Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

340. spurningaþraut: Nú snúast allar spurningar um Kína, það líst okkur á

340. spurningaþraut: Nú snúast allar spurningar um Kína, það líst okkur á

Þrautin frá í gær.

***

Þar sem númer þrautar endar á núlli, þá snúast spurningarnar að venju um eitt og sama þemað.

Að þessu sinni er þemað Kína.

Og fyrri aukaspurning snýst um myndina hér að ofan:

Hvar er þetta mannvirki?

***

Aðalspurningar:

1.   Stjórn Kína hefur að undanförnu sætt vaxandi gagnrýni fyrir á alþjóðavettvangi fyrir harðræði sem hún sýnir þjóð Úígúra, sem búa í norðvesturhluta Kína. Að hvaða leyti helst skera Úígúrar sig frá öðrum Kínverjum?

2.   Kínverjar eru frægir uppfinningamenn. Hvað af þessum fimm fyrirbærum var EKKI fundið upp í Kína (svo vitað sé), ólíkt hinum fjórum? — áttaviti, hjólið, pappír, prentun, púður. 

3.   Hvað heitir höfuðborgin í Kína?

4.   Hver af þessum fimm ám rennur EKKI um kínverska grund? — Amur, Bramaputra, Huang-he (Gulafljót), Jangtse, Mekong.

5.    Hversu margir eru Kínverjar? Hér má skeika nærri 100 milljónum!

6.   Hvað heitir gjaldmiðillinn í Kína?

7.    Þegar Ítalinn Marco Polo kom til Kína, fyrstur vestrænna ferðalanga í langan tíma, í lok 13. aldar, þá var tiltölulega nýorðinn keisari í Kína maður af mongólskum ættum. Hvað hét hann?

8.   Hver er fjölmennasta borgin í Kína?

9.   Hvaða vestræni tónlistarmaðurinn flutti lagið Little China Girl árið 1983 — þótt það hafi raunar komið út fyrst fimm árum fyrr?

10.   Árið 1949 tóku kommúnistar völdin í Kína. Forráðamenn fyrri stjórnar flúðu til Taívan. Hver var æðsti maður þeirrar stjórnar?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er maðurinn á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Þeir eru múslimar.

2.   Hjólið.

3.   Bejing.

4.   Mekong. Amur rennur á landamærum Kína og Rússlands og Bramaputra kemur upp í Tíbet.

5.   Kínverjar teljast nú vera 1.398 milljónir. Rétt má vera allt frá 1.300 milljónum til 1.500 milljóna.

6.   Júan.

7.   Kublai Khan.

8.   Shanghaí.

9.   David Bowie. Sjáið og heyrið lagið hér.

10.   Shang Kaí-sjek.

***

Svör við aukaspurningum:

Potala-höllin er í Tíbet.

Maðurinn á myndinni er Mao Zedong, síðar formaður.

***

Þrautin frá í gær!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár