Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

340. spurningaþraut: Nú snúast allar spurningar um Kína, það líst okkur á

340. spurningaþraut: Nú snúast allar spurningar um Kína, það líst okkur á

Þrautin frá í gær.

***

Þar sem númer þrautar endar á núlli, þá snúast spurningarnar að venju um eitt og sama þemað.

Að þessu sinni er þemað Kína.

Og fyrri aukaspurning snýst um myndina hér að ofan:

Hvar er þetta mannvirki?

***

Aðalspurningar:

1.   Stjórn Kína hefur að undanförnu sætt vaxandi gagnrýni fyrir á alþjóðavettvangi fyrir harðræði sem hún sýnir þjóð Úígúra, sem búa í norðvesturhluta Kína. Að hvaða leyti helst skera Úígúrar sig frá öðrum Kínverjum?

2.   Kínverjar eru frægir uppfinningamenn. Hvað af þessum fimm fyrirbærum var EKKI fundið upp í Kína (svo vitað sé), ólíkt hinum fjórum? — áttaviti, hjólið, pappír, prentun, púður. 

3.   Hvað heitir höfuðborgin í Kína?

4.   Hver af þessum fimm ám rennur EKKI um kínverska grund? — Amur, Bramaputra, Huang-he (Gulafljót), Jangtse, Mekong.

5.    Hversu margir eru Kínverjar? Hér má skeika nærri 100 milljónum!

6.   Hvað heitir gjaldmiðillinn í Kína?

7.    Þegar Ítalinn Marco Polo kom til Kína, fyrstur vestrænna ferðalanga í langan tíma, í lok 13. aldar, þá var tiltölulega nýorðinn keisari í Kína maður af mongólskum ættum. Hvað hét hann?

8.   Hver er fjölmennasta borgin í Kína?

9.   Hvaða vestræni tónlistarmaðurinn flutti lagið Little China Girl árið 1983 — þótt það hafi raunar komið út fyrst fimm árum fyrr?

10.   Árið 1949 tóku kommúnistar völdin í Kína. Forráðamenn fyrri stjórnar flúðu til Taívan. Hver var æðsti maður þeirrar stjórnar?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er maðurinn á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Þeir eru múslimar.

2.   Hjólið.

3.   Bejing.

4.   Mekong. Amur rennur á landamærum Kína og Rússlands og Bramaputra kemur upp í Tíbet.

5.   Kínverjar teljast nú vera 1.398 milljónir. Rétt má vera allt frá 1.300 milljónum til 1.500 milljóna.

6.   Júan.

7.   Kublai Khan.

8.   Shanghaí.

9.   David Bowie. Sjáið og heyrið lagið hér.

10.   Shang Kaí-sjek.

***

Svör við aukaspurningum:

Potala-höllin er í Tíbet.

Maðurinn á myndinni er Mao Zedong, síðar formaður.

***

Þrautin frá í gær!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
2
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Leitin að upprunanum
5
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár