaði margt merkilegt. Síðustu áratugi hefur þó ákveðinn hlutur úr einkalífi hans vakið ekki minni athygli. Hvað er það?

6.   Einn af mest áberandi leiðtogum Afríku eftir nýlendutímann var Julius Nyerere. Hann fæddist 13. apríl 1922 og árið 1964 varð hann forseti í splunkunýju ríki, og stýrði því svo við að mörgu leyti ágætan orðstír til 1985, þótt einræðishneigð hans væri óþarflega mikil. En hvað hét ríkið sem Nyerere stjórnaði?

7.   Svo einkennilega vill til að tveir menn fæddir á Írlandi þann 13. apríl hafa báðir fengið Nóbelsverðlaun í bókmenntum. Sá eldri fæddist 1906 og er og verður frægastur fyrir leikrit þar sem tveir menn bíða árangurslaust eftir þeim þriðja, sem aldrei kemur. Höfundurinn heitir Beckett en hvað heitir leikritið?

8.   Hinn Írinn fæddist 13. apríl 1939 og var ljóðskáld. Hann hafði miklar mætur á hinu fornenska kvæði Bjólfskviðu og þegar hann kom einu sinni í heimsókn hingað til lands sagði hann að „Ísland er fyrir mér angi af þeirri siglinga- og vígaferlamenningu sem Bjólfskviða lýsir“. Hvað hét þetta skáld?

9.   Þann 13. apríl árið 1203 varð Guðmundur Arason biskup á Hólum. Hvað var hann yfirleitt alltaf kallaður?

10.   Og þann 13. apríl 1565 var staðfestur nýr lagabálkur um siðferðisbrot á Íslandi og voru margir líflátnir samkvæmt honum næstu áratugi og aldir. Hvað kallast þessi lagabálkur?

***

Seinni aukaspurning:

Enn eitt afmælisbarn þessa dags fæddist árið 1866. Árið 1969 var gerð kvikmynd um ævi hans og vinar hans og á myndinni hér að neðan sjást leikararnir sem fóru með hlutverk þeirra: Robert Redford og Paul Newman. Newman er til hægri. Hann lék þetta afmælisbarn, sem hét ...?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Hrúturinn.

2.   Geirmundur Valtýsson.

3.   Medici.

4.   Aserbædjan.

5.   Hann hélt við og átti börn með svartri þrælastúlku.

6.   Tansaníu.

7.   Beðið eftir Godot.

8.   Heaney.

9.   Guðmundur góði.

10.   Stóridómur.

***

Svör við aukaspurningum:

Geimfarið hét Apollo 13.

Maðurinn hét Butch Cassidy.

***

Og hér er hlekkurinn á þraut gærdagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Stórfurðulegt að lögreglan fari fram með þessum hætti“
6
Fréttir

„Stór­furðu­legt að lög­regl­an fari fram með þess­um hætti“

Sig­ríð­ur Dögg Auð­uns­dótt­ir, formað­ur Blaða­manna­fé­lags Ís­lands, fagn­ar því að ára­langri rann­sókn Lög­regl­unn­ar á Norð­ur­landi eystra á sex fjöl­miðla­mönn­um hafi loks­ins ver­ið felld nið­ur. Hún furð­ar sig á yf­ir­lýs­ingu sem lög­regla birti á sam­fé­lags­miðl­um og seg­ir hana ekki til þess fallna að auka traust al­menn­ings á lög­reglu og vinnu­brögð­um henn­ar í mál­inu.
Tillaga um aukinn meirihluta í framkvæmdastjórn lögð fram á sáttafundum
7
Fréttir

Til­laga um auk­inn meiri­hluta í fram­kvæmda­stjórn lögð fram á sátta­fund­um

Á sátta­fund­un­um sem haldn­ir voru með fyrr­ver­andi og ný­kjörn­um að­al­mönn­um í fram­kvæmda­stjórn Pírata voru ýms­ar til­lög­ur lagð­ar fram um hvernig skyldi haga starfi stjórn­ar næstu tvö ár­in. Heim­ild­in hef­ur áð­ur fjall­að um til­lög­una um stækka stjórn­ina. Önn­ur til­laga fjall­ar um að ákvarð­an­ir stjórn­ar þurfi auk­inn meiri­hluta at­kvæða að­al­manna til að vera sam­þykkt­ar.
Sumarið sem aldrei kom birtist í september
10
Fréttir

Sumar­ið sem aldrei kom birt­ist í sept­em­ber

Sept­em­ber hef­ur ver­ið sól­rík­ur og sum­ir vilja meina að sumar­ið hafi loks lát­ið sjá sig. Borg­ar­bú­ar hafa not­ið veð­ur­blíð­unn­ar í sól­inni sem hef­ur skin­ið skært, sól­skins­stund­ir eru yf­ir með­al­lagi sem hef­ur bet­ur gegn kuld­an­um. „Þetta eru kannski kær­kom­in ró­leg­heit,“ seg­ir Birg­ir Örn Hösk­ulds­son, veð­ur­fræð­ing­ur á Veð­ur­stofu Ís­lands.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ólga og uppsögn eftir aðalfund Pírata
4
Fréttir

Ólga og upp­sögn eft­ir að­al­fund Pírata

Pírat­ar vinna að sátt­ar­til­lögu sem sögð er fela í sér um­deild­ar breyt­ing­ar á fram­kvæmda­stjórn flokks­ins. Ágrein­ing­ur bloss­aði upp á milli frá­far­andi og ný­kjör­inn­ar stjórn­ar í kjöl­far kosn­ing­ar á nýrri fram­kvæmda­stjórn. Atla Þór Fann­dal, sam­skipta­stjóra Pírata var sagt upp skömmu eft­ir að­al­fund­inn. „Ég var lát­inn fara bara vegna bræði þing­flokks­ins yf­ir þess­ari nið­ur­stöðu,“ seg­ir Atli Þór. Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Pírata, hafn­ar lýs­ingu Atla Þórs á at­burða­rás­inni.
Niðurskurðarstefnan komi aga á verkafólk en styrki hina ríku
9
Þekking

Nið­ur­skurð­ar­stefn­an komi aga á verka­fólk en styrki hina ríku

Ít­alski hag­fræði­pró­fess­or­inn Cl­ara E. Mattei hef­ur rann­sak­að sögu kapí­tal­ism­ans og hvernig helstu kenn­inga­smið­ir hag­fræð­inn­ar hafa um langt skeið stað­ið vörð um kapí­tal­ismann á kostn­að verka­fólks. Í bók sem Cl­ara gaf út fyr­ir tveim­ur ár­um rann­sak­ar hún upp­runa eins áhrifa­mesta hag­stjórn­ar­tæk­is kapí­tal­ism­ans, nið­ur­skurð­ar­stefn­una. Cl­ara sett­ist nið­ur með blaða­manni Heim­ild­ar­inn­ar og ræddi kenn­ing­ar sín­ar um nið­ur­skurð­ar­stefn­una og hlut­verk hag­fræð­inn­ar í heimi sem breyt­ist hratt.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
3
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
4
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
10
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár