Í tilefni af páskum verða birtar tvær spurningaþrautir aukalega. Hér er sú fyrri, hin birtist á páskadag. En hérna er hin vanalega þraut dagsins!
En hér er síðari páskaþrautin!
Aukaspurningarnar eru báðar um leikara í hlutverki Jesúa frá Nasaret. Hver leikur Jesúa á myndinni hér að ofan? Hún er úr myndinni The Greatest Story Ever Told frá 1965.
***
Aðalspurningar snúast allar um málverk sem myndlistarmenn hafa málað af Jesúa. Eða réttara sagt níu málverk og eina höggmynd.
1. Hver málaði þessa mynd hér?
***
2. Hver málaði þennan Jesúa hér?
***
3. En hver festi þennan Jesúa á striga?
***
4. Og hver málaði þennan sigurglaða Jesúa?
***
5. Og hver málaði þennan óvenjulega kross?
***
6. Hér er nokkuð óvenjulegur Jesúa/Kristsmynd við kvöldmáltíðina. En hver málaði?
***
7. Og hér er nokkuð óvenjuleg mynd af krossfestingunni frá 1930. Hver málaði?
***
8. Þessi var máluð í nokkrum útgáfum um miðja 17. öld og kölluð „Höfuð Krists“. Hver málaði?
***
9. Þessi stælti Kristur var mótaður í marmara af frægum myndlistarmanni. Styttan var allsber með typpi og öllu saman, svo ég birti það ekki hér. En hver var sem sagt myndlistarmaðurinn?
***
10. Að lokum: Ég viðurkenni að tíunda listamanninn þekkja líklega ekki mjög margir með nafni. En hver var hann sem sagt?
***
Seinni aukaspurning: Hver er á myndinni hér að neðan í hlutverki Jesúa frá Nasaret í myndinni Last Days in the Desert frá 2015?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Gauguin.
2. Leonardo da Vinci.
3. El Greco.
4. Baltasar. Þetta er altaristafla Víðistaðakirkju.
5. Dali.
6. Kahlo.
7. Picasso.
8. Rembrandt.
9. Michelangelo.
10. Grünewald. Hér segir af honum.
***
Aukaspurningar:
Á efri myndinni er Mad von Sydow, en á þeirri neðri Ewan McGregor.
Athugasemdir