Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

343. spurningaþraut: Virkisgarður? Íbúar í héraði einu í Belgíu? Hvort er það?

343. spurningaþraut: Virkisgarður? Íbúar í héraði einu í Belgíu? Hvort er það?

Hér er hlekkur á þrautina frá í gær.

***

Aukaspurning sú hin fyrri:

Úr hvaða kvikmynd er skjáskotið hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Við hvaða þéttbýlisstað er Systrastapi?

2.   Hver skrifaði skáldsöguna Moby Dick?

3.   Hvaða fyrirbæri var Moby Dick?

4.   Bandaríkjamaðurinn Alan Shepard varð annar maðurinn í sögunni til að gera ákveðinn hlut árið 1961. Hvað var það?

5.   Kona nokkur fæddist á Sauðadalsá á Vatnsnesi 1857. Hún nam ljósmóðurfræði í Reykjavík og Kaupmannahöfn og bjó eftir það á Hlöðum í Hörgárdal en síðar á Akureyri og í Reykjavík síðustu árin, en hún dó 1933. Hún var skáldkona. Hvað hét hún? — og hér dugar skírnarnafn hennar.

6.   Í borg einni er fræg gata. Tvær kenningar eru uppi um nafn götunnar. Önnur telur nafnið runnið af virkisgarði sem eitt sinn hafi legið þar sem gatan er nú. Hin kenningin telur götunafnið runnið frá því að þar hafi eitt sinn búið fólk frá ákveðnu héraði í Belgíu. Hvað heitir þessi gata?

7.   Harold Wilson, Edward Heath og James Callaghan gegndu ákveðnu starfi í hálfan annan áratug. Hvaða starf var það?

8.   Hvar er næsthæsti punktur Íslands á eftir Öræfajökli?

9.   Hvað heitir skipið sem strandaði á dögunum í Súez-skurðinum?

10.   Hvað hét barnabókahöfundurinn Nonni fullu nafni?

***

Aukaspurning sú hin seinni:

Á árunum upp úr 1960 hélt hljómsveit að nafni Joey Dee and the Starliters uppi fjörinu á skemmtistaðnum The Peppermint Lounge í New York. Á myndinni hér að neðan má sjá gítarleikara hljómsveitarinnar. Hvað heitir hann?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Kirkjubæjarklaustur.

2.   Melville.

3.   Hvalur.

4.   Fara út í geiminn.

5.   Ólöf. Hún var reyndar Sigurðardóttir.

6.   Wall Street (í New York). Íbúarnir sem gatan kann að vera kennd við eru Vallónar.

7.   Forsætisráðherra Bretlands.

8.   Bárðarbunga.

9.   Ever Given.

10.   Jón Sveinsson.

***

Svör við aukaspurningum:

Skjáskotið er úr kvikmyndinni Pscycho.

Gítarleikarinn er Joe Pesci sem haslaði sér völl sem kvikmyndaleikari.

***

Og hér er hlekkur á þraut númer 342.

Hérna er hins vegar hlekkur á seinni páskaþrautina.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
2
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Leitin að upprunanum
5
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár