Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

346. spurningaþraut: Partur af hvaða stríði var orrustan um Moskvu?

346. spurningaþraut: Partur af hvaða stríði var orrustan um Moskvu?

Þrautin, sem í gær var ný, er nú þrautin frá í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Þessi er nú varla fyrir unga fólkið, en fyrir 50 árum eða svo var gefinn út fjöldi bóka hér á landi um hinn unga og knáa pilt á myndinni hér að ofan. Hann flýgur gjarnan um á „rannsóknarstofunni fljúgandi“ (sem sést í bakgrunninum) og lendir í ótal ævintýralegum ævintýrum. Hvað heitir pilturinn sem gaf bókunum og bókaflokknum nafn sitt?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvar var hin forna Hnappadalssýsla?

2.   Guðmundur Einarsson, Kolbrún Jónsdóttir, Kristín S. Kvaran og Stefán Benediktsson voru um eitt skeið þingflokkur ... hvaða flokks?

3.   Kona ein fæddist í bandaríska bænum Chicago árið 1964. Faðir hennar starfaði við vatnsveituna í bænum, móðir hennar var lengst af húsmóðir. Hún á einn bróður, sá var körfuboltamaður á yngri árum en síðar þjálfari. Konan komst í sviðsljósið 2008 og hefur verið þar síðan, þótt hún hafi oft gefið til kynna að henni sé ekki vel við það sviðsljós. Hvað heitir konan?

4.   „Í dögun sefur spegill hafsins, / kjölur býr til sár. / Skutullinn bíður komu hvalsins, / klýfur loftið kaldur nár.“ Hver orti svo?

5.   Hvað heitir stærsta eyjan út af Austfjörðum?

6.   Hvar tíðkast það sem kallað hefur verið hinu óvirðulega nafni „hálftími hálfvitanna“?

7.   Í desember árið 1863 var háð orrusta við Moskvu, sem var hluti af blóðugu stríði sem þá hafði staðið í tvö ár. Orrustan við Moskvu var reyndar ekki mjög grimmileg, þetta voru skærur um brú yfir á sem fellur um Moskvu og eftir að þeim lauk mun ekki hafa verið barist á þessum slóðum, þótt stríðið stæði í tvö ár enn með sívaxandi mannfalli. En partur af hvaða stríði var þessi orrusta við Moskvu?

8.   Í hvaða landi heitir höfuðborgin Prag?

9.   Undir hvaða nafni er Cherilyn Sarkisian þekktust?

10.   Hver var Afródíta? 

***

Seinni aukaspurning:

Úr hvaða teiknimyndaseríu í sjónvarpi er skjáskotið hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Á Snæfellsnesi.

2.   Bandalags jafnaðarmanna.

3.   Michelle Obama.

4.   Bubbi Morthens.

5.   Papey.

6.   Á Alþingi.

7.   Bandaríska borgarastríðinu. Hér var um að ræða Moscow, Tennessee.

8.   Tékklandi.

9.   Cher.

10.   Grísk ástargyðja. (Ekki dugar að kalla hana rómverska.)

***

Svör við aukaspurningum:

Pilturinn knái á efri myndinni er Tom Swift.

Teiknimyndaserían á neðri myndinni er Futurama.

***

Þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
2
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Leitin að upprunanum
5
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár