Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Páskaþraut nr. 2

Páskaþraut nr. 2

Fyrri páskaþrautin birtist hér.

***

En venjuleg þraut dagsins er hins vegar hér.

***

Fyrri aukaspurning:

Margir listamenn hafa spreytt sig á að lýsa atburðum páskavikunnar. Á myndinni hér að ofan er einn þeirra. Hver er sá?

***

Aðalspurningar:

1.   Atburðirnir, sem kristnir menn minnast á sinni páskahátíð, gerðust þegar Gyðingar voru að halda upp á sína gömlu páskahátíð. Hvers voru Gyðingar að minnast á páskahátíðinni — og minnast þess raunar enn í dag?

2.   Æðsti prestur Gyðinga hafði þungar áhyggjur af framferði Jesúa á páskahátíðinni. Hann er nefndur á nafn í þremur guðspjöllum af fjórum. Hvað hét hann?

3.   „Þér hafið gjört það að ræningjabæli,“ segir Jesúa frá Nasaret reiður og gramur á ákveðnum stað í Jerúsalem. Hvaða „ræningjabæli“ er hann að tala um?

4.   Að lokinni síðustu kvöldmáltíðinni gengu Jesúa og lærisveinar hans út fyrir borgarmúra Jerúsalem. Þeir námu staðar á vinsælum stað við rætur Olíufjallsins. Hvað hét sá staður?

5.   Þegar Jesúa var handtekinn snerist einn af mönnum hans til varnar og brá sverði gegn einum af þjónum æðsta prestsins, áður en Jesúa náði að stöðva hann. Hvaða óskunda gerði þessi lærisveinn með sverði sínu?

6.   Eftir að Jesúa var handtekinn fóru lærisveinar hans í felur og einn þeirra afneitaði því þrisvar að hafa verið í hópi þeirra. Hvaða lærisveinn var það?

7.   Frá því er greint að rómverski landstjórinn hafi haft þann sið að láta einn fanga lausan á páskahátíðinni, samkvæmt ósk almennings í Jerúsalem, og landstjórinn bjóst greinilega við að Gyðingar myndu fara fram á að fá Jesúa leystan úr haldi. En í staðinn báðu Gyðingar um að annar fangi Rómverja yrði látinn laus. Hvað hét hann?

8.   Samkvæmt guðspjöllum Markúsar og Matteusar var það eina sem Jesúa sagði á krossinum: „Elí, Elí, lama sabaktaní!“ Hvað þýðir það?

9.   Hvað hét maðurinn sem gekk fyrir rómverska landstjórann, bað um að fá að taka líkama Jesúa niður af krossinum og búa til greftrunar?

10.   Í hinum ýmsu guðspjöllum eru nefndar á nafn fjórar konur sem hafi komið fyrstar að opinni gröf Jesúa að morgni páskadags, auk þess sem guðspjallamaðurinn Lúkas bætir við: „Og hinar sem voru með þeim.“ Aðeins ein kona er nefnd í öllum fjórum guðspjöllunum. Hver var hún?

***

Seinni aukaspurning:

Á myndinni að neðan leiðbeinir leikstjóri einn Jesúa sínum um hvernig hann skuli túlka pínu og kvöld Jesúa. Leikarinn heitir Jim Caviezel en hvað heitir myndin?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Flótta eða burtfarar frá Egiftalandi.

2.   Kaíafas.

3.   Musterið.

4.   Getsemane.

5.   Sneið af þjóninum eyra.

6.   Pétur.

7.   Barabbas.

8.  „Guð minn, guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?“

9.   Jósef frá Arimateu. Jósef dugar reyndar alveg.

10.   María Magdalena.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Hallgrímur Pétursson.

Mynd Mel Gibsons heitir Passion of the Christ.

***

Hér er svo hlekkur á „venjulegu“ þrautina sem birtist í morgun.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Læknir á Landspítalanum lenti aldrei í sama vanda í Noregi
5
Á vettvangi

Lækn­ir á Land­spít­al­an­um lenti aldrei í sama vanda í Nor­egi

Frá­flæðis­vandi Land­spít­al­ans náði nýj­um hæð­um á síð­asta ári, segja flæð­is­stjór­ar. Elf­ar Andri Heim­is­son er lækn­ir á Land­spít­al­an­um sem hef­ur unn­ið bæði hér og í Nor­egi. Þar þyk­ir al­var­legt ef sjúk­ling­ur er leng­ur en fjóra tíma á bráða­mót­töku: „Ég lenti aldrei í því að við gæt­um ekki út­skrif­að sjúk­ling.“
Helmingi dýrari matarkarfa eina ráðið við sjúkdómnum
6
Skýring

Helm­ingi dýr­ari mat­arkarfa eina ráð­ið við sjúk­dómn­um

„Við höf­um oft íhug­að mjög al­var­lega að flytja bara út af þessu,“ seg­ir Anna Gunn­dís Guð­munds­dótt­ir um þær hindr­an­ir sem fólk með selí­ak mæt­ir hér á landi. Dótt­ir henn­ar, Mía, er með sjúk­dóm­inn sem er ein­ung­is hægt að með­höndla með glút­en­lausu fæði. Mat­arkarfa fjöl­skyld­unn­ar hækk­aði veru­lega í verði eft­ir að Mía greind­ist. Þá er það þraut­in þyngri fyr­ir fólk með selí­ak að kom­ast út að borða, panta mat og mæta í mann­fögn­uði.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár