***
Fyrri aukaspurning:
Fréttamyndin hér að ofan var tekin árið 1956. Hvar?
***
Aðalspurningar:
1. Samkvæmt fornum grískum goðsögum var Evrópa upphaflega nafn á konungsdóttur einni sem höfuðguðinn Seifur ágirntist. Hvar bjó prinsessan Evrópa?
2. Hvað hét hamar norræna guðsins Þórs?
3. Steve Wozniak heitir karl einn. Hann er frægur fyrir að hafa ásamt öðrum stofnað fyrirtæki eitt. Hvaða fyrirtæki var það?
4. Í hvaða bæ gerast sögur Guðrúnar Helgadóttur, Sitji guðs englar, Saman í hring og Sænginni yfir minni?
5. Í ágúst 1940 var maður nokkur drepinn í Mexíkó með ísöxi. Hver var sá myrti?
6. Hvað var dýpsta stöðuvatn á Íslandi — þangað til 2011?
7. En hvaða vatn var þá tilkynnt að væri enn dýpra?
8. Íslenskur tónlistarmaður gengur erlendis undir nafninu JJ Julius Son. Í hvaða vinsælu hljómsveit er hann?
9. Hver er hin opinbera mynt Vatíkansins?
10. Hver lék aðalkvenhlutverkið í kvikmyndinni Börn náttúrunnar frá 1991?
***
Seinni aukaspurning:
Hver er þetta?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Fönikíu, Líbanon.
2. Mjölnir.
3. Apple.
4. Hafnarfirði.
5. Trotsky.
6. Öskjuvatn.
7. Jökulsárlón.
8. Kaleo.
9. Evra.
10. Sigríður Hagalín.
***
Svör við aukaspurningum:
Efri myndin er tekin í Egiftalandi eða við Súes-skurð. Hvort tveggja telst vera rétt. Um skurðinn var barist eftir að Egiftar þjóðnýttu hann.
Á neðri myndinni er Indira Gandhi forsætisráðherra Indlands.
Athugasemdir