Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Hamingjan er ferðalag

Hvað er ham­ingj­an fyr­ir þér?

Hamingjan er ferðalag

Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari

„Hamingjan er eins og hlýtt hreiður í brjóstinu. Minningar þar sem þú gafst af þér; þar sem þér var gefið. Þegar þú hvíldir í náð hins æðsta.

Leiftur úr æsku; að reka kýrnar út í Salthöfða, leggjast milli þúfna og horfa á skýin, naga strá, spila Bach á fótstigna orgelið. Fá að sjá heiminn, þvælast um ókunnar slóðir í sólskini með bakpoka, verða ástfangin, eignast fjölskyldu, sjá börnin vaxa. Og allt í einu toga litlir fingur:  Amma, komdu að kubba. Finna aftur ilm af ungbarni. Hjóla á nagladekkjum í sund, heitur pottur, kaldur pottur, stjörnurnar fyrir ofan gufustrókana. Læða lófa í annan, gamalkunnan, hlýjan, traustan.

Embla Eir Oddsdóttir, forstöðumaður Norðurslóðanets Íslands

„Hérna áður fyrr stóð ég í þeirri trú að hamingjan væri áfangastaður en það er orðið langt síðan ég gerði mér grein fyrir því að svo er ekki. Það fylgdi þeirri uppljómun ákveðið frelsi. Í mínum huga er hamingjan augnablik sem verða til þegar þú gefur þér tíma til að staldra við og njóta. Það getur verið morgunkaffið á laugardegi, þegar ég er að elda mat með syni mínum, kvöldsólin á Möðrudalsöræfum, vel unnið verk, hugleiðsla, gönguferð á fjöllum eða meðfram sjónum eða góð bók. Ég held að það sé undir hverjum og einum komið að finna þessa litlu hamingjuvasa og nýta þá til að búa til innra jafnvægi þannig að hægt sé að halda áfram að takast á við lífið og tilveruna.

Hólmfríður Garðarsdóttir, prófessor á Hugvísindasviði HÍ

„Hamingjan ræðst af verðmætamati, viðmiðum og reynslu. Hún mótast af viðhorfum, svo sem trausti og þakklæti til þess sem hver og einn telur jákvætt fyrir sjálfa(n) sig, umhverfi sitt og/eða samfélag. Hún mótast í öruggum aðstæðum. Öryggi barnsins gagnvart þeim sem ala því önn, unga fólksins frammi fyrir leiðbeinendum sínum og fullorðna fólksins til þeirra aðstæðna sem það býr við – hvort heldur eru félagslegar, fjárhagslegar eða menningarlegar. Orðatiltækið „hafa skal það sem hendi er næst og hugsa ekki um það sem ekki fæst“ stuðlar að auknu æðruleysi og virkar sem lóð á vogarskál hamingjunnar.

Páll Palomares fiðluleikari

„Hamingja er sú vellíðunartilfinning sem á sér stað þegar maður horfir á eitthvað sem manni þykir vera fallegt, upplifir eitthvað sem snertir í manni hjartað eða framkvæmir eitthvað sem er manni einhvers virði. En hamingja er líka val, að velja að vilja vera hamingjusamur. Þeir sem kjósa þann lífshátt geta fundið fyrir hamingju út frá hinum minnstu hlutum og aðstæðum á meðan aðrir eiga kannski margt en finna sjaldan fyrir hamingjunni. Því hamingja er í smáhlutunum, í ilminum sem maður finnur þegar maður vaknar við hliðina á makanum sem maður elskar, í fallegu blómunum sem maður sér þegar fer að vora og í þakklætinu sem maður fær frá manneskju sem maður hefur getað hjálpað.

Pétur Gautur myndlistarmaður

„Hamingjan er vellíðunartilfinning sem ég finn fyrir í öllum kroppnum þegar ég er sem hamingjusamastur. Hamingja fyrir mér er að vakna á morgnana og vera sáttur við sjálfan mig og alla í kringum mig. Vera vel kvæntur og vera ástfanginn upp fyrir haus. Eiga yndislega fjölskyldu. Og yndislega vini. Það er það sem skiptir mestu máli. Allt annað bliknar í samanburði við það. Og þá skiptir engu máli hvað eða hvernig þið fjölskyldan og vinir gerið hlutina saman, stóra eða smáa. Bara að vera saman. Það er málið. Það er hamingja.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hamingjan

Endurheimti hamingjuna með aðstoð og breyttu hugarfari
Hamingjan

End­ur­heimti ham­ingj­una með að­stoð og breyttu hug­ar­fari

Eva Hrund Ein­ars­dótt­ir gekk á vegg fyr­ir mörg­um ár­um en hún upp­lifði kuln­un með­al ann­ars vegna of­þjálf­un­ar. Hún fékk alls kon­ar hjálp til að kom­ast yf­ir ástand­ið og end­ur­heimta ham­ingj­una. „Helsti lær­dóm­ur­inn var að læra að segja nei, að lifa í nú­inu, nýta tím­ann með þeim sem mað­ur elsk­ar sem og verja tím­an­um í hluti sem veita manni já­kvæða orku.“
Fjallgöngur veita hamingju
Hamingjan

Fjall­göng­ur veita ham­ingju

Jó­hanna Fríða Dal­kvist seg­ir að sér finn­ist að fólk geti ekki alltaf ver­ið „sky high“; það sé ekki ham­ingj­an að vera alltaf ein­hvers stað­ar á bleiku skýi. Hún seg­ir að fólk þurfi að kunna og ákveða hvernig það ætli að bregð­ast við ef það finn­ur fyr­ir óham­ingju. Það þurfi að ákveða að vinna sig út úr því og tala um hlut­ina. Fjall­göng­ur hjálp­uðu Jó­hönnu Fríðu í kjöl­far sam­bands­slita á sín­um tíma og síð­an hef­ur hún geng­ið mik­ið á fjöll og er meira að segja far­in að vinna sem far­ar­stjóri í auka­vinnu.
Maður varð heill
Hamingjan

Mað­ur varð heill

Guð­mund­ur Andri Thors­son seg­ir að þeg­ar eitt­hvað kem­ur upp á í líf­inu verði mað­ur bara að standa á fæt­ur aft­ur, hrista sig og halda áfram. Það að vinna úr hlut­un­um á já­kvæð­an hátt sé alltaf ákvörð­un. Guð­mund­ur Andri og eig­in­kona hans gátu ekki eign­ast barn og ákváðu því að ætt­leiða og eiga tvær upp­komn­ar dæt­ur. Þeg­ar hann hafi feng­ið eldri dótt­ur­ina í fang­ið þá hafi hann orð­ið heill.
„Ég þurfti að samþykkja sjálfa mig fyrir það sem ég er“
Hamingjan

„Ég þurfti að sam­þykkja sjálfa mig fyr­ir það sem ég er“

Ingi­leif Frið­riks­dótt­ir var góð í að fela það hvernig henni leið í æsku. Um ára­bil var hún skot­spónn bekkj­ar­fé­laga sinna og upp­lifði sig eina þótt hún ætti vin­kon­ur. Hún þorði ekki að koma út úr skápn­um en til að losna við til­finn­inga­doð­ann varð hún að horfa í speg­il og finna sjálfa sig. „Það var risa­stórt og ótrú­lega ógn­væn­legt skref,“ seg­ir Ingi­leif sem er nú ham­ingju­sam­lega gift. Fjöl­skyld­an er henni allt.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár