343. spurningaþraut: Virkisgarður? Íbúar í héraði einu í Belgíu? Hvort er það?

343. spurningaþraut: Virkisgarður? Íbúar í héraði einu í Belgíu? Hvort er það?

Hér er hlekkur á þrautina frá í gær.

***

Aukaspurning sú hin fyrri:

Úr hvaða kvikmynd er skjáskotið hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Við hvaða þéttbýlisstað er Systrastapi?

2.   Hver skrifaði skáldsöguna Moby Dick?

3.   Hvaða fyrirbæri var Moby Dick?

4.   Bandaríkjamaðurinn Alan Shepard varð annar maðurinn í sögunni til að gera ákveðinn hlut árið 1961. Hvað var það?

5.   Kona nokkur fæddist á Sauðadalsá á Vatnsnesi 1857. Hún nam ljósmóðurfræði í Reykjavík og Kaupmannahöfn og bjó eftir það á Hlöðum í Hörgárdal en síðar á Akureyri og í Reykjavík síðustu árin, en hún dó 1933. Hún var skáldkona. Hvað hét hún? — og hér dugar skírnarnafn hennar.

6.   Í borg einni er fræg gata. Tvær kenningar eru uppi um nafn götunnar. Önnur telur nafnið runnið af virkisgarði sem eitt sinn hafi legið þar sem gatan er nú. Hin kenningin telur götunafnið runnið frá því að þar hafi eitt sinn búið fólk frá ákveðnu héraði í Belgíu. Hvað heitir þessi gata?

7.   Harold Wilson, Edward Heath og James Callaghan gegndu ákveðnu starfi í hálfan annan áratug. Hvaða starf var það?

8.   Hvar er næsthæsti punktur Íslands á eftir Öræfajökli?

9.   Hvað heitir skipið sem strandaði á dögunum í Súez-skurðinum?

10.   Hvað hét barnabókahöfundurinn Nonni fullu nafni?

***

Aukaspurning sú hin seinni:

Á árunum upp úr 1960 hélt hljómsveit að nafni Joey Dee and the Starliters uppi fjörinu á skemmtistaðnum The Peppermint Lounge í New York. Á myndinni hér að neðan má sjá gítarleikara hljómsveitarinnar. Hvað heitir hann?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Kirkjubæjarklaustur.

2.   Melville.

3.   Hvalur.

4.   Fara út í geiminn.

5.   Ólöf. Hún var reyndar Sigurðardóttir.

6.   Wall Street (í New York). Íbúarnir sem gatan kann að vera kennd við eru Vallónar.

7.   Forsætisráðherra Bretlands.

8.   Bárðarbunga.

9.   Ever Given.

10.   Jón Sveinsson.

***

Svör við aukaspurningum:

Skjáskotið er úr kvikmyndinni Pscycho.

Gítarleikarinn er Joe Pesci sem haslaði sér völl sem kvikmyndaleikari.

***

Og hér er hlekkur á þraut númer 342.

Hérna er hins vegar hlekkur á seinni páskaþrautina.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár