Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Páskaþraut nr. 2

Páskaþraut nr. 2

Fyrri páskaþrautin birtist hér.

***

En venjuleg þraut dagsins er hins vegar hér.

***

Fyrri aukaspurning:

Margir listamenn hafa spreytt sig á að lýsa atburðum páskavikunnar. Á myndinni hér að ofan er einn þeirra. Hver er sá?

***

Aðalspurningar:

1.   Atburðirnir, sem kristnir menn minnast á sinni páskahátíð, gerðust þegar Gyðingar voru að halda upp á sína gömlu páskahátíð. Hvers voru Gyðingar að minnast á páskahátíðinni — og minnast þess raunar enn í dag?

2.   Æðsti prestur Gyðinga hafði þungar áhyggjur af framferði Jesúa á páskahátíðinni. Hann er nefndur á nafn í þremur guðspjöllum af fjórum. Hvað hét hann?

3.   „Þér hafið gjört það að ræningjabæli,“ segir Jesúa frá Nasaret reiður og gramur á ákveðnum stað í Jerúsalem. Hvaða „ræningjabæli“ er hann að tala um?

4.   Að lokinni síðustu kvöldmáltíðinni gengu Jesúa og lærisveinar hans út fyrir borgarmúra Jerúsalem. Þeir námu staðar á vinsælum stað við rætur Olíufjallsins. Hvað hét sá staður?

5.   Þegar Jesúa var handtekinn snerist einn af mönnum hans til varnar og brá sverði gegn einum af þjónum æðsta prestsins, áður en Jesúa náði að stöðva hann. Hvaða óskunda gerði þessi lærisveinn með sverði sínu?

6.   Eftir að Jesúa var handtekinn fóru lærisveinar hans í felur og einn þeirra afneitaði því þrisvar að hafa verið í hópi þeirra. Hvaða lærisveinn var það?

7.   Frá því er greint að rómverski landstjórinn hafi haft þann sið að láta einn fanga lausan á páskahátíðinni, samkvæmt ósk almennings í Jerúsalem, og landstjórinn bjóst greinilega við að Gyðingar myndu fara fram á að fá Jesúa leystan úr haldi. En í staðinn báðu Gyðingar um að annar fangi Rómverja yrði látinn laus. Hvað hét hann?

8.   Samkvæmt guðspjöllum Markúsar og Matteusar var það eina sem Jesúa sagði á krossinum: „Elí, Elí, lama sabaktaní!“ Hvað þýðir það?

9.   Hvað hét maðurinn sem gekk fyrir rómverska landstjórann, bað um að fá að taka líkama Jesúa niður af krossinum og búa til greftrunar?

10.   Í hinum ýmsu guðspjöllum eru nefndar á nafn fjórar konur sem hafi komið fyrstar að opinni gröf Jesúa að morgni páskadags, auk þess sem guðspjallamaðurinn Lúkas bætir við: „Og hinar sem voru með þeim.“ Aðeins ein kona er nefnd í öllum fjórum guðspjöllunum. Hver var hún?

***

Seinni aukaspurning:

Á myndinni að neðan leiðbeinir leikstjóri einn Jesúa sínum um hvernig hann skuli túlka pínu og kvöld Jesúa. Leikarinn heitir Jim Caviezel en hvað heitir myndin?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Flótta eða burtfarar frá Egiftalandi.

2.   Kaíafas.

3.   Musterið.

4.   Getsemane.

5.   Sneið af þjóninum eyra.

6.   Pétur.

7.   Barabbas.

8.  „Guð minn, guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?“

9.   Jósef frá Arimateu. Jósef dugar reyndar alveg.

10.   María Magdalena.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Hallgrímur Pétursson.

Mynd Mel Gibsons heitir Passion of the Christ.

***

Hér er svo hlekkur á „venjulegu“ þrautina sem birtist í morgun.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
1
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu