Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

342. spurningaþraut: Hvaða litur var á tákni utan á húsi í Frankfurt?

342. spurningaþraut: Hvaða litur var á tákni utan á húsi í Frankfurt?

Hér má finna þrautina frá í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Hér að ofan má sjá vænan hluta af málverkinu Kossinum eftir austurrískan málara. Hvað heitir hann?

***

1.   Fyrir eitthvað um 2.000 árum var skrifuð á Indlandi bók sem fjallar um hvernig fólk getur notið lífsins. Mesta athygli hefur jafnan vakið sá kafli bókarinnar sem fjallar um unað kynlífsins og allskonar stellingar sem fólk getur brugðið sér í við þá iðju. Hvað nefnist þessi bók?

2.   Ragnar í Smára kallaðist atvinnurekandi einn á Íslandi á 20. öld. Hvað var fyrirtækið hans — Smári — frægast fyrir að framleiða?

3.   En Ragnar var ekki síður kunnur fyrir menningarstarfsemi. Hvað fékkst hann við á því sviði?

4.   Lögreglukonan Katrín rannsakar óvenjulegt morðmál á Íslandi í sjónvarpsþáttunum Brot. Hver leikur hana?

5.   Á ofanverðri 16. öld bjó maður, sem hét Izaak að fornafni, í Frankfurt í Þýskalandi. Hann fór þá að kenna sig við húsið sitt þar í borginni, enda voru vanaleg ættarnöfn ekki orðin alsiða meðal Þjóðverja. Hús voru hins vegar kennd við ýmis mislit tákn sem voru máluð utan á þau til að aðgreina þau — þar eð engin húsnúmer voru komin til sögu. Tákn hússins sem Izaak þessi  fór að kenna sig við var skjöldur, en í hvaða lit?

6.   Hvaða söngkona sendi frá sér lagið Black Parade árið 2020 og tengdi óhikað við mannréttindabaráttu svarta í Bandaríkjunum ?

7.   Frá 2007 til 2013 var Indverjinn Viswanathan Anand heimsmeistari í tiltekinni grein, en tapaði þá titli sínum í hendur Norðmanns. Um hvaða grein er að ræða?

8.   Í hvaða ríki Bandaríkjanna er stórborgin New York?

9.   Hvað nefndist Bretakóngurinn faðir Elísabetar 2. núverandi drottningar? Númer verða að vera rétt.

10.   En hvað nefndist Englandskóngurinn sem var faðir Elísabetar 1. drottningar á 16. öld?

***   

Síðari aukaspurning:

Þessi kona var nokkuð í sviðsljósinu á samfélagsmiðlum fyrir örfáum vikum. Hvað heitir hún?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Kama sutra.

2.   Smjörlíki.

3.   Bókaútgáfu.

4.   Nína Dögg.

5.   Skjöldurinn var rauður. Þetta var upphaf Rotschild-ættarinnar.

6.   Beyoncé.

7.   Skák.

8.   New York ríki.

9.   Georg 6.

10.   Hinrik 8.

***

Svör við aukaspurningum:

Málarinn hét Klimt.

Konan heitir Edda Falak crossfitstjarna og „áhrifavaldur“.

***

Og aftur hlekkur á þrautina frá í gær. Voruði búin að spreyta ykkur á henni?

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár