Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

345. spurningaþraut: Evrópa, Wozniak og hver var drepinn með ísöxi?

345. spurningaþraut: Evrópa, Wozniak og hver var drepinn með ísöxi?

Þrautin frá í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Fréttamyndin hér að ofan var tekin árið 1956. Hvar?

***

Aðalspurningar:

1.   Samkvæmt fornum grískum goðsögum var Evrópa upphaflega nafn á konungsdóttur einni sem höfuðguðinn Seifur ágirntist. Hvar bjó prinsessan Evrópa?

2.   Hvað hét hamar norræna guðsins Þórs?

3.   Steve Wozniak heitir karl einn. Hann er frægur fyrir að hafa ásamt öðrum stofnað fyrirtæki eitt. Hvaða fyrirtæki var það?

4.   Í hvaða bæ gerast sögur Guðrúnar Helgadóttur, Sitji guðs englar, Saman í hring og Sænginni yfir minni?

5.   Í ágúst 1940 var maður nokkur drepinn í Mexíkó með ísöxi. Hver var sá myrti?

6.   Hvað var dýpsta stöðuvatn á Íslandi — þangað til 2011?

7.   En hvaða vatn var þá tilkynnt að væri enn dýpra?

8.   Íslenskur tónlistarmaður gengur erlendis undir nafninu JJ Julius Son. Í hvaða vinsælu hljómsveit er hann?

9.   Hver er hin opinbera mynt Vatíkansins? 

10.   Hver lék aðalkvenhlutverkið í kvikmyndinni Börn náttúrunnar frá 1991?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Fönikíu, Líbanon.

2.   Mjölnir.

3.   Apple.

4.   Hafnarfirði.

5.   Trotsky.

6.   Öskjuvatn.

7.   Jökulsárlón.

8.   Kaleo.

9.   Evra.

10.   Sigríður Hagalín.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin er tekin í Egiftalandi eða við Súes-skurð. Hvort tveggja telst vera rétt. Um skurðinn var barist eftir að Egiftar þjóðnýttu hann.

Á neðri myndinni er Indira Gandhi forsætisráðherra Indlands.

Þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár