Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

348. spurningaþraut: Hvaða Íslendingasaga er kennd við konu?

348. spurningaþraut: Hvaða Íslendingasaga er kennd við konu?

347. þraut, hér leynist hún.

***

Aukaspurning, fyrri:

Hvaða hljómsveit treður upp á skjáskotinu sem birtist hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Í hvaða landi fæddist málarinn Pablo Picasso?

2.   Botvinnik hét maður, hann var heimsmeistari í skák árum saman. Í hvaða ríki var hann lengst af heimilisfastur?

3.   Í hvaða hljómsveit var söngkonan Ragnhildur Gísladóttir þegar hún sló fyrst í gegn?

4.   Hvar gaus á Íslandi næst á undan gosinu í Fagradalsfjalli eða Geldingadölum?

5.   Hver er vinsælasta sjónvarpsfréttastöð Bandaríkjanna?

6.   Árið 1993 dó 100 ára gamall listamaður á Íslandi sem Finnur hét Jónsson. Hvaða listgrein stundaði hann?

7.   Í hvaða héraði í Palestínu ólst Jesúa frá Nasaret upp?

8.   Hver vildi martíní-kokkteilinn sinn „shaken not stirren“?

9.   Hvaða stjórnmálaflokkur tengdist dagblaðinu Tímanum áratugum saman?

10.   Íslendingasögurnar eru mjög margar nefndar eftir aðalpersónunum. Kvenmannsnafn kemur aðeins fyrir í titli einnar af hinum eiginlegu Íslendingasögum, og sú er vissulega ekki ein af þeim allra þekktustu. Í sögunni koma við sögu bræður tveir, sem eru kenndir við mömmu sína og sagan líka. Hvað heitir mamman?

***

Seinni aukaspurning:

Hvar er að gerast á þeirri mynd, sem hér sést hluti af?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Á Spáni.

2.   Í Sovétríkjunum.

3.   Hún var í Lummunum.

4.   Holuhrauni.

5.   Fox News.

6.   Hann var málari.

7.   Í Galíleu.

8.   James Bond.

9.   Framsóknarflokkurinn.

10.   Droplaug. Sagan heitir Droplaugarsonasaga.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni má sjá söngvara og trommuleikara hljómsveitarinnar Purrkur Pilnik.

Á neðri myndinni eru Japanir að gefast upp fyrir Bandaríkjamönnum og fleiri 2. september 1945. Athöfnin fór fram í orrustuskipinu Missouri en nóg er að nefna uppgjöf Japana.

***

Og svo þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Það er eitthvað í samfélaginu sem ýtir undir kulnun
6
Viðtal

Það er eitt­hvað í sam­fé­lag­inu sem ýt­ir und­ir kuln­un

Streita er vax­andi vandi í nú­tíma­sam­fé­lagi og ekki óal­gengt að fólk fari í kuln­un. Dr. Ólaf­ur Þór Æv­ars­son er sjálf­stætt starf­andi geð­lækn­ir og stofn­andi Streitu­skól­ans sem er hluti af heild­stæðri vel­ferð­ar­þjón­ustu Heilsu­vernd­ar. Hann seg­ir að for­varn­ir og fræðsla séu mik­il­væg­ir þætt­ir til að fólk verði bet­ur með­vit­að um eig­in heilsu og geti tek­ið ábyrgð og sporn­að við streitu en hún get­ur haft víð­tæk áhrif á fólk bæði lík­am­lega og and­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Læknir á Landspítalanum lenti aldrei í sama vanda í Noregi
5
Á vettvangi

Lækn­ir á Land­spít­al­an­um lenti aldrei í sama vanda í Nor­egi

Frá­flæðis­vandi Land­spít­al­ans náði nýj­um hæð­um á síð­asta ári, segja flæð­is­stjór­ar. Elf­ar Andri Heim­is­son er lækn­ir á Land­spít­al­an­um sem hef­ur unn­ið bæði hér og í Nor­egi. Þar þyk­ir al­var­legt ef sjúk­ling­ur er leng­ur en fjóra tíma á bráða­mót­töku: „Ég lenti aldrei í því að við gæt­um ekki út­skrif­að sjúk­ling.“
Helmingi dýrari matarkarfa eina ráðið við sjúkdómnum
6
Skýring

Helm­ingi dýr­ari mat­arkarfa eina ráð­ið við sjúk­dómn­um

„Við höf­um oft íhug­að mjög al­var­lega að flytja bara út af þessu,“ seg­ir Anna Gunn­dís Guð­munds­dótt­ir um þær hindr­an­ir sem fólk með selí­ak mæt­ir hér á landi. Dótt­ir henn­ar, Mía, er með sjúk­dóm­inn sem er ein­ung­is hægt að með­höndla með glút­en­lausu fæði. Mat­arkarfa fjöl­skyld­unn­ar hækk­aði veru­lega í verði eft­ir að Mía greind­ist. Þá er það þraut­in þyngri fyr­ir fólk með selí­ak að kom­ast út að borða, panta mat og mæta í mann­fögn­uði.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár