***
Aukaspurning, fyrri:
Hvaða hljómsveit treður upp á skjáskotinu sem birtist hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Í hvaða landi fæddist málarinn Pablo Picasso?
2. Botvinnik hét maður, hann var heimsmeistari í skák árum saman. Í hvaða ríki var hann lengst af heimilisfastur?
3. Í hvaða hljómsveit var söngkonan Ragnhildur Gísladóttir þegar hún sló fyrst í gegn?
4. Hvar gaus á Íslandi næst á undan gosinu í Fagradalsfjalli eða Geldingadölum?
5. Hver er vinsælasta sjónvarpsfréttastöð Bandaríkjanna?
6. Árið 1993 dó 100 ára gamall listamaður á Íslandi sem Finnur hét Jónsson. Hvaða listgrein stundaði hann?
7. Í hvaða héraði í Palestínu ólst Jesúa frá Nasaret upp?
8. Hver vildi martíní-kokkteilinn sinn „shaken not stirren“?
9. Hvaða stjórnmálaflokkur tengdist dagblaðinu Tímanum áratugum saman?
10. Íslendingasögurnar eru mjög margar nefndar eftir aðalpersónunum. Kvenmannsnafn kemur aðeins fyrir í titli einnar af hinum eiginlegu Íslendingasögum, og sú er vissulega ekki ein af þeim allra þekktustu. Í sögunni koma við sögu bræður tveir, sem eru kenndir við mömmu sína og sagan líka. Hvað heitir mamman?
***
Seinni aukaspurning:
Hvar er að gerast á þeirri mynd, sem hér sést hluti af?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Á Spáni.
2. Í Sovétríkjunum.
3. Hún var í Lummunum.
4. Holuhrauni.
5. Fox News.
6. Hann var málari.
7. Í Galíleu.
8. James Bond.
9. Framsóknarflokkurinn.
10. Droplaug. Sagan heitir Droplaugarsonasaga.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni má sjá söngvara og trommuleikara hljómsveitarinnar Purrkur Pilnik.
Á neðri myndinni eru Japanir að gefast upp fyrir Bandaríkjamönnum og fleiri 2. september 1945. Athöfnin fór fram í orrustuskipinu Missouri en nóg er að nefna uppgjöf Japana.
***
Athugasemdir