345. spurningaþraut: Evrópa, Wozniak og hver var drepinn með ísöxi?

345. spurningaþraut: Evrópa, Wozniak og hver var drepinn með ísöxi?

Þrautin frá í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Fréttamyndin hér að ofan var tekin árið 1956. Hvar?

***

Aðalspurningar:

1.   Samkvæmt fornum grískum goðsögum var Evrópa upphaflega nafn á konungsdóttur einni sem höfuðguðinn Seifur ágirntist. Hvar bjó prinsessan Evrópa?

2.   Hvað hét hamar norræna guðsins Þórs?

3.   Steve Wozniak heitir karl einn. Hann er frægur fyrir að hafa ásamt öðrum stofnað fyrirtæki eitt. Hvaða fyrirtæki var það?

4.   Í hvaða bæ gerast sögur Guðrúnar Helgadóttur, Sitji guðs englar, Saman í hring og Sænginni yfir minni?

5.   Í ágúst 1940 var maður nokkur drepinn í Mexíkó með ísöxi. Hver var sá myrti?

6.   Hvað var dýpsta stöðuvatn á Íslandi — þangað til 2011?

7.   En hvaða vatn var þá tilkynnt að væri enn dýpra?

8.   Íslenskur tónlistarmaður gengur erlendis undir nafninu JJ Julius Son. Í hvaða vinsælu hljómsveit er hann?

9.   Hver er hin opinbera mynt Vatíkansins? 

10.   Hver lék aðalkvenhlutverkið í kvikmyndinni Börn náttúrunnar frá 1991?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Fönikíu, Líbanon.

2.   Mjölnir.

3.   Apple.

4.   Hafnarfirði.

5.   Trotsky.

6.   Öskjuvatn.

7.   Jökulsárlón.

8.   Kaleo.

9.   Evra.

10.   Sigríður Hagalín.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin er tekin í Egiftalandi eða við Súes-skurð. Hvort tveggja telst vera rétt. Um skurðinn var barist eftir að Egiftar þjóðnýttu hann.

Á neðri myndinni er Indira Gandhi forsætisráðherra Indlands.

Þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár