Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

343. spurningaþraut: Virkisgarður? Íbúar í héraði einu í Belgíu? Hvort er það?

343. spurningaþraut: Virkisgarður? Íbúar í héraði einu í Belgíu? Hvort er það?

Hér er hlekkur á þrautina frá í gær.

***

Aukaspurning sú hin fyrri:

Úr hvaða kvikmynd er skjáskotið hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Við hvaða þéttbýlisstað er Systrastapi?

2.   Hver skrifaði skáldsöguna Moby Dick?

3.   Hvaða fyrirbæri var Moby Dick?

4.   Bandaríkjamaðurinn Alan Shepard varð annar maðurinn í sögunni til að gera ákveðinn hlut árið 1961. Hvað var það?

5.   Kona nokkur fæddist á Sauðadalsá á Vatnsnesi 1857. Hún nam ljósmóðurfræði í Reykjavík og Kaupmannahöfn og bjó eftir það á Hlöðum í Hörgárdal en síðar á Akureyri og í Reykjavík síðustu árin, en hún dó 1933. Hún var skáldkona. Hvað hét hún? — og hér dugar skírnarnafn hennar.

6.   Í borg einni er fræg gata. Tvær kenningar eru uppi um nafn götunnar. Önnur telur nafnið runnið af virkisgarði sem eitt sinn hafi legið þar sem gatan er nú. Hin kenningin telur götunafnið runnið frá því að þar hafi eitt sinn búið fólk frá ákveðnu héraði í Belgíu. Hvað heitir þessi gata?

7.   Harold Wilson, Edward Heath og James Callaghan gegndu ákveðnu starfi í hálfan annan áratug. Hvaða starf var það?

8.   Hvar er næsthæsti punktur Íslands á eftir Öræfajökli?

9.   Hvað heitir skipið sem strandaði á dögunum í Súez-skurðinum?

10.   Hvað hét barnabókahöfundurinn Nonni fullu nafni?

***

Aukaspurning sú hin seinni:

Á árunum upp úr 1960 hélt hljómsveit að nafni Joey Dee and the Starliters uppi fjörinu á skemmtistaðnum The Peppermint Lounge í New York. Á myndinni hér að neðan má sjá gítarleikara hljómsveitarinnar. Hvað heitir hann?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Kirkjubæjarklaustur.

2.   Melville.

3.   Hvalur.

4.   Fara út í geiminn.

5.   Ólöf. Hún var reyndar Sigurðardóttir.

6.   Wall Street (í New York). Íbúarnir sem gatan kann að vera kennd við eru Vallónar.

7.   Forsætisráðherra Bretlands.

8.   Bárðarbunga.

9.   Ever Given.

10.   Jón Sveinsson.

***

Svör við aukaspurningum:

Skjáskotið er úr kvikmyndinni Pscycho.

Gítarleikarinn er Joe Pesci sem haslaði sér völl sem kvikmyndaleikari.

***

Og hér er hlekkur á þraut númer 342.

Hérna er hins vegar hlekkur á seinni páskaþrautina.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu