Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

352. spurningaþraut: Sveiflukóngur, Beckett, Kasparov, Nyerere og fleiri

352. spurningaþraut: Sveiflukóngur, Beckett, Kasparov, Nyerere og fleiri

Hlekkur á þraut gærdagsins.

***

Fyrri aukaspurning:

Í dag er 13. apríl og á þessum degi fyrir 51 ári — eða árið 1970 — varð sprenging í geimfari úti í geimnum. Þegar súrefniskútur sprakk rifnaði góður hluti af hlíf utan af geimfarinu eins og sjá má á myndinni. Hvað nefndist þetta geimfar?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvaða stjörnumerki dýrahringsins er við lýði í dag?

2.   Karl nokkur, sem fæddur er á þessum degi, gengur gjarnan undir nafninu „sveiflukóngurinn“. Hvað heitir hann fullu nafni?

3.   Á þessum degi átti líka afmæli ítölsk kona af frægri og jafnvel alræmdri valdaætt. Hún fæddist árið 1519 og giftist til Frakklands þar sem hún varð drottning Hinriks 2. Frakkakóngs og móðir þriggja kónga og einnar drottningar. Hún hét Katrín en af hvaða ítölsku valdaætt var hún?

4.   Garrí Kasparov var heimsmeistari í skák lengi vel á síðustu öld og tefldi framan af undir merkjum Sovétríkjanna. En í hvaða Sovétlýðveldi fæddist hann þann 13. apríl árið 1963?

5.   Bandaríkjaforseti einn var fæddur 13. apríl 1743. Hann hét Thomas Jefferson og þykir mikill merkismaður í bandarískri sögu og skrifaði margt merkilegt. Síðustu áratugi hefur þó ákveðinn hlutur úr einkalífi hans vakið ekki minni athygli. Hvað er það?

6.   Einn af mest áberandi leiðtogum Afríku eftir nýlendutímann var Julius Nyerere. Hann fæddist 13. apríl 1922 og árið 1964 varð hann forseti í splunkunýju ríki, og stýrði því svo við að mörgu leyti ágætan orðstír til 1985, þótt einræðishneigð hans væri óþarflega mikil. En hvað hét ríkið sem Nyerere stjórnaði?

7.   Svo einkennilega vill til að tveir menn fæddir á Írlandi þann 13. apríl hafa báðir fengið Nóbelsverðlaun í bókmenntum. Sá eldri fæddist 1906 og er og verður frægastur fyrir leikrit þar sem tveir menn bíða árangurslaust eftir þeim þriðja, sem aldrei kemur. Höfundurinn heitir Beckett en hvað heitir leikritið?

8.   Hinn Írinn fæddist 13. apríl 1939 og var ljóðskáld. Hann hafði miklar mætur á hinu fornenska kvæði Bjólfskviðu og þegar hann kom einu sinni í heimsókn hingað til lands sagði hann að „Ísland er fyrir mér angi af þeirri siglinga- og vígaferlamenningu sem Bjólfskviða lýsir“. Hvað hét þetta skáld?

9.   Þann 13. apríl árið 1203 varð Guðmundur Arason biskup á Hólum. Hvað var hann yfirleitt alltaf kallaður?

10.   Og þann 13. apríl 1565 var staðfestur nýr lagabálkur um siðferðisbrot á Íslandi og voru margir líflátnir samkvæmt honum næstu áratugi og aldir. Hvað kallast þessi lagabálkur?

***

Seinni aukaspurning:

Enn eitt afmælisbarn þessa dags fæddist árið 1866. Árið 1969 var gerð kvikmynd um ævi hans og vinar hans og á myndinni hér að neðan sjást leikararnir sem fóru með hlutverk þeirra: Robert Redford og Paul Newman. Newman er til hægri. Hann lék þetta afmælisbarn, sem hét ...?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Hrúturinn.

2.   Geirmundur Valtýsson.

3.   Medici.

4.   Aserbædjan.

5.   Hann hélt við og átti börn með svartri þrælastúlku.

6.   Tansaníu.

7.   Beðið eftir Godot.

8.   Heaney.

9.   Guðmundur góði.

10.   Stóridómur.

***

Svör við aukaspurningum:

Geimfarið hét Apollo 13.

Maðurinn hét Butch Cassidy.

***

Og hér er hlekkurinn á þraut gærdagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
1
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu