341. spurningaþraut: Hér er nú aldeilis margt í mörgu, eins og Stuðmenn segja

341. spurningaþraut: Hér er nú aldeilis margt í mörgu, eins og Stuðmenn segja

Þraut gærdagsins um Kína.

***

(Hér er svo auka-þraut í tilefni páskanna.)

***

Aukaspurningar eru tvær að þessu sinni. Sú fyrri á við myndina hér að ofan. Spurningin er einföld: Hvað kallar hún sig, konan á myndinni?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvers konar tól eða tæki var kallað „Excalibur“?

2.   Í hvaða landi heitir höfuðborgin Havana?

3.   Aðeins eru 50-60 kílómetrar í beinni loftlínu milli tveggja höfuðborga í Evrópu. Hverjar eru þær?

4.   Ein öld mannkynssögunnar er iðulega nefnd „upplýsingaöldin“. Hvaða öld er það?

5.   Neðanjarðarlestakerfi eru í fjórum borgum Bretlandseyja. London er ein þeirra og Glasgow önnur. Hverjar eru hinar tvær? Hafa verður báðar réttar!

6.   Hvaða leikstjóri gerði þrjár langar og miklar kvikmyndir eftir Hringadrottinssögu, eða The Lord of the Rings?

7.   Eitt af hinum sjö undrum fornaldar voru svokallaðir „hengigarðar“ í hvaða borg?

8.   Leiktíðina 1982-83 var ungur fótboltamaður á snærum Manchester United og spilaði einn leik fyrir liðið — í deildarbikarnum. United hafði ekki trú á honum og hann hélt á brott. Seinna á ferlinum spilaði hann m.a. fyrir Liverpool, Everton og Manchester City og er eini fótboltakarlinn sem spilað hefur fyrir öll þessi fjögur lið. Hvað heitir hann?

9.   Hvað heitir fullu nafni algengasta tegundin af sóley á Íslandi?

10.   Hvaða ár voru Sovétríkin lögð niður?

***

Seinni aukaspurning.

Á myndinni hér að neðan er kona sem var skipuð kennslustjóri við Háskóla Íslands árið 1994. Þá birtist þessi mynd í Morgunblaðinu. Hvað heitir konan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Sverð.

2.   Kúba.

3.   Vínarborg (Austurríki) og Bratislava (Slóvakíu).

4.   Átjánda öldin.

5.   Liverpool og Newcastle.

6.   Peter Jackson.

7.   Babýlon.

8.   Peter Beardsley.

9.   Brennisóley.

10.   1991.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Lana del Rey.

Á neðri myndinni er Svandís Svavarsdóttir.

***

Og aftur hlekkur á þraut gærdagsins um Kína.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár