Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

342. spurningaþraut: Hvaða litur var á tákni utan á húsi í Frankfurt?

342. spurningaþraut: Hvaða litur var á tákni utan á húsi í Frankfurt?

Hér má finna þrautina frá í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Hér að ofan má sjá vænan hluta af málverkinu Kossinum eftir austurrískan málara. Hvað heitir hann?

***

1.   Fyrir eitthvað um 2.000 árum var skrifuð á Indlandi bók sem fjallar um hvernig fólk getur notið lífsins. Mesta athygli hefur jafnan vakið sá kafli bókarinnar sem fjallar um unað kynlífsins og allskonar stellingar sem fólk getur brugðið sér í við þá iðju. Hvað nefnist þessi bók?

2.   Ragnar í Smára kallaðist atvinnurekandi einn á Íslandi á 20. öld. Hvað var fyrirtækið hans — Smári — frægast fyrir að framleiða?

3.   En Ragnar var ekki síður kunnur fyrir menningarstarfsemi. Hvað fékkst hann við á því sviði?

4.   Lögreglukonan Katrín rannsakar óvenjulegt morðmál á Íslandi í sjónvarpsþáttunum Brot. Hver leikur hana?

5.   Á ofanverðri 16. öld bjó maður, sem hét Izaak að fornafni, í Frankfurt í Þýskalandi. Hann fór þá að kenna sig við húsið sitt þar í borginni, enda voru vanaleg ættarnöfn ekki orðin alsiða meðal Þjóðverja. Hús voru hins vegar kennd við ýmis mislit tákn sem voru máluð utan á þau til að aðgreina þau — þar eð engin húsnúmer voru komin til sögu. Tákn hússins sem Izaak þessi  fór að kenna sig við var skjöldur, en í hvaða lit?

6.   Hvaða söngkona sendi frá sér lagið Black Parade árið 2020 og tengdi óhikað við mannréttindabaráttu svarta í Bandaríkjunum ?

7.   Frá 2007 til 2013 var Indverjinn Viswanathan Anand heimsmeistari í tiltekinni grein, en tapaði þá titli sínum í hendur Norðmanns. Um hvaða grein er að ræða?

8.   Í hvaða ríki Bandaríkjanna er stórborgin New York?

9.   Hvað nefndist Bretakóngurinn faðir Elísabetar 2. núverandi drottningar? Númer verða að vera rétt.

10.   En hvað nefndist Englandskóngurinn sem var faðir Elísabetar 1. drottningar á 16. öld?

***   

Síðari aukaspurning:

Þessi kona var nokkuð í sviðsljósinu á samfélagsmiðlum fyrir örfáum vikum. Hvað heitir hún?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Kama sutra.

2.   Smjörlíki.

3.   Bókaútgáfu.

4.   Nína Dögg.

5.   Skjöldurinn var rauður. Þetta var upphaf Rotschild-ættarinnar.

6.   Beyoncé.

7.   Skák.

8.   New York ríki.

9.   Georg 6.

10.   Hinrik 8.

***

Svör við aukaspurningum:

Málarinn hét Klimt.

Konan heitir Edda Falak crossfitstjarna og „áhrifavaldur“.

***

Og aftur hlekkur á þrautina frá í gær. Voruði búin að spreyta ykkur á henni?

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu