Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

341. spurningaþraut: Hér er nú aldeilis margt í mörgu, eins og Stuðmenn segja

341. spurningaþraut: Hér er nú aldeilis margt í mörgu, eins og Stuðmenn segja

Þraut gærdagsins um Kína.

***

(Hér er svo auka-þraut í tilefni páskanna.)

***

Aukaspurningar eru tvær að þessu sinni. Sú fyrri á við myndina hér að ofan. Spurningin er einföld: Hvað kallar hún sig, konan á myndinni?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvers konar tól eða tæki var kallað „Excalibur“?

2.   Í hvaða landi heitir höfuðborgin Havana?

3.   Aðeins eru 50-60 kílómetrar í beinni loftlínu milli tveggja höfuðborga í Evrópu. Hverjar eru þær?

4.   Ein öld mannkynssögunnar er iðulega nefnd „upplýsingaöldin“. Hvaða öld er það?

5.   Neðanjarðarlestakerfi eru í fjórum borgum Bretlandseyja. London er ein þeirra og Glasgow önnur. Hverjar eru hinar tvær? Hafa verður báðar réttar!

6.   Hvaða leikstjóri gerði þrjár langar og miklar kvikmyndir eftir Hringadrottinssögu, eða The Lord of the Rings?

7.   Eitt af hinum sjö undrum fornaldar voru svokallaðir „hengigarðar“ í hvaða borg?

8.   Leiktíðina 1982-83 var ungur fótboltamaður á snærum Manchester United og spilaði einn leik fyrir liðið — í deildarbikarnum. United hafði ekki trú á honum og hann hélt á brott. Seinna á ferlinum spilaði hann m.a. fyrir Liverpool, Everton og Manchester City og er eini fótboltakarlinn sem spilað hefur fyrir öll þessi fjögur lið. Hvað heitir hann?

9.   Hvað heitir fullu nafni algengasta tegundin af sóley á Íslandi?

10.   Hvaða ár voru Sovétríkin lögð niður?

***

Seinni aukaspurning.

Á myndinni hér að neðan er kona sem var skipuð kennslustjóri við Háskóla Íslands árið 1994. Þá birtist þessi mynd í Morgunblaðinu. Hvað heitir konan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Sverð.

2.   Kúba.

3.   Vínarborg (Austurríki) og Bratislava (Slóvakíu).

4.   Átjánda öldin.

5.   Liverpool og Newcastle.

6.   Peter Jackson.

7.   Babýlon.

8.   Peter Beardsley.

9.   Brennisóley.

10.   1991.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Lana del Rey.

Á neðri myndinni er Svandís Svavarsdóttir.

***

Og aftur hlekkur á þraut gærdagsins um Kína.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Læknir á Landspítalanum lenti aldrei í sama vanda í Noregi
5
Á vettvangi

Lækn­ir á Land­spít­al­an­um lenti aldrei í sama vanda í Nor­egi

Frá­flæðis­vandi Land­spít­al­ans náði nýj­um hæð­um á síð­asta ári, segja flæð­is­stjór­ar. Elf­ar Andri Heim­is­son er lækn­ir á Land­spít­al­an­um sem hef­ur unn­ið bæði hér og í Nor­egi. Þar þyk­ir al­var­legt ef sjúk­ling­ur er leng­ur en fjóra tíma á bráða­mót­töku: „Ég lenti aldrei í því að við gæt­um ekki út­skrif­að sjúk­ling.“
Helmingi dýrari matarkarfa eina ráðið við sjúkdómnum
6
Skýring

Helm­ingi dýr­ari mat­arkarfa eina ráð­ið við sjúk­dómn­um

„Við höf­um oft íhug­að mjög al­var­lega að flytja bara út af þessu,“ seg­ir Anna Gunn­dís Guð­munds­dótt­ir um þær hindr­an­ir sem fólk með selí­ak mæt­ir hér á landi. Dótt­ir henn­ar, Mía, er með sjúk­dóm­inn sem er ein­ung­is hægt að með­höndla með glút­en­lausu fæði. Mat­arkarfa fjöl­skyld­unn­ar hækk­aði veru­lega í verði eft­ir að Mía greind­ist. Þá er það þraut­in þyngri fyr­ir fólk með selí­ak að kom­ast út að borða, panta mat og mæta í mann­fögn­uði.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár