Tvíburabræðurnir eru grunaðir um aðild að umfangsmiklu fjársvika- og fíkniefnamáli sem lögreglan hefur til rannsóknar. Bræðurnir eru fæddir árið 1994 og reka fyrirtækið EJ Bygg, þar sem húsleit var gerð á dögunum.
Lögmaður annars þeirra, staðfestir í samtali við Stundina að hann hafi verið handtekinn vegna málsins, sem fyrst var fjallað um í Fréttablaðinu í lok mars.
Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn sagði í samtali við Fréttablaðið að um skipulagða brotastarfsemi væri að ræða og grunur léki á um að fyrirtæki hér á landi kynnu að hafa stundað peningaþvætti sem tengdust meðal annars innflutningi, sölu, dreifingu og framleiðslu á sterkum fíkniefnum ásamt fjármunabrotum og þjófnaði. Á annan tug manna eru með réttarstöðu sakbornings. Í samtali við Stundina segir Margeir að rannsókn málsins snúi meðal annars að fasteignaviðskiptum.
Bræðurnir voru handteknir þann 12. mars síðastliðinn, annar á Grindavíkurvegi og hinn í námunda við Akureyri. Lögmaðurinn staðfestir að lögreglan hafi lagt hald á muni …
Athugasemdir