Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Rannsókn lögreglu beinist að tvíburabræðrum

Tví­bura­bræð­ur voru hand­tekn­ir í tengsl­um við um­fangs­mikla rann­sókn lög­reglu, vegna gruns um að­ild að um­fangs­miklu fíkni­efna­máli og pen­inga­þvætti. Hér er fé­laga­rekst­ur þeirra bræðra kort­lagð­ur.

Rannsókn lögreglu beinist að tvíburabræðrum
Umsvifamikil rannsókn lögreglu Lögregla rannsakar nú umsvifamikið peningaþvættis- og fíkniefnabrotamál sem tengist rekstri félags í byggingariðnaði. Margeir Sveinsson, lögreglufulltrúinn á myndinni segir rannsókn málsins tengjast skipulagðri brotastarfsemi. Tvíburabræður voru handteknir og færðir í gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að málinu. Tvíburabræðurnir sjálfir eru ekki birtir á samsettu mynd Stundarinnar.

Tvíburabræðurnir eru grunaðir um aðild að umfangsmiklu fjársvika- og fíkniefnamáli sem lögreglan hefur til rannsóknar. Bræðurnir eru fæddir árið 1994 og reka fyrirtækið EJ Bygg, þar sem húsleit var gerð á dögunum. 

Lögmaður annars þeirra, staðfestir í samtali við Stundina að hann hafi verið handtekinn vegna málsins, sem fyrst var fjallað um í Fréttablaðinu í lok mars.

Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn sagði í samtali við Fréttablaðið að um skipulagða brotastarfsemi væri að ræða og grunur léki á um að fyrirtæki hér á landi kynnu að hafa stundað peningaþvætti sem tengdust meðal annars innflutningi, sölu, dreifingu og framleiðslu á sterkum fíkniefnum ásamt fjármunabrotum og þjófnaði. Á annan tug manna eru með réttarstöðu sakbornings. Í samtali við Stundina segir Margeir að rannsókn málsins snúi meðal annars að fasteignaviðskiptum.

Bræðurnir voru handteknir þann 12. mars síðastliðinn, annar á Grindavíkurvegi og hinn í námunda við Akureyri. Lögmaðurinn staðfestir að lögreglan hafi lagt hald á muni …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Peningaþvætti á Íslandi

Fasteignaviðskiptin hringdu engum viðvörunarbjöllum
FréttirPeningaþvætti á Íslandi

Fast­eigna­við­skipt­in hringdu eng­um við­vör­un­ar­bjöll­um

Dæmi eru um að fast­eigna­sal­ar til­kynni kaup­end­ur eða selj­end­ur fast­eigna til lög­reglu vegna tengsla við fíkni­efna­sölu. Fast­eigna­við­skipti Ant­ons Krist­ins Þórð­ar­son­ar, sem hef­ur ver­ið til op­in­berr­ar um­ræðu vegna tengsla við brot­a­starf­semi, hringdu hins veg­ar eng­um við­vör­un­ar­bjöll­um hjá fast­eigna­söl­unni Miklu­borg.
Svona er peningaþvætti stundað á Íslandi
ÚttektPeningaþvætti á Íslandi

Svona er pen­inga­þvætti stund­að á Ís­landi

„Það er eins og skatt­ur­inn sé ekk­ert að pæla í þessu,“ seg­ir við­mæl­andi Stund­ar­inn­ar, sem hef­ur stund­að pen­inga­þvætti. Áhætta vegna pen­inga­þvætt­is er helst tengd lög­mönn­um, end­ur­skoð­end­um, fast­eigna­söl­um og bíla­söl­um. Sára­fá­ar ábend­ing­ar ber­ast um grun um pen­inga­þvætti frá þess­um stétt­um, þrátt fyr­ir til­kynn­inga­skyldu.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár